Huggulegheit og Tenerife

Áslaug Björt Guðmundardóttir.
Áslaug Björt Guðmundardóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Framboð námskeiða hjá Endurmenntun HÍ er svo mikið að ekki er hlaupið að því að henda reiður á þeim öllum. „Að meðaltali eru um 200 styttri námskeið á dagskrá hjá Endurmenntun á hverju misseri, bæði starfstengd og persónuleg, auk lengri námsbrauta eins og ökukennaranáms og leiðsögunáms sem spanna allt að þrjú til fjögur misseri,“ segir Áslaug Björt Guðmundardóttir, markaðs- og viðskiptastjóri EHÍ.

Að sögn Áslaugar ber framboðið í haust þess greinileg merki að landsmönnum er umhugað um að rækta sál og líkama. „Bæði má finna styttri námskeið um ýmsar hliðar jógaiðkunar og núvitundar og lengri námsbrautir á borð við Hug og heilbrigði, þar sem engar forkröfur eru gerðar til nemenda, yfir í diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði.“

Að læra huggulegheit

Eitt besta dæmið um þessa þróun í námskeiðaúrvalinu er stutt kvöldnámskeið sem haldið verður þann 26. september þar sem kafað verður ofan í þá dönsku list að hafa það huggulegt. Yfirskrift námskeiðsins er Aukum eigin lífsgæði og hamingju með – HYGGE og á heimasíðu Endurmenntunar er auglýsingin fyrir námskeiðið myndskreytt með makindalegum ketti í mjúku fleti. „Okkur fannst upplagt að nota kött sem einkennismynd námskeiðsins enda fáir sem kunna það betur en kettir hafa það huggulegt og notalegt,“ segir Áslaug en kennarar á námskeiðinu eru Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og Anna Jóna Guðjónsdóttir ráðgjafi.

Áslaug segir ekki öllum gefið að kenna huggulegheit á danska vísu, en bækur um hygge seljast nú eins og heitar lummur um allan heim og grunar marga að frændur okkar Danir hafi fundið lykilinn að lífshamingjunni með þeim siðum, viðhorfi og lífsstíl sem hygge stendur fyrir. Hygge, segir Áslaug, snýst um meira en að gefa sér tíma í dagsins amstri til að slaka á með öl í glasi eða góðan ostbita á diski. „Dönsk huggulegheit snerta á því hvaða venjur fólk temur sér í sínu daglega lífi, hvernig það gerir notalegt í kringum sig bæði á heimili og vinnustað, og hvernig samskiptin eru við annað fólk.“

Fyrir þá sem vilja taka „danskheden“ enn lengra, bendir Áslaug einnig á dönskunámskeið Casper Vilhelmsen og námskeið Charlotte Bøving um danska menningu og samfélag séð í gegnum danska sjónvarpsþætti. „Námskeiðin fara bæði fram á dönsku og henta vel þeim sem vilja með þessum hætti þjálfa sig í dönsku talmáli.“

Tenerife og bókmenntagrúsk

Í haust eru jafnframt mörg námskeið á dagskrá sem kennd hafa verið við miklar vinsældir í áraraðir. Eitt af þessum námskeiðum fjallar um sólstrandaparadísina Tenerife. „Tenerife er einn vinsælasti áfangastaður íslenskra ferðalanga og liggur straumurinn til Kanaríeyja árið um kring. Snæfríður Ingadóttir kennir námskeiðið og varpar þar ljósi á nýjar og minna þekktar hliðar eyjunnar. Snæfríður hefur skrifað leiðsögubók um Tenerife og veitir fólki innblástur til að kynnast eyjunni með öðrum hætti í næstu heimsókn, enda margt annað í boði en hvítar strendur og hótelbarir,“ segir Áslaug.

Bókmenntatengd námskeið hafa verið fastur liður hjá Endurmenntun frá upphafi og vill Áslaug m.a. vekja sérstaka athygli á námskeiðinu Draugar og dulræn fyrirbæri í íslenskum bókmenntum sem Auður Aðalsteinsdóttir kennir. „Hið andlega og dulræna hefur verið áberandi í verkum íslenskra höfunda bæði að fornu og nýju og skoðar námskeiðið meginþræði og birtingarmyndir hins yfirskilvitlega í völdum íslenskum skáldsögum, allt frá Sjálfstæðu fólki til Hanami.“

Íslendingasagnanámskeið á þremur mismunandi námskeiðstímum eru á dagskrá í haust, og öll í umsjón Ármanns Jakobssonar. „Mjög stór hópur fólks sækir þessi námskeið og margir koma til okkar ár eftir ár til að fræðast betur um Íslendingasögurnar,“ upplýsir Áslaug. „Í haust verður kafað ofan í Gísla sögu, Gunnlaugs sögu og Hrafnkels sögu og fer það orð af Ármanni að hann komi efninu til skila á lifandi og skemmtilegan hátt.“

Að sögn Áslaugar finnst mörgum að námskeiðin dýpki mjög skilning þeirra á bókmenntaarfinum. „Þar gefst tækifæri til að skoða sögurnar frá mismunandi sjónarhornum og kynnast skoðunum annarra á sögupersónum og söguþræði. Margir sækja líka í þann góða félagsskap sem námskeiðin veita þar sem kynnast má öðru fólki sem hefur dálæti á fornsögunum.“

Til að reyna að skilja Trump

Endurmenntun skipuleggur líka námskeið sem kryfja málefni samtíma og fortíðar. Magnús Sveinsson kennir eitt námskeið af þessum toga í haust, um bandarísk stjórnmál og Donald Trump. „Þessi námskeið eru góður vettvangur fyrir fólk til að koma saman, ræða málin og fá dýpri sýn á málefnin,“ segir Áslaug og bendir einnig á námskeið Illuga Jökulssonar um eina illræmdustu persónu mannkynssögunnar, Adolf Hitler: „Það er forvitnilegt að velta fyrir sér atburðum líðandi stundar í ljósi sögunnar, en á námskeiðinu reynir Illugi m.a. að svara því hvort hörmungar helfarar og heimsstyrjaldar hafi verið óhjákvæmilegar, eða hvort persóna Hitlers hafi þar haft úrslitaáhrif.“

Fólk er alltaf jafnhrifið af klassískri hönnun

05:30 Íslendingar vilja fallega hluti sem endast og geta verið til prýði á heimilinu í mörg ár og áratugi  Meira »

Jakkinn hennar Díönu kominn í móð

Í gær, 21:59 Díana prinsessa klæddist gráum jakka úr ullarefni með svörtum efri kraga þegar hún mætti til að sinna góðgerðarmálum árið 1984. Jakkinn var tvíhnepptur og undir honum var hún í hvítri skyrtu og með svarta slaufu. Meira »

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

Í gær, 18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

Í gær, 15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

Í gær, 12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

Í gær, 09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

í gær Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

í fyrradag Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í fyrradag „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í fyrradag Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í fyrradag Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í fyrradag „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í fyrradag Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

17.11. Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

16.11. „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »