Lét drauminn rætast eftir fimmtugt

Snorri Ingason.
Snorri Ingason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snorri Ingason var orðinn fimmtugur þegar hann lét drauminn rætast og fór í leiðsögunám. Hann kvaddi skrifborðsvinnu og sýnir núna erlendum ferðalöngum landið.

Námskeið geta opnað fólki ýmsar dyr. Tungumálakúrs getur leitt til ferðalaga á framandi slóðir, bókmenntanámskeið veitt nýja sýn á mergjuð verk, og svo eru vitaskuld starfstengdu námskeiðin sem varða leiðina að velgengni á vinnumarkaði.

En síðan eru námskeiðin sem verða hreinlega til þess að líf fólks tekur nýja og betri stefnu. Fyrir Snorra Ingason var það nám í fuglaleiðsögn sem beindi honum á alveg nýja braut. „Ég hafði menntað mig í viðskiptafræðum og frá 1986 unnið við markaðs- og sölustjórnun hjá ýmsum góðum fyrirtækjum. Árið 2011, þá orðinn fimmtugur, var ég í vel launuðu starfi sölustjóra hjá bókaforlagi en þyrsti í að gera eitthvað annað,“ segir hann.

Vildi komast úr kjallaranum

Snorri minnist vinnuaðstöðu sinnar í kjallararými í gömlu húsi í Vesturbænum. „Mig dreymdi um að komast út undir bert loft og vera í náttúrunni. Starfið snerist einkum um ferðabækur og kort og reyndi ég að haga vinnunni þannig að ég gæti verið sem mest utan skrifstofunnar, upptekinn við að koma sendingum til kaupenda um land allt.“

Snorri hafði líka þróað með sér áhuga á fuglum um þetta leyti. „Ég var loksins búinn að ná þeim aldri að hafa þroskann og þolinmæðina til að skoða fugla,“ segir hann glettinn. „Vorið 2011 álpaðist ég síðan á námskeið í fuglaleiðsögn og lét mig hlakka til að geta farið með fólk í ferðalög um landið til að sýna þeim fugla. En svo rann upp fyrir mér að ég þyrfti að geta sýnt ferðalöngum fleira en fallega fugla, og vissara væri að stíga skrefið til fulls – svo ég skráði mig í leiðsögunámið hjá Endurmenntun HÍ.“

Ekki var nóg með að Snorri afréði að fá leiðsöguréttindi og skipta um starfsvettvang, heldur smitaði hann sambýliskonu sína Bogu Kristínu af áhuganum og luku þau leiðsögunáminu saman. „Hún hafði aðallega unnið við sölustörf í ferðaþjónustugeiranum, og við höfðum ferðast mikið um landið. Við sáum bæði að nú væri ráð að breyta til, seinni hálfleikur lífsins að hefjast, börnin farin að heiman og nægilegt fjárhagslegt svigrum til að geta kvatt vel launuð sölu- og stjórnunarstörf.“

Í nógu að snúast árið um kring

Er óhætt að segja að Snorri og Boga hafi valið hentugan tíma til að skipta um starfsvettvang því um það leyti sem þau ljúka leiðsögunáminu er mikið uppgangstímabil að hefjast í ferðaþjónustunni og enginn skortur á vinnu fyrir leiðsögumenn. Snorri segir samt að fyrsta árið hafi ekki verið auðvelt og verkefnaframboðið mjög sveiflukennt. „Nóg var að gera yfir sumarmánuðina en veturnir rólegir, en það breytist þegar hópferðafyrirtækin byrja að bjóða upp á norðurljósaferðirnar. Í dag er svo komið að yfir vetrartímann má reikna með að í kringum tíu rútur haldi af stað frá BSÍ hvert einasta kvöld í leit að norðurljósum til að sýna erlendum ferðalöngum og þarf leiðsögumann í hverja rútu.“

Ef sumir lesendur skyldu sjá nýjan starfsvettvang Snorra og Bogu í hillingum þá segir Snorri að þó það geti vissulega verið gaman að vinna sem leiðsögumaður þá henti starfið ekki öllum og þyki illa borgað. „Tímakaupið er rétt innan við 2.000 kr en leiðsögumenn geta haft það alveg ágætt með mikilli vinnu. Gefur ágætlega í aðra hönd að fara í átta daga ferð og vera kannski að 12-14 tíma á dag, en þá verður líka að muna að vinnan kallar á að vera að á sunnudögum og almennum frídögum,“ útskýrir Snorri og bætir við að hann sjái alls ekki eftir að hafa tekið stökkið yfir í leiðsögugeirann. „Starf leiðsögumannsins kallar ekki endilega á mikið líkamlegt þrek, enda oftast farið á milli staða á bíl og ekki algengt að þurfa að labba mikið á fjöllum, en engu að síður getur verið lýjandi að hafa 30-40 manns í sinni umsjá – fólk af öllum gerðum og með mismunandi þarfir og kröfur. Sumir taka inn á sig það versta í þessu starfi og halda það ekki út en leiðsögumaður þarf að hafa þann eiginleika að vera í senn kærulaus og agaður og taka það ekki of nærri sér þó ekki séu allir viðskiptavinirnir eins og hugur manns.“

Með IKEA-innréttingu á baðinu

18:00 Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

15:00 Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

12:00 Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

08:53 Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

06:00 Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

Í gær, 21:00 Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »

Bjarni vill gera húsaskipti næstu vikur

í gær Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, sem steig til hliðar á meðan málefni fyrirtækisins eru skoðuð, vill ólmur gera húsaskipti fram til 31. október 2018. Meira »

Á hraðferð í rauðri leðurkápu

í gær Anna Wintour gefur grænt ljós á síðar leðurkápur en leðurjakkar eru ekki hennar tebolli. Það gustaði af henni á götum Lundúna á tískuvikunni þar í borg. Meira »

Hvaða reglur gilda um inneignarnótur?

í gær „Þegar ég fór að skoða innleggsnótuna betur sá ég að hún rann út í lok sumars og peningurinn minn þar með glataður. Mega búðir setja svona frest á innleggsnótur? Er þetta ekki í rauninni minn peningur?“ Meira »

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja höllina

í gær Hjónin Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hallbjörn Karlsson hafa sett sitt fallega hús við Bjarmaland í Fossvogi á sölu.   Meira »

Rakel og Helgi Þorgils giftu sig

í gær Rakel Halldórsdóttir og Helgi Þorgils Friðjónsson gengu í hjónaband í Hallgrímskirkju 25. ágúst.  Meira »

Best klæddu stjörnurnar á Emmy

í fyrradag Hvítt og fjaðrir voru áberandi á Emmy-verðlaunahátíðinni. Spænska leikkonan Penelope Cruz var með þetta tvennt á hreinu í hvítum Chanel-kjól með fjöðrum. Meira »

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

í fyrradag Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

18.9. Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

18.9. Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

18.9. „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiss konar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

18.9. Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

17.9. „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

17.9. Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

17.9. Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

17.9. Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »