„Er sekur um að hafa samið Disco Frisco“

Stefán S. Stefánsson hefur lagt sitt að mörkum þegar kemur ...
Stefán S. Stefánsson hefur lagt sitt að mörkum þegar kemur að tónlist. Hann samdi Disco Frisco lagið góða og hefur nú sett á laggirnar formlega fjarkennslu í tónlist. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stefán S. Stefánsson, skólastjóri Tónlistarskóla Árbæjar, saxófónleikari og tónskáld, er landsmönnum kunnur. Það hafa margir dansað við lagið „Disco Frisco“ sem hann samdi hér á árum áður. Tónlistarkennsla í gegnum netið hefur átt hug hans að undanförnu. Hann segir tónlistina galdur sem breyti fólki.

Stefán útskrifaðist frá Berklee College of Music 1983 í Boston í Bandaríkjunum. Hann hefur verið starfandi tónlistarkennari og tónlistarmaður síðastliðin 40 ár og komið viða við, m.a. með Ljósunum i bænum, Tívolí, Stórsveit Reykjavíkur, Tamla-sveitinni og fjölda annarra hljómsveita. Heimasíða Stefáns er www.stefanstefansson.net en þar má finna mikið af upplýsingum um feril og hljóðupptökur þessa merka listamanns.

Nú geta allir lært tónlist

Þú samdir lagið Disco Frisco. Vissir þú að það myndi slá svona vel í gegn?

„Já, ég er sekur um að hafa samið og sungið Disco Frisco! Þetta átti að vera ádeila á diskóið sem þá var að ryðja sér inn á tónlistarmarkaðinn. Sumum okkar fannst þetta ekki kúl, en þegar maður er um tvítugt þá er maður kúl, og því samdi ég þennan ádeilusöng sem snerist í höndunum á mér og varð að diskósmelli! Það var reyndar ekki dauðans alvara þarna á ferðinni, þannig að mér finnst bara gaman að heyra þetta í dag. Ég vissi ekki að lagið myndi slá svona rækilega í gegn, en það tók aðeins tvo til þrjá daga til að verða ótrúlega mikið spilað af þeim útvarpsrásum sem voru starfandi þá.“

Stefán hefur alltaf haft brennandi áhuga á kennslu og kennslutækni.

„Eitt leiddi af öðru og ég fór að setja kennsluefni skipulega á netið. Má þar nefna Tónmenntavefinn, tonmennt.com, sem margir grunnskólar nýta sér í kennslu, en þar er alls kyns gagnvirkt kennsluefni að finna, svo sem spurningakeppnir, undirleik við íslenska sönglagaarfinn og margt fleira.

Hins vegar setti ég af stað fjarkennsluna við okkar skóla fyrir nokkrum árum www.tonlistarkennsla.net og gaf notkun hans góða raun. Nemendur sem ekki komust í tíma gátu stundað námið á sínum hraða og þegar þeir vildu. Það hefur reynst nemendum dýrmætt að geta líka rifjað upp með því að spóla til baka í myndböndunum. Hafa nú þegar nokkrir tónlistarskólar nýtt sér þetta fyrir nemendur sína síðastliðin ár. Nú mun vefurinn bjóða upp á nám fyrir einstaklinga hvar sem er á landinu.“

Viðbót við staðarnám í tónlist

Hver er sérstaða vefsins og markmið hans?

„Við erum fyrsti tónlistarskólinn til að setja á laggirnar formlega fjarkennslu í tónlist. Þetta hefur enginn að mér vitandi gert áður og það sem er mikilvægt að átta sig á er að þetta nám er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla. Þetta léttir líka nemendum lífið að þurfa ekki að komast í tíma, sem margir eiga erfitt með. Þessu er hins vegar ekki ætlað að koma í staðinn fyrir staðarnám í tónlistarskólum heldur aðeins að vera viðbót.“

Hvaða þýðingu hefur tónlist fyrir þig?

„Tónlist gerir einfaldlega lífið ríkulegra og færir tilverunni meiri dýpt. Ég hygg að það sama gildi um aðrar listgreinar. Ef þú kannt að meta tónlist og njóta, sem og myndlistar, góðra bókmennta, kvikmynda o.s.frv. þá hefur þú einfaldlega tækifæri til að lifa ríkulegra lífi en ella. Það þarf ekki endilega að vera listin, heldur það að geta notið, sem dæmi fallegrar náttúru og góðs félagsskapar.

Þetta hefur maður séð þegar ungt fólk kynnist tónlist, þessum galdri, hve sterk og góð áhrif hún hefur á manneskjur, á hvaða aldri sem er. Og góð áhrif á manneskjur eru gott innlegg í að gera heiminn aðeins betri.“

Gott að gefa út tónlist

Hvers vegna er gott að kunna að skapa tónlist?

„Tónlistarsköpun er ein af þessum aðgerðum þar sem er útstreymi frá okkur. Það er, eitthvað kemur frá okkur og út til annarra. Í dag er einfaldlega svo mikið innstreymi, sér í lagi í gegnum alla þessa miðla, að stundum vill það verða yfirþyrmandi. Þess vegna er svo gott að snúa þessu við og setja eitthvað frá sér, sem ég held að sé þörf hjá okkur flestum, með orðum, tónum, dansi eða öðru. Tónlistin er tilvalin til þessa, og fordómar í garð tónlistarsköpunar fara minnkandi. Í dag þykir sjálfsagt að einhver óreyndur tónlistarmaður með litla sem enga þekkingu á tónlist taki upp lag og gefi út á Youtube. Þetta hefði ekki gengið í mínu ungdæmi, svo maður taki öldunga- og vitringslega til orða.“

Er eitthvað sem þú vilt sjá breytast með tilkomu tónlistarvefsins?

„Ég er að vona að fleiri ungir tónlistarmenn sæki sér almenna tónlistarmenntun. Og kveði niður bábiljur eins og að það að læra nótur geti haft neikvæð áhrif á tónlistarsköpun. Það yrði eins og að segja að Halldór Laxness hefði aldrei átt að læra að lesa vegna þess að það myndi hafa hamlandi áhrif á listsköpun hans.

Tónlistarskólar eru íhaldssamar stofnanir og það eru ástæður fyrir því. Mikið af því sem þar er hægt að læra er gríðarlega gagnlegt. Tónlistarskólarnir mættu samt vera meira með fingurinn á púlsinum hvað varðar notkun á nútíma tækni til kennslu, það er svo allt annað mál.“

Í miðri tæknibyltingu

Hvernig sérðu tónlistina í framtíðinni?

„Ég held að enginn geti sagt til um hvernig tónlistargeirinn á eftir að þróast næstu áratugina. Við erum í miðri tæknibyltingu sem enginn sér fyrir endann á. Hún gerist svo hratt að rétt þegar við erum búin að tileinka okkur eitthvað gerist eitthvað nýtt. En sjálf tónlistin breytist ekki mikið þrátt fyrir að tækin og tólin sem við notum breytist nánast í hverjum mánuði. Tónlist er annaðhvort góð eða slæm og sú skilgreining fer fram í kollunum á okkur og þeir breytast á hraða snigilsins.“

Það færist sífellt í aukana að fólk taki hluta af ...
Það færist sífellt í aukana að fólk taki hluta af námi í gegnum tölvu. Tónlistarnám er engin undantekning á því. mbl.is/Thinkstockphotos

Eitthvað að lokum?

„Þeim sem hafa áhuga á að nýta sér þennan vef er bent á að hafa samband í gegnum www.tonlistarkennsla.net eða Tónlistarskóla Árbæjar www.tonarb.net “

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

Í gær, 16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

Í gær, 15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

Í gær, 13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í fyrradag „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í fyrradag Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í fyrradag „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »