Hegðun sem skilar árangri

Guðrún Högnadóttir stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda.
Guðrún Högnadóttir stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Ljósmynd/Hari

Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi og meðeigandi FranklinCovey á Norðurlöndunum. Í viðtalinu ræðir hún um vinnustofu í Opna Háskólanum í Reykjavík um 7 venjur árangursríkra stjórnenda.

Hún hefur starfað við stjórnendaþjálfun í tæpa þrjá áratugi sem fræðslustjóri Landspítalans, ráðgjafi og meðeigandi hjá Deloitte, framkvæmdastjóri og kennari við Háskólann í Reykjavík og leiðtogamarkþjálfi.

Guðrún er menntuð í stjórnunarfræðum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Barcelona en segist oft sækja stærstu lexíur í leiðtogafræðum og rekstri til ársleiðangurs síns um 14 Afríkuríki með 20 ungmennum frá Evrópu þegar hún var 19 ára.

Að leiða teymi til árangurs

Guðrún stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda og kemur úr smiðju alþjóðlega þekkingarfyrirtækisins Franklin Covey. Námskeiðið verður í september í Háskólanum í Reykjavík. „Um er að ræða hagnýta og áhrifamikla nálgun sem færir þátttakendum viðhorf, færni og tæki til að leiða teymi til árangurs. Markmið vinnustofunnar er að aðstoða þátttakendur að takast á við þessa klassísku umbreytingu frá því að vera með besta einstaklingsframlagið, sem öflugir sérfræðingar, yfir í það að ná árangri í gegnum framlag annarra, sem áhrifamiklir stjórnendur.“

Hvernig fólk sjáið þið fyrir ykkur að hefði not af námskeiðinu?

„Allir þeir sem bera ábyrgð á að stjórna fólki, ferlum og fjármagni hafa gagn og gaman af vinnustofunni. Þeir sem vilja ná auknum árangri í lífi og starfi með því að stjórna betur sjálfum sér og leiða aðra til árangurs eiga erindi á 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Verðandi og vaxandi leiðtogar á öllum stigum skipuritsins munu fá gagnlega innsýn í hvernig öflugir stjórnendur á þekkingaröld ná árangri.“

Ný viðhorf og aðferðir

Hvert er megininntak námskeiðsins og hvernig kennir þú?

„7 venjur árangursríkra stjórnenda byggjast á metsölubók Steven R. Covey, sem er enn mest selda bók um persónulega forystu í heiminum í dag. Vinnustofan samanstendur af samtölum, verkefnum, æfingum, leikjum, myndböndum, matstækjum og stuttum fyrirlestrum. Breytt hegðun byggist annars vegar á nýrri þekkingu og hins vegar á að þátttakendur tileinki sér ný viðhorf og aðferðir í vinnu. Þess vegna er vinnustofan hönnuð sem nokkurra mánaða ferli sem hefst og endar með 360° rafrænu mati, og þátttakendur vinna síðan saman sem „peer-coaches“ og styðja við hver annan með verkefnum í samtölum og snjallforriti (APP-i) eftir vinnustofuna.“

Hvað einkennir að þínu mati góðan stjórnanda?

„Ég tel að góðir stjórnendur þurfi að hafa grunnfærni (competence) og karakter til að leiða sjálfa sig og aðra til árangurs. Meðal mikilvæga færniþátta eru t.d. skipulag, stefnumörkun, að leiða breytingar, endurgjöf, samningatækni o.fl. Afgerandi karaktereinkenni öflugra leiðtoga eru t.d. eiginleikinn til að skapa traust, hvetja fólk, laða fram það besta í hverjum og einum, miðla framtíðarsýn, sýna virðingu t.d. með hlustun o.fl.“

7 venjur til árangurs er, að sögn Guðrúnar, mest selda bók sögunnar á sviði viðskipta, stjórnunar og persónulegs árangurs. „Á þeim 30 árum sem liðin eru frá því bókin kom fyrst út hefur hún selst í nærri 30 milljónum eintaka og verið þýdd á fleiri en 30 tungumál.“

Guðrún vann að endurþýðingu bókarinnar á íslensku fyrir nokkrum árum og fæst hún í bókabúðum og vefverslunum víða.

„Það sem heillaði mig við bókina er að boðskapurinn er í raun heilbrigð skynsemi,“ segir Guðrún en Covey byggði ritið á doktorsrannsóknum sínum við Harvard-háskóla. „Hann vildi svara þeirri spurningu hvers vegna sumir einstaklingar og vinnustaðir virðast ná meiri árangri en aðrir. Til þess skoðaði hann og greindi fjölda rannsókna, ævisagna, greina og ljóða, og kom þar auga á ákveðin þemu.“

Þessi þemu má einfalda sem sjö venjur: „Sú fyrsta er að taka af skarið – að vera virkur og taka ábyrgð ef maður vill ná árangri. Venja númer tvö er að skoða endinn í upphafi: vita að hverju er stefnt áður en lagt er af stað. Þriðja venjan er síðan að forgangsraða og kunna að segja nei: gera það mikilvægasta fyrst en láta hitt mæta afgangi,“ útskýrir Guðrún.

„Fjórða venjan er að temja sér að í öllum viðskiptum og samningum hafi allir hagaðilar ávinning af, og sú fimmta að nýta ávallt skilningsríka hlustun. Sjötta venjan er að staðnæmast ekki heldur finna stöðugt nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar, og loks er sjöunda venjan að endurnýja sjálfan sig og endurnæra huga og líkama reglulega.“

Boðskapur sem á alls staðar við

Hverju hefur það breytt fyrir þig að tileinka þér efni námskeiðsins?

„Um er að ræða afar einfaldan en mjög áhrifamikinn ramma um hegðun sem skilar árangri. Ég hef unnið með þetta efni með stjórnendateymum í tugum landa í flestum heimsálfum, í einkarekstri og opinberum, í alþjóðlegum stórfyrirtækjum og ungum frumkvöðlafyrirtækjum. Alls staðar á þessi nálgun jafn vel við. Það minnir mig stöðugt á að þó að heimurinn sé flókinn og fólk ólíkt, þá eru grunnþættir sem skila árangri í lífi og starfi afar svipaðir þvert á landamæri, trú, atvinnugreinar, aldur og kyn.“

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Að njóta líðandi stundar í faðmi fjölskyldu og góðra vina, að læra stöðugt og miðla, og auðga okkar heim með gleði, virðingu og þakklæti.“

Hvaða smáforrit bjarga lífinu?

18:00 Flestir eru sammála um það að notkun snjallsíma getur aukið verulega áreiti í hinu daglega lífi og vilja sumir meina að síminn dreifi athyglinni frá því sem skiptir máli, þ.e. að vera í núinu og njóta stundarinnar. Meira »

Ekki nota jólgjöfina til að umbuna

15:00 Stjórnendur eru ekki öfundsverðir af því hlutskipti að þurfa að velja hina fullkomnu jólagjöf fyrir heilan vinnustað. Ef gjöfin heppnast vel má reikna með að hún auki starfsánægju og komi starfsfólkinu í jólaskap, en mislukkist gjafavalið má eiga von á gremju og fýlu. Meira »

Felur þreytuna með rétta trixinu

12:00 Breytt förðun Meghan hertogaynju á dögunm bendir til þess að hún sé að reyna fela þreytuna með réttu trixunum að sögn förðunarfræðings. Meira »

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

í gær „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

í gær Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

í gær Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

í gær „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

16.11. Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

16.11. Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

16.11. Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »