Lét drauminn rætast eftir fimmtugt

Snorri Ingason.
Snorri Ingason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snorri Ingason var orðinn fimmtugur þegar hann lét drauminn rætast og fór í leiðsögunám. Hann kvaddi skrifborðsvinnu og sýnir núna erlendum ferðalöngum landið.

Námskeið geta opnað fólki ýmsar dyr. Tungumálakúrs getur leitt til ferðalaga á framandi slóðir, bókmenntanámskeið veitt nýja sýn á mergjuð verk, og svo eru vitaskuld starfstengdu námskeiðin sem varða leiðina að velgengni á vinnumarkaði.

En síðan eru námskeiðin sem verða hreinlega til þess að líf fólks tekur nýja og betri stefnu. Fyrir Snorra Ingason var það nám í fuglaleiðsögn sem beindi honum á alveg nýja braut. „Ég hafði menntað mig í viðskiptafræðum og frá 1986 unnið við markaðs- og sölustjórnun hjá ýmsum góðum fyrirtækjum. Árið 2011, þá orðinn fimmtugur, var ég í vel launuðu starfi sölustjóra hjá bókaforlagi en þyrsti í að gera eitthvað annað,“ segir hann.

Vildi komast úr kjallaranum

Snorri minnist vinnuaðstöðu sinnar í kjallararými í gömlu húsi í Vesturbænum. „Mig dreymdi um að komast út undir bert loft og vera í náttúrunni. Starfið snerist einkum um ferðabækur og kort og reyndi ég að haga vinnunni þannig að ég gæti verið sem mest utan skrifstofunnar, upptekinn við að koma sendingum til kaupenda um land allt.“

Snorri hafði líka þróað með sér áhuga á fuglum um þetta leyti. „Ég var loksins búinn að ná þeim aldri að hafa þroskann og þolinmæðina til að skoða fugla,“ segir hann glettinn. „Vorið 2011 álpaðist ég síðan á námskeið í fuglaleiðsögn og lét mig hlakka til að geta farið með fólk í ferðalög um landið til að sýna þeim fugla. En svo rann upp fyrir mér að ég þyrfti að geta sýnt ferðalöngum fleira en fallega fugla, og vissara væri að stíga skrefið til fulls – svo ég skráði mig í leiðsögunámið hjá Endurmenntun HÍ.“

Ekki var nóg með að Snorri afréði að fá leiðsöguréttindi og skipta um starfsvettvang, heldur smitaði hann sambýliskonu sína Bogu Kristínu af áhuganum og luku þau leiðsögunáminu saman. „Hún hafði aðallega unnið við sölustörf í ferðaþjónustugeiranum, og við höfðum ferðast mikið um landið. Við sáum bæði að nú væri ráð að breyta til, seinni hálfleikur lífsins að hefjast, börnin farin að heiman og nægilegt fjárhagslegt svigrum til að geta kvatt vel launuð sölu- og stjórnunarstörf.“

Í nógu að snúast árið um kring

Er óhætt að segja að Snorri og Boga hafi valið hentugan tíma til að skipta um starfsvettvang því um það leyti sem þau ljúka leiðsögunáminu er mikið uppgangstímabil að hefjast í ferðaþjónustunni og enginn skortur á vinnu fyrir leiðsögumenn. Snorri segir samt að fyrsta árið hafi ekki verið auðvelt og verkefnaframboðið mjög sveiflukennt. „Nóg var að gera yfir sumarmánuðina en veturnir rólegir, en það breytist þegar hópferðafyrirtækin byrja að bjóða upp á norðurljósaferðirnar. Í dag er svo komið að yfir vetrartímann má reikna með að í kringum tíu rútur haldi af stað frá BSÍ hvert einasta kvöld í leit að norðurljósum til að sýna erlendum ferðalöngum og þarf leiðsögumann í hverja rútu.“

Ef sumir lesendur skyldu sjá nýjan starfsvettvang Snorra og Bogu í hillingum þá segir Snorri að þó það geti vissulega verið gaman að vinna sem leiðsögumaður þá henti starfið ekki öllum og þyki illa borgað. „Tímakaupið er rétt innan við 2.000 kr en leiðsögumenn geta haft það alveg ágætt með mikilli vinnu. Gefur ágætlega í aðra hönd að fara í átta daga ferð og vera kannski að 12-14 tíma á dag, en þá verður líka að muna að vinnan kallar á að vera að á sunnudögum og almennum frídögum,“ útskýrir Snorri og bætir við að hann sjái alls ekki eftir að hafa tekið stökkið yfir í leiðsögugeirann. „Starf leiðsögumannsins kallar ekki endilega á mikið líkamlegt þrek, enda oftast farið á milli staða á bíl og ekki algengt að þurfa að labba mikið á fjöllum, en engu að síður getur verið lýjandi að hafa 30-40 manns í sinni umsjá – fólk af öllum gerðum og með mismunandi þarfir og kröfur. Sumir taka inn á sig það versta í þessu starfi og halda það ekki út en leiðsögumaður þarf að hafa þann eiginleika að vera í senn kærulaus og agaður og taka það ekki of nærri sér þó ekki séu allir viðskiptavinirnir eins og hugur manns.“

Meghan glitraði fyrir allan peninginn

11:37 Meghan hertogaynja geislaði í London í gær þegar hún og Harry Bretaprins mættu í sínu allra fínasta pússi á góðgerðarkvöld í leikhúsi. Meira »

Er þetta raunveruleg ást?

09:53 Munurinn á heilbrigðu sambandi versus óheilbrigðu sambandi er að sögn höfunda sá að í heilbrigðu sambandi sé reiði og óvinátta fjarverandi en vinátta og samstaða hinsvegar til staðar í ríkum mæli, en í óheilbrigðu sambandi er eilíf valdabarátta og næring fengin út úr ófriði en ekki friði og kærleika. Meira »

Kaupandi perlu Marie Antoinette setti heimsmet

06:00 Skart sem áður var í eigu Marie Antoinette var selt fyrir metupphæð. Seldist hengiskraut hennar á vel yfir fjóra milljarða.   Meira »

Kidman mætti í pallíettujólakjól

Í gær, 22:00 Stjörnurnar hituðu upp fyrir Óskarinn um helgina og hefðu kjólarnir sómað sér vel í næsta mánuði í jóla-og áramótaveislum.   Meira »

Kristborg og Kolbrún gera skilnaðarþætti

Í gær, 18:00 Kristborg Bóel Steindórsdóttir og Kolbrún Pálína Helgadóttir vinna nú að sjónvarpsþáttunum um skilnaði fólks.   Meira »

Lykillinn að 52 ára löngu hjónabandinu

Í gær, 15:00 Dolly Parton veit hvað er nauðsynlegt þegar kemur að góðu hjónabandi enda búinn að vera gift í rúmlega 52 ár.   Meira »

Frumsýningarveisla í Borgarleikhúsinu

í gær Frumsýningargestir á Dísablóti Íslenska dansflokksins létu ekki rigninguna um helgina á sig fá og mættu spariklæddir í Borgarleikhúsið á laugardaginn. Dansflokkurinn frumsýndi tvö ný verk eftir íslensku danshöfundana Steinunni Ketilsdóttur og Ernu Ómarsdóttur. Meira »

Fullt út úr dyrum hjá Jóhönnu Vigdísi

í gær Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fagnaði útkomu bókar sinnar, Hvað er í matinn?, á Bergsson á föstudaginn.   Meira »

sFólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

í gær Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

í fyrradag Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

í fyrradag Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

í fyrradag Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

18.11. Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

18.11. „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

18.11. Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

17.11. Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

17.11. „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

17.11. Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

17.11. Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

17.11. „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

17.11. Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »