Hegðun sem skilar árangri

Guðrún Högnadóttir stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda.
Guðrún Högnadóttir stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Ljósmynd/Hari

Guðrún Högnadóttir er framkvæmdastjóri og eigandi FranklinCovey á Íslandi og meðeigandi FranklinCovey á Norðurlöndunum. Í viðtalinu ræðir hún um vinnustofu í Opna Háskólanum í Reykjavík um 7 venjur árangursríkra stjórnenda.

Hún hefur starfað við stjórnendaþjálfun í tæpa þrjá áratugi sem fræðslustjóri Landspítalans, ráðgjafi og meðeigandi hjá Deloitte, framkvæmdastjóri og kennari við Háskólann í Reykjavík og leiðtogamarkþjálfi.

Guðrún er menntuð í stjórnunarfræðum í Bandaríkjunum, Bretlandi og Barcelona en segist oft sækja stærstu lexíur í leiðtogafræðum og rekstri til ársleiðangurs síns um 14 Afríkuríki með 20 ungmennum frá Evrópu þegar hún var 19 ára.

Að leiða teymi til árangurs

Guðrún stendur fyrir vinnustofu um 7 venjur árangursríkra stjórnenda og kemur úr smiðju alþjóðlega þekkingarfyrirtækisins Franklin Covey. Námskeiðið verður í september í Háskólanum í Reykjavík. „Um er að ræða hagnýta og áhrifamikla nálgun sem færir þátttakendum viðhorf, færni og tæki til að leiða teymi til árangurs. Markmið vinnustofunnar er að aðstoða þátttakendur að takast á við þessa klassísku umbreytingu frá því að vera með besta einstaklingsframlagið, sem öflugir sérfræðingar, yfir í það að ná árangri í gegnum framlag annarra, sem áhrifamiklir stjórnendur.“

Hvernig fólk sjáið þið fyrir ykkur að hefði not af námskeiðinu?

„Allir þeir sem bera ábyrgð á að stjórna fólki, ferlum og fjármagni hafa gagn og gaman af vinnustofunni. Þeir sem vilja ná auknum árangri í lífi og starfi með því að stjórna betur sjálfum sér og leiða aðra til árangurs eiga erindi á 7 venjur árangursríkra stjórnenda. Verðandi og vaxandi leiðtogar á öllum stigum skipuritsins munu fá gagnlega innsýn í hvernig öflugir stjórnendur á þekkingaröld ná árangri.“

Ný viðhorf og aðferðir

Hvert er megininntak námskeiðsins og hvernig kennir þú?

„7 venjur árangursríkra stjórnenda byggjast á metsölubók Steven R. Covey, sem er enn mest selda bók um persónulega forystu í heiminum í dag. Vinnustofan samanstendur af samtölum, verkefnum, æfingum, leikjum, myndböndum, matstækjum og stuttum fyrirlestrum. Breytt hegðun byggist annars vegar á nýrri þekkingu og hins vegar á að þátttakendur tileinki sér ný viðhorf og aðferðir í vinnu. Þess vegna er vinnustofan hönnuð sem nokkurra mánaða ferli sem hefst og endar með 360° rafrænu mati, og þátttakendur vinna síðan saman sem „peer-coaches“ og styðja við hver annan með verkefnum í samtölum og snjallforriti (APP-i) eftir vinnustofuna.“

Hvað einkennir að þínu mati góðan stjórnanda?

„Ég tel að góðir stjórnendur þurfi að hafa grunnfærni (competence) og karakter til að leiða sjálfa sig og aðra til árangurs. Meðal mikilvæga færniþátta eru t.d. skipulag, stefnumörkun, að leiða breytingar, endurgjöf, samningatækni o.fl. Afgerandi karaktereinkenni öflugra leiðtoga eru t.d. eiginleikinn til að skapa traust, hvetja fólk, laða fram það besta í hverjum og einum, miðla framtíðarsýn, sýna virðingu t.d. með hlustun o.fl.“

7 venjur til árangurs er, að sögn Guðrúnar, mest selda bók sögunnar á sviði viðskipta, stjórnunar og persónulegs árangurs. „Á þeim 30 árum sem liðin eru frá því bókin kom fyrst út hefur hún selst í nærri 30 milljónum eintaka og verið þýdd á fleiri en 30 tungumál.“

Guðrún vann að endurþýðingu bókarinnar á íslensku fyrir nokkrum árum og fæst hún í bókabúðum og vefverslunum víða.

„Það sem heillaði mig við bókina er að boðskapurinn er í raun heilbrigð skynsemi,“ segir Guðrún en Covey byggði ritið á doktorsrannsóknum sínum við Harvard-háskóla. „Hann vildi svara þeirri spurningu hvers vegna sumir einstaklingar og vinnustaðir virðast ná meiri árangri en aðrir. Til þess skoðaði hann og greindi fjölda rannsókna, ævisagna, greina og ljóða, og kom þar auga á ákveðin þemu.“

Þessi þemu má einfalda sem sjö venjur: „Sú fyrsta er að taka af skarið – að vera virkur og taka ábyrgð ef maður vill ná árangri. Venja númer tvö er að skoða endinn í upphafi: vita að hverju er stefnt áður en lagt er af stað. Þriðja venjan er síðan að forgangsraða og kunna að segja nei: gera það mikilvægasta fyrst en láta hitt mæta afgangi,“ útskýrir Guðrún.

„Fjórða venjan er að temja sér að í öllum viðskiptum og samningum hafi allir hagaðilar ávinning af, og sú fimmta að nýta ávallt skilningsríka hlustun. Sjötta venjan er að staðnæmast ekki heldur finna stöðugt nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar, og loks er sjöunda venjan að endurnýja sjálfan sig og endurnæra huga og líkama reglulega.“

Boðskapur sem á alls staðar við

Hverju hefur það breytt fyrir þig að tileinka þér efni námskeiðsins?

„Um er að ræða afar einfaldan en mjög áhrifamikinn ramma um hegðun sem skilar árangri. Ég hef unnið með þetta efni með stjórnendateymum í tugum landa í flestum heimsálfum, í einkarekstri og opinberum, í alþjóðlegum stórfyrirtækjum og ungum frumkvöðlafyrirtækjum. Alls staðar á þessi nálgun jafn vel við. Það minnir mig stöðugt á að þó að heimurinn sé flókinn og fólk ólíkt, þá eru grunnþættir sem skila árangri í lífi og starfi afar svipaðir þvert á landamæri, trú, atvinnugreinar, aldur og kyn.“

Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu?

„Að njóta líðandi stundar í faðmi fjölskyldu og góðra vina, að læra stöðugt og miðla, og auðga okkar heim með gleði, virðingu og þakklæti.“

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiskonar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

Í gær, 20:00 Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í gær Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »

8 ráð frá flottasta jóga veraldar

15.9. Sjana er 22 ára stúlka frá Ástralíu sem hefur vakið athygli út um allan heim fyrir að vera jóga-snillingur. Hún er með einstakan líkama og frábært viðhorf. Hér verða skoðuð 8 lífsviðhorf frá henni. Meira »
Meira píla