Hegðun sem skilar árangri

Guðrún Högnadóttir stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda.
Guðrún Högnadóttir stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Ljósmynd/Hari

Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi og meðeigandi FranklinCovey á Norðurlöndunum. Í viðtalinu ræðir hún um vinnustofu í Opna Háskólanum í Reykjavík um 7 venjur árangursríkra stjórnenda.

Hún hefur starfað við stjórnendaþjálfun í tæpa þrjá áratugi sem fræðslustjóri Landspítalans, ráðgjafi og meðeigandi hjá Deloitte, framkvæmdastjóri og kennari við Háskólann í Reykjavík og leiðtogamarkþjálfi.

Guðrún er menntuð í stjórnunarfræðum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Barcelona en segist oft sækja stærstu lexíur í leiðtogafræðum og rekstri til ársleiðangurs síns um 14 Afríkuríki með 20 ungmennum frá Evrópu þegar hún var 19 ára.

Að leiða teymi til árangurs

Guðrún stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda og kemur úr smiðju alþjóðlega þekkingarfyrirtækisins Franklin Covey. Námskeiðið verður í september í Háskólanum í Reykjavík. „Um er að ræða hagnýta og áhrifamikla nálgun sem færir þátttakendum viðhorf, færni og tæki til að leiða teymi til árangurs. Markmið vinnustofunnar er að aðstoða þátttakendur að takast á við þessa klassísku umbreytingu frá því að vera með besta einstaklingsframlagið, sem öflugir sérfræðingar, yfir í það að ná árangri í gegnum framlag annarra, sem áhrifamiklir stjórnendur.“

Hvernig fólk sjáið þið fyrir ykkur að hefði not af námskeiðinu?

„Allir þeir sem bera ábyrgð á að stjórna fólki, ferlum og fjármagni hafa gagn og gaman af vinnustofunni. Þeir sem vilja ná auknum árangri í lífi og starfi með því að stjórna betur sjálfum sér og leiða aðra til árangurs eiga erindi á 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Verðandi og vaxandi leiðtogar á öllum stigum skipuritsins munu fá gagnlega innsýn í hvernig öflugir stjórnendur á þekkingaröld ná árangri.“

Ný viðhorf og aðferðir

Hvert er megininntak námskeiðsins og hvernig kennir þú?

„7 venjur árangursríkra stjórnenda byggjast á metsölubók Steven R. Covey, sem er enn mest selda bók um persónulega forystu í heiminum í dag. Vinnustofan samanstendur af samtölum, verkefnum, æfingum, leikjum, myndböndum, matstækjum og stuttum fyrirlestrum. Breytt hegðun byggist annars vegar á nýrri þekkingu og hins vegar á að þátttakendur tileinki sér ný viðhorf og aðferðir í vinnu. Þess vegna er vinnustofan hönnuð sem nokkurra mánaða ferli sem hefst og endar með 360° rafrænu mati, og þátttakendur vinna síðan saman sem „peer-coaches“ og styðja við hver annan með verkefnum í samtölum og snjallforriti (APP-i) eftir vinnustofuna.“

Hvað einkennir að þínu mati góðan stjórnanda?

„Ég tel að góðir stjórnendur þurfi að hafa grunnfærni (competence) og karakter til að leiða sjálfa sig og aðra til árangurs. Meðal mikilvæga færniþátta eru t.d. skipulag, stefnumörkun, að leiða breytingar, endurgjöf, samningatækni o.fl. Afgerandi karaktereinkenni öflugra leiðtoga eru t.d. eiginleikinn til að skapa traust, hvetja fólk, laða fram það besta í hverjum og einum, miðla framtíðarsýn, sýna virðingu t.d. með hlustun o.fl.“

7 venjur til árangurs er, að sögn Guðrúnar, mest selda bók sögunnar á sviði viðskipta, stjórnunar og persónulegs árangurs. „Á þeim 30 árum sem liðin eru frá því bókin kom fyrst út hefur hún selst í nærri 30 milljónum eintaka og verið þýdd á fleiri en 30 tungumál.“

Guðrún vann að endurþýðingu bókarinnar á íslensku fyrir nokkrum árum og fæst hún í bókabúðum og vefverslunum víða.

„Það sem heillaði mig við bókina er að boðskapurinn er í raun heilbrigð skynsemi,“ segir Guðrún en Covey byggði ritið á doktorsrannsóknum sínum við Harvard-háskóla. „Hann vildi svara þeirri spurningu hvers vegna sumir einstaklingar og vinnustaðir virðast ná meiri árangri en aðrir. Til þess skoðaði hann og greindi fjölda rannsókna, ævisagna, greina og ljóða, og kom þar auga á ákveðin þemu.“

Þessi þemu má einfalda sem sjö venjur: „Sú fyrsta er að taka af skarið – að vera virkur og taka ábyrgð ef maður vill ná árangri. Venja númer tvö er að skoða endinn í upphafi: vita að hverju er stefnt áður en lagt er af stað. Þriðja venjan er síðan að forgangsraða og kunna að segja nei: gera það mikilvægasta fyrst en láta hitt mæta afgangi,“ útskýrir Guðrún.

„Fjórða venjan er að temja sér að í öllum viðskiptum og samningum hafi allir hagaðilar ávinning af, og sú fimmta að nýta ávallt skilningsríka hlustun. Sjötta venjan er að staðnæmast ekki heldur finna stöðugt nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar, og loks er sjöunda venjan að endurnýja sjálfan sig og endurnæra huga og líkama reglulega.“

Boðskapur sem á alls staðar við

Hverju hefur það breytt fyrir þig að tileinka þér efni námskeiðsins?

„Um er að ræða afar einfaldan en mjög áhrifamikinn ramma um hegðun sem skilar árangri. Ég hef unnið með þetta efni með stjórnendateymum í tugum landa í flestum heimsálfum, í einkarekstri og opinberum, í alþjóðlegum stórfyrirtækjum og ungum frumkvöðlafyrirtækjum. Alls staðar á þessi nálgun jafn vel við. Það minnir mig stöðugt á að þó að heimurinn sé flókinn og fólk ólíkt, þá eru grunnþættir sem skila árangri í lífi og starfi afar svipaðir þvert á landamæri, trú, atvinnugreinar, aldur og kyn.“

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Að njóta líðandi stundar í faðmi fjölskyldu og góðra vina, að læra stöðugt og miðla, og auðga okkar heim með gleði, virðingu og þakklæti.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Kristbjörg tárast yfir flutningunum til Katar

16:15 Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari og eiginkona Arons Einars Gunnarssonar er hræð yfir því að fjölskyldan sé að flytja frá Cardiff til Katar. Meira »

Svona færðu besta verðið fyrir eignina þína

13:00 Fasteignasalinn Páll Heiðar Pálsson segir að það skipti miklu máli að verðleggja sig ekki út af markaðnum og ákveðnir þættir þurfi að vera í lagi. Hann segir að það séu margir þættir sem hafi áhrif á söluverð fasteigna. Meira »

Hvort á ég að velja SPF 50 eða 30?

10:00 „Ég er að fara til Marokkó þar sem sólin er sterk. Er sólarvörn með SPF-þætti 50 betri en sólarvörn með SPF-þætti 30? Eða skiptir það engu máli?“ Meira »

Heilbrigðari án skorinna magavöðva

05:00 Skornir magavöðvar til marks um hamingju og heilbrigði. Þjálfarinn Marie Wold var aðallega svöng þegar hún fékk loksins „six-pack“. Meira »

Selma frumsýndi kærastann í kvöld

Í gær, 22:37 Selma Björnsdóttir er komin á fast en fyrr í kvöld frumsýndi hún kærastann á Instagram. Hann heitir Kolbeinn Tumi Daðason og er fréttastjóri á Vísi.is. Meira »

„Mamma er heltekin af útlitinu“

Í gær, 19:00 Þannig er að ég á mömmu sem á erfitt með að sætta sig við aldurinn. Ég bý enn þá heima. Hún og pabbi eru nýskilin og mamma hefur brugðist við með endalausri líkamsrækt. Hún er heltekin af eigin líkamsþyngd, stelur fötunum mínum og snyrtivörunum og skiptir sér í tíma og ótíma af því hvernig ég lít út. Meira »

Frumsýning á Matthildi

í gær Söngleikurinn Matthildur var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á laugardaginn og var mikil gleði í húsinu.   Meira »

Ragnar á Brandenburg selur glæsiíbúðina

í gær Ragnar Gunnarsson, einn af eigendum Brandenburg-auglýsingastofunnar, hefur sett íbúð sína við Grandaveg á sölu.   Meira »

Dreymir um kúrekastígvél fyrir vorið

í gær „Mig dreymir um kúrekastígvél og hélt svo innilega að ég myndi ekki segja þetta alveg strax, finnst svo stutt síðan að sú tíska var síðast en það sýnir að tískan fer hratt í hringi. Ég átti ein frá GS skóm á sínum tíma en seldi þau því miður á fatamarkaði fyrir ekki svo löngu.“ Meira »

Finnur til eftir samfarir - hvað er til ráða?

í gær „Ég er búin að vera i sambandi í 2 ár og mjög oft fengið sveppasýkingu/þvagfærasýkingu. Veit ekki alveg muninn, en hef fengið þetta svona 10-15 sinnum og oft slæmt degi eftir samfarir.“ Meira »

Veganvænir hárlitir sem endurlífga hárið

í gær Lilja Ósk Sigurðardóttir er hrifin af öllu sem er vegan og þess vegna varð hún að prófa ný hárskol frá Davines því þau eru ammóníaklaus. Meira »

Fetaði óvart í fótspor Sigmundar Davíðs

í fyrradag Þingkona í Bandaríkjunum tók upp á því á dögunum að mæta í ósamstæðum skóm í vinnuna. Hún er ekki eini stjórnmálamaðurinn sem hefur tekið upp á því. Meira »

Birgitta mætti með nýja hundinn sinn

í fyrradag Það var margt um manninn á viðburði í verslun 66°Norður á Laugavegi á föstudaginn þar sem því var fagnað að sumarlína 66°Norður og danska kvenfatamerkisins Ganni er komin í sölu. Meira »

Lúðvík og Þóra selja höll við sjóinn

18.3. Lúðvík Bergvinsson og Þóra Gunnarsdóttir hafa sett falleg hús sem stendur við sjóinn á sölu. Fasteignamat hússins er rúmlega 121 milljón. Meira »

Starfsmenn Árvakurs kunna að djamma

18.3. Það voru allir á útopnu á árshátíð Árvakurs á Grand hóteli á laugardaginn var. Boðið var upp á framúrskarandi mat og skemmtiatriði. Eins og sjá má á myndunum leiddist engum. Meira »

Stolt að eignast þak yfir höfuðið

18.3. Vala Pálsdóttir, ráðgjafi og formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, keypti sína fyrstu íbúð 25 ára gömul. Hún segir að þessi íbúðarkaup hafi gert hana sjálfstæða og lagt grunn að framtíðinni. Meira »

Íbúðin var tekin í gegn á einfaldan hátt

17.3. Það er hægt að gera ótrúlega hluti með því að breyta um lit á eldhúsinnréttingu, taka niður skáp og skipta um parket eins og gert var í Vesturbænum. Meira »

Er sólarvörn krabbameinsvaldandi?

17.3. Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér er hún spurð hvort sólarvörn sé krabbameinsvaldandi. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17.3. Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Að sýsla með aleigu fólks er vandasamt

17.3. Hannes Steindórsson segir að starf fasteignasala sé nákvæmnisvinna og það skipti máli að fasteignasali sé góður í mannlegum samskiptum. Meira »

Konur á einhverfurófi greindar of seint

17.3. „Konur á einhverfurófi eru sjaldan til umræðu og langar mig að vekja athygli á því. Þegar einhverfa er í umræðunni þá snýr hún yfirleitt að strákum og maður heyrir allt of sjaldan um stúlkur í þessu samhengi. Hugsanlega spilar arfleifð Hans Asperger inn í að hluta til en hann tengdi einhverfu eingöngu við karlmenn þegar einhverfa var að uppgötvast. Meira »