Lét drauminn rætast eftir fimmtugt

Snorri Ingason.
Snorri Ingason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Snorri Ingason var orðinn fimmtugur þegar hann lét drauminn rætast og fór í leiðsögunám. Hann kvaddi skrifborðsvinnu og sýnir núna erlendum ferðalöngum landið.

Námskeið geta opnað fólki ýmsar dyr. Tungumálakúrs getur leitt til ferðalaga á framandi slóðir, bókmenntanámskeið veitt nýja sýn á mergjuð verk, og svo eru vitaskuld starfstengdu námskeiðin sem varða leiðina að velgengni á vinnumarkaði.

En síðan eru námskeiðin sem verða hreinlega til þess að líf fólks tekur nýja og betri stefnu. Fyrir Snorra Ingason var það nám í fuglaleiðsögn sem beindi honum á alveg nýja braut. „Ég hafði menntað mig í viðskiptafræðum og frá 1986 unnið við markaðs- og sölustjórnun hjá ýmsum góðum fyrirtækjum. Árið 2011, þá orðinn fimmtugur, var ég í vel launuðu starfi sölustjóra hjá bókaforlagi en þyrsti í að gera eitthvað annað,“ segir hann.

Vildi komast úr kjallaranum

Snorri minnist vinnuaðstöðu sinnar í kjallararými í gömlu húsi í Vesturbænum. „Mig dreymdi um að komast út undir bert loft og vera í náttúrunni. Starfið snerist einkum um ferðabækur og kort og reyndi ég að haga vinnunni þannig að ég gæti verið sem mest utan skrifstofunnar, upptekinn við að koma sendingum til kaupenda um land allt.“

Snorri hafði líka þróað með sér áhuga á fuglum um þetta leyti. „Ég var loksins búinn að ná þeim aldri að hafa þroskann og þolinmæðina til að skoða fugla,“ segir hann glettinn. „Vorið 2011 álpaðist ég síðan á námskeið í fuglaleiðsögn og lét mig hlakka til að geta farið með fólk í ferðalög um landið til að sýna þeim fugla. En svo rann upp fyrir mér að ég þyrfti að geta sýnt ferðalöngum fleira en fallega fugla, og vissara væri að stíga skrefið til fulls – svo ég skráði mig í leiðsögunámið hjá Endurmenntun HÍ.“

Ekki var nóg með að Snorri afréði að fá leiðsöguréttindi og skipta um starfsvettvang, heldur smitaði hann sambýliskonu sína Bogu Kristínu af áhuganum og luku þau leiðsögunáminu saman. „Hún hafði aðallega unnið við sölustörf í ferðaþjónustugeiranum, og við höfðum ferðast mikið um landið. Við sáum bæði að nú væri ráð að breyta til, seinni hálfleikur lífsins að hefjast, börnin farin að heiman og nægilegt fjárhagslegt svigrum til að geta kvatt vel launuð sölu- og stjórnunarstörf.“

Í nógu að snúast árið um kring

Er óhætt að segja að Snorri og Boga hafi valið hentugan tíma til að skipta um starfsvettvang því um það leyti sem þau ljúka leiðsögunáminu er mikið uppgangstímabil að hefjast í ferðaþjónustunni og enginn skortur á vinnu fyrir leiðsögumenn. Snorri segir samt að fyrsta árið hafi ekki verið auðvelt og verkefnaframboðið mjög sveiflukennt. „Nóg var að gera yfir sumarmánuðina en veturnir rólegir, en það breytist þegar hópferðafyrirtækin byrja að bjóða upp á norðurljósaferðirnar. Í dag er svo komið að yfir vetrartímann má reikna með að í kringum tíu rútur haldi af stað frá BSÍ hvert einasta kvöld í leit að norðurljósum til að sýna erlendum ferðalöngum og þarf leiðsögumann í hverja rútu.“

Ef sumir lesendur skyldu sjá nýjan starfsvettvang Snorra og Bogu í hillingum þá segir Snorri að þó það geti vissulega verið gaman að vinna sem leiðsögumaður þá henti starfið ekki öllum og þyki illa borgað. „Tímakaupið er rétt innan við 2.000 kr en leiðsögumenn geta haft það alveg ágætt með mikilli vinnu. Gefur ágætlega í aðra hönd að fara í átta daga ferð og vera kannski að 12-14 tíma á dag, en þá verður líka að muna að vinnan kallar á að vera að á sunnudögum og almennum frídögum,“ útskýrir Snorri og bætir við að hann sjái alls ekki eftir að hafa tekið stökkið yfir í leiðsögugeirann. „Starf leiðsögumannsins kallar ekki endilega á mikið líkamlegt þrek, enda oftast farið á milli staða á bíl og ekki algengt að þurfa að labba mikið á fjöllum, en engu að síður getur verið lýjandi að hafa 30-40 manns í sinni umsjá – fólk af öllum gerðum og með mismunandi þarfir og kröfur. Sumir taka inn á sig það versta í þessu starfi og halda það ekki út en leiðsögumaður þarf að hafa þann eiginleika að vera í senn kærulaus og agaður og taka það ekki of nærri sér þó ekki séu allir viðskiptavinirnir eins og hugur manns.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

Í gær, 19:00 Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

Í gær, 16:00 Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

Í gær, 12:55 Ragnar Gunnarsson einn af eigendum Brandenburg auglýsingastofunnar hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

Í gær, 11:00 „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

í fyrradag Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

í fyrradag Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

í fyrradag Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

í fyrradag Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »

Hvernig safnar fólk fyrir íbúð?

17.3. Það að eignast íbúð er stórmál og yfirleitt verður ekki af fyrstu fasteignakaupum nema fólk leggi mikið á sig og sé til í að sleppa öllum óþarfa. Meira »

Verst klæddu stjörnur vikunnar

16.3. Fataval stjarnanna á iHeart-verðlaununum í L.A. gekk misvel og hafa stjörnur á borð við Katy Perry og Heidi Klum átt betri daga. Meira »

Taktu sjálfspróf um hvort síminn sé að skemma

16.3. Ef þú ert búin/búinn að sitja í sófanum lengi og það er þetta lága suð endalaust yfir þér og síðan líturðu upp og sérð að þetta er barnið þitt, sem er að reyna að fá athygli frá þér síðasta klukkutímann. Þá er kominn tími til að leggja frá sér símann. Meira »