90% fólks er almennt heiðarlegt

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Albert Einstein sagði að mikilvægasta ákvörðun okkar sneri að því hvort við upplifðum að umheimurinn væri okkur vinsamlegur eða fjandsamlegur,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

En eru þeir sem líta heiminn vinsamlegum augum einfaldir? Láta þeir blekkjast og verða ef til vill fyrir skakkaföllum sem hljótast af samskiptum við fólk sem nýtir sér jákvætt viðmót þeirra og traust á náunganum?

Er heimurinn fjandsamlegur og ætti fólk almennt að vera á varðbergi gagnvart öðrum?

Gullna reglan

Fjöldamargar sögur eru til af fólki sem sýnt hefur heiðarleika í verki. Margir hafa upplifað að hafa gleymt verðmætum á almannafærri og fundið þau aftur, jafnvel á sama stað ósnert. Aðrir hafa týnt seðlaveskinu og hafa svo fengið símtal frá árvökrum samborgara sem skilaði veskinu til eigandans – og vildi jafnvel alls ekki þiggja fundarlaun.

Rannsóknir benda til þess að 90% fólks sé almennt heiðarlegt. Gullna reglan er sem sagt sú að flest viljum við gjarnan hegða okkur á heiðarlegan máta og væntum þess að sama skapi að aðrir hegði sér heiðarlega gagnvart okkur.

Dæmi úr viðskiptalífinu

Í aðdraganda þess að Ebay var sett á laggirnar, voru lögð drög að þjónustu sem átti að tryggja bæði kaupendur og seljendur gegn tapi. Kaupendur áttu að geta keypt sér tryggingu gegn því að seljendur sendu þeim ónýta vöru og seljendur áttu að geta keypt tryggingu gegn því að kaupendur greiddu ekki fyrir vöruna. Skemmst er frá því að segja að tryggingaþjónustan var lögð af fljótlega eftir stofnun Ebay, enda var engin ástæða til að halda henni úti. Niðurstaðan var sú að fólki er almennt treystandi í viðskiptum.

Óheiðarleiki

Fátt fer meira fyrir brjóstið á undirritaðri en að þurfa að fást við óheiðarleika. Sem betur fer gerist það örsjaldan en þau skipti geta þó tekið toll. Þetta þekkja margir af eigin raun.

Vantraust getur gert vart við sig í kjölfar þess að hafa upplifað að einhver hagar sér óheiðarlega í þinn garð. En af framansögðu að ráða, er reglan sú að ef þú hagar þér heiðarlega er almennt ekki ástæða til að vantreysta öðrum. Fólk getur svikið þig en góðu fréttirnar eru þær að þau gerist örsjaldan og heyrir til undantekninga.

Það skal tekið fram að ég er ekki þeirrar skoðunar að sumt fólk sé alltaf óheiðarlegt og annað fólk sé alltaf heiðarlegt og algjörlega hvítþvegið. Ég tel reyndar líklegt að 90% fólks hagi sér heiðarlega í 90% tilfella og að öll gerum við stundum eitthvað sem gæti talist óheiðarlegt. Stundum hugsum við líka um að gera eitthvað sem er óheiðarlegt en ákveðum svo að gera það ekki.

Þó hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þeir sem vantreysta öðrum, gera það líklega vegna þess að þeim finnst þeir ekki traustsins verðir sjálfir. Með öðrum orðum, ef þú hegðar þér almennt heiðarlega, ættirðu aðeins að hafa varann á þegar þú mætir fólki sem treystir ekki öðrum og slær sífellt varnagla í samskiptum.

Ef þú lesandi góður ert í hópi þeirra sem treysta ekki öðrum og finnst jafnvel heimurinn fjandsamlegur, gæti verið ástæða til að staldra við. Ef til vill á vantraust þitt rætur í upplifunum á æskuárum nú eða reynslu þinni á fullorðinsárum. En hverjar sem ástæðurnar kunna að vera er ástæða til að íhuga orð Alberts Einstein: mikilvægasta ákvörðun þín snýr að því hvort þú upplifir umheiminn sem vinsamlegan eða fjandsamlegan.

mbl.is

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

11:28 Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

09:14 Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

Í gær, 21:00 Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

Í gær, 18:00 Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

Í gær, 16:00 Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

í gær Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

í gær „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

í gær Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

í fyrradag Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

í fyrradag Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »

Svona skreytir Hrafnhildur fyrir ferminguna

í fyrradag Á hverju ári er eitthvert skraut vinsælla en annað. Liturinn „rose gold“ er sá litur sem margir eru að velja á þessu ári. Meðal annars Hrafnhildur Hafsteinsdóttir framkvæmdastjóri FKA sem segir að fermingarundirbúningurinn sé dásamlegur... Meira »

Myndirnar þurfa að vera góðar

í fyrradag Íslendingar þekkja Nadiu Katrínu Banine úr þáttunum Innlit/útlit sem sýndir voru á SkjáEinum. Þar heimsótti hún fólk og tók húsnæði í gegn. Meira »

Augnskuggarnir sem allir vilja eiga

16.3. Þegar tilkynnt var um endalok Naked-augnskuggapallettunnar voru margir sárir. Þessi tár hafa nú verið þerruð með glænýjum staðgengli hennar. Meira »

Fór óhefðbundna leið í einn besta háskóla í heimi

16.3. Það var langþráður draumur hjá Guðrúnu Svövu Kristinsdóttur að stunda nám við toppháskóla í Bandaríkjunum. Hún útskrifast með tvær meistaragráður í vor ef hún nær að fjármagna síðustu önnina. Meira »

Dagdreymir um kynlíf í sorginni

16.3. „Síðasta hálfa árið hefur mikið dunið á hjá okkur, ég missti skyndilega litlu systur mina og faðir minn veiktist alvarlega í kjölfarið. Í sorginni hef ég upplifað eitthvað sem ég gerði alls ekki ráð fyrir. Ég er með kynlíf á heilanum. Og ekki bara við manninn minn. Ég hef aldrei lent í þessu áður en ég dagdreymi endalaust um kynlíf við hina og þessa, jafnvel samstarfsmenn.“ Meira »

Louis Vuitton hættir með Jackson-línuna

15.3. Franska tískuhúsið Louis Vuitton hefur ákveðið að hætta framleiðslu á línu sem er innblásin af arfleið tónlistarmannsins Michael Jackson. Meira »

Eik Gísladóttir selur höllina

15.3. Eik Gísladóttir lífskúnstner og smekkmanneskja hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu. Eik hefur nostrað við húsið eins og sést á myndunum. Meira »

Get ég legið í sólbaði allan daginn á Tene?

15.3. „Hvernig er það. Ég er á leið til Tenerife og þrái að liggja í sólinni frá morgni til kvölds. Hvernig er það, ef ég smyr á mig sólarvörn, get ég þá verið í sólinni allan daginn?“ Meira »

Geggjuð útsýnisíbúð við Grænuhlíð

15.3. Við Grænuhlíð í Reykjavík stendur ákaflega falleg 101 fm íbúð. Húsgögnum er fallega raðað upp í íbúðinni.   Meira »

„Blanda af náttúrubarni og tískudrós“

15.3. Agnes Hlíf Andrésdóttir viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu er fagurkeri fram í fingurgóma. Er alltaf fallega klædd en nærir sig m.a. með því að fara á hestbak. Hún býr með börnunum sínum þremur og fallegum hundi í Laugardalnum. Meira »

Helgi Svavar með spilakassa í eldhúsinu

15.3. Helgi Svavar Helgason og Stefanía Thors kunna að lifa lífinu. Þau eru með spilakassa í eldhúsinu og taka oft leik eftir matinn enda er mikilvægt að hafa léttleikann í forgrunni. Meira »