Huggulegheit og Tenerife

Áslaug Björt Guðmundardóttir.
Áslaug Björt Guðmundardóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Framboð námskeiða hjá Endurmenntun HÍ er svo mikið að ekki er hlaupið að því að henda reiður á þeim öllum. „Að meðaltali eru um 200 styttri námskeið á dagskrá hjá Endurmenntun á hverju misseri, bæði starfstengd og persónuleg, auk lengri námsbrauta eins og ökukennaranáms og leiðsögunáms sem spanna allt að þrjú til fjögur misseri,“ segir Áslaug Björt Guðmundardóttir, markaðs- og viðskiptastjóri EHÍ.

Að sögn Áslaugar ber framboðið í haust þess greinileg merki að landsmönnum er umhugað um að rækta sál og líkama. „Bæði má finna styttri námskeið um ýmsar hliðar jógaiðkunar og núvitundar og lengri námsbrautir á borð við Hug og heilbrigði, þar sem engar forkröfur eru gerðar til nemenda, yfir í diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði.“

Að læra huggulegheit

Eitt besta dæmið um þessa þróun í námskeiðaúrvalinu er stutt kvöldnámskeið sem haldið verður þann 26. september þar sem kafað verður ofan í þá dönsku list að hafa það huggulegt. Yfirskrift námskeiðsins er Aukum eigin lífsgæði og hamingju með – HYGGE og á heimasíðu Endurmenntunar er auglýsingin fyrir námskeiðið myndskreytt með makindalegum ketti í mjúku fleti. „Okkur fannst upplagt að nota kött sem einkennismynd námskeiðsins enda fáir sem kunna það betur en kettir hafa það huggulegt og notalegt,“ segir Áslaug en kennarar á námskeiðinu eru Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og Anna Jóna Guðjónsdóttir ráðgjafi.

Áslaug segir ekki öllum gefið að kenna huggulegheit á danska vísu, en bækur um hygge seljast nú eins og heitar lummur um allan heim og grunar marga að frændur okkar Danir hafi fundið lykilinn að lífshamingjunni með þeim siðum, viðhorfi og lífsstíl sem hygge stendur fyrir. Hygge, segir Áslaug, snýst um meira en að gefa sér tíma í dagsins amstri til að slaka á með öl í glasi eða góðan ostbita á diski. „Dönsk huggulegheit snerta á því hvaða venjur fólk temur sér í sínu daglega lífi, hvernig það gerir notalegt í kringum sig bæði á heimili og vinnustað, og hvernig samskiptin eru við annað fólk.“

Fyrir þá sem vilja taka „danskheden“ enn lengra, bendir Áslaug einnig á dönskunámskeið Casper Vilhelmsen og námskeið Charlotte Bøving um danska menningu og samfélag séð í gegnum danska sjónvarpsþætti. „Námskeiðin fara bæði fram á dönsku og henta vel þeim sem vilja með þessum hætti þjálfa sig í dönsku talmáli.“

Tenerife og bókmenntagrúsk

Í haust eru jafnframt mörg námskeið á dagskrá sem kennd hafa verið við miklar vinsældir í áraraðir. Eitt af þessum námskeiðum fjallar um sólstrandaparadísina Tenerife. „Tenerife er einn vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðalanga og liggur straumurinn til Kanaríeyja árið um kring. Snæfríður Ingadóttir kennir námskeiðið og varpar þar ljósi á nýjar og minna þekktar hliðar eyjunnar. Snæfríður hefur skrifað leiðsögubók um Tenerife og veitir fólki innblástur til að kynnast eyjunni með öðrum hætti í næstu heimsókn, enda margt annað í boði en hvítar strendur og hótelbarir,“ segir Áslaug.

Bókmenntatengd námskeið hafa verið fastur liður hjá Endurmenntun frá upphafi og vill Áslaug m.a. vekja sérstaka athygli á námskeiðinu Draugar og dulræn fyrirbæri í íslenskum bókmenntum sem Auður Aðalsteinsdóttir kennir. „Hið andlega og dulræna hefur verið áberandi í verkum íslenskra höfunda bæði að fornu og nýju og skoðar námskeiðið meginþræði og birtingarmyndir hins yfirskilvitlega í völdum íslenskum skáldsögum, allt frá Sjálfstæðu fólki til Hanami.“

Íslendingasagnanámskeið á þremur mismunandi námskeiðstímum eru á dagskrá í haust, og öll í umsjón Ármanns Jakobssonar. „Mjög stór hópur fólks sækir þessi námskeið og margir koma til okkar ár eftir ár til að fræðast betur um Íslendingasögurnar,“ upplýsir Áslaug. „Í haust verður kafað ofan í Gísla sögu, Gunnlaugs sögu og Hrafnkels sögu og fer það orð af Ármanni að hann komi efninu til skila á lifandi og skemmtilegan hátt.“

Að sögn Áslaugar finnst mörgum að námskeiðin dýpki mjög skilning þeirra á bókmenntaarfinum. „Þar gefst tækifæri til að skoða sögurnar frá mismunandi sjónarhornum og kynnast skoðunum annarra á sögupersónum og söguþræði. Margir sækja líka í þann góða félagsskap sem námskeiðin veita þar sem kynnast má öðru fólki sem hefur dálæti á fornsögunum.“

Til að reyna að skilja Trump

Endurmenntun skipuleggur líka námskeið sem kryfja málefni samtíma og fortíðar. Magnús Sveinsson kennir eitt námskeið af þessum toga í haust, um bandarísk stjórnmál og Donald Trump. „Þessi námskeið eru góður vettvangur fyrir fólk til að koma saman, ræða málin og fá dýpri sýn á málefnin,“ segir Áslaug og bendir einnig á námskeið Illuga Jökulssonar um eina illræmdustu persónu mannkynssögunnar, Adolf Hitler: „Það er forvitnilegt að velta fyrir sér atburðum líðandi stundar í ljósi sögunnar, en á námskeiðinu reynir Illugi m.a. að svara því hvort hörmungar helfarar og heimsstyrjaldar hafi verið óhjákvæmilegar, eða hvort persóna Hitlers hafi þar haft úrslitaáhrif.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Eignir sem líta vel út seljast betur

18:00 Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

14:00 „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

10:00 Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

05:00 Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

Í gær, 20:00 Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

í gær Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

í gær Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

í gær Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

í gær Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

í fyrradag Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »

Misstum allt, en hann heldur áfram

í fyrradag „Mig langar að forvitnast varðandi manninn minn, en í hruninu misstum við allt. Þá hafði hann verið að fjárfesta í alls konar verkefnum, hlutabréfum og gjaldeyri. Vandinn var sá þá að þetta var allt meira og minna fjármagnað með skuldum,“ segir íslensk kona. Meira »

Formaðurinn lét sérsauma á sig kjól

21.3. Guðrún Hafsteinsdóttir fékk Selmu Ragnarsdóttur til að sérsauma á sig kjól fyrir árshóf SI í Hörpu. Voru þær strax sammála um að hafa kjólinn ekki svartan. Meira »

Endurbættri útgáfu af hrukkubana fagnað

21.3. Dr. Björn Örvar, einn af stofendum Bioeffect, kynnti nýja tvennu fyrir fáum útvöldum í gær. Um er að ræða Bioeffect EGF+ 2A Daily duo sem eru húðdropar sem vinna saman. Meira »

Er bótox hættulegt?

21.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér svarar hún tveimur spurningum um fínar línur og bótox. Meira »

„Fyrrverandi vill hafa mig sem vin“

21.3. Svo er önnur spurning: Þessi vinasvæði, er sanngjarnt eftir að hlutum hefur verið startað með rómantík að setja svo upp vinasamband til að velja úr öðrum hlutum? Að ég sitji svo einn heima á kvöldin og horfi á Netflix, þegar okkar stundum er lokið og hún að njóta þess sem ekki síst á að vera með í góðu sambandi með öðrum. Meira »

Heimilið er afar litríkt og heillandi

20.3. Borðstofa Selmu Blair er eins og kaffitería en innanhúshönnuður hennar sótti innblástur í gamlan heimavistarskóla sem leikkonan var í. Meira »

Einbýlin sem kosta yfir 160 milljónir

20.3. Dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu eru bæði ný og gömul, staðsett á Nesinu sem og í Kópavogi.   Meira »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

20.3. Kristbjörg Jónasdóttir, einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar, er hrærð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

20.3. Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

20.3. „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

20.3. Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »
Meira píla