Mannlega hliðin hið nýja „harða“ í leiðtogaþjálfun

Guðrún Snorradóttir er jákvæður og skemmtilegur leiðtogi sjálf. Hún er ...
Guðrún Snorradóttir er jákvæður og skemmtilegur leiðtogi sjálf. Hún er einn vinsælasti leiðtogamarkþjálfi landsins og hefur komið að mörgum verkefnum í gegnum árin með fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa séð hag sinn í að þjálfa leiðtoga sína í að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins. mbl.is/Valgarður Gíslason

Guðrún Snorradóttir er einn vinsælasti leiðtogamarkþjálfi landsins. Hún hefur komið að mörgum verkefnum í gegnum árin með fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa séð hag sinn í að þjálfa leiðtoga sína í að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins.

Aðspurð hvaða námskeið séu á döfinni í vetur segir Guðrún: „Það eru nokkur ólík stjórnendanámskeið framundan, en eftir langa reynslu í því að vinna með stjórnendum er alltaf kjarninn í námskeiðunum mínum að einblína á að kenna stjórnendum að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins. Þessi nálgun að fókusa á styrkleika í stað þess að byrja á því að fókusera á vandamál, greiðir leið til að byggja upp á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það er mín reynsla að vandamálunum fækkar og vöxtur fyrirtækisins eykst.

Við vinnum svo með stjórnendum og þjálfum þá í að vinna með þessa aðferð með þeirra starfsmönnum t.d. í gegnum styrkleikanálgun, þrautseigjuþjálfun en jafnframt leiðbeina þeim í að taka á sínum stærstu áskorunum. Eftir áratuga reynslu sem stjórnandi og eftir að hafa fylgst með árangri þeirra sem að hafa farið í gegnum þjálfun hjá mér þá er fókus á mannlegu hliðina hið nýja „harða“ í leiðtogaþjálfun,“ segir Guðrún og útskýrir. „Helstu sérfræðingar á þessu sviði eru að gera sér betur og betur grein fyrir að það að fókusa á styrkleika hvers og eins og hvernig þeir nýtast, gerir það að verkum að starfsmaðurinn nýtur sín betur í vinnunni.“

Guðrún segir að þjálfunarröðin standi yfir í 6-9 mánuði, sé sérsniðin að hverju fyrirtæki og meginmarkmiðið sé að stuðla að vexti stjórnandans þar sem þjálfun og reynsla stjórnandans haldist hönd í hönd.“

,,Ég hef verið afskaplega lánsöm og fengið að vinna með ...
,,Ég hef verið afskaplega lánsöm og fengið að vinna með einstaklega skemmtilegum og gefandi hópum bæði innan einka- sem og opinbera geirans. Samkvæmt því mati sem ég hef fengið þá eru stjórnendur upp til hópa afskaplega sáttir og þakklátir fyrir þjálfunina.“ Ljósmynd/Thin kstockphotos

Tilfinningagreind stjórnandans mikilvæg

Guðrún segir að það kunni að hljóma dálítið sérstakt en nýjasta námskeiðalotan fjalli um tilfinningagreind (EO). Það er hvernig stjórnendur geta nýtt sér tilfinningagreind, aukið sjálfsstjórn og hlúð að jákvæðu andrúmslofti innan vinnustaðarins. „Eins og með allt annað þá þurfum við að þjálfa okkur í að vera læs á eigin tilfinningar sem og annarra og stjórnendur sem tekst það vel geta náð mun meiri árangri en þeir sem búa ekki yfir þessari greind.“

Guðrún hefur einnig verið að sérhæfa sig í nýrri nálgun í stefnumótun og framtíðarsýn. „Nálgunin kallast AI (e. appreciative inquiry) eða styrkleika-miðuð stefnumótun. Það er mikið frelsi fólgið í því að beina athyglinni að því sem er öflugt, sterkt og heilbrigt innan fyrirtækisins og í kjölfarið byggja trausta innviði út frá þeirri hugmyndafræði. Þetta er ein besta leið sem ég hef fundið til að auka eignarhald allra starfsmanna í lausnarmiðuðum anda.“

Hvernig vinnur þú með einstaklingum?

„Ég vinn með einstaklingum í gegnum stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) og ráðgjöf. Stjórnendamarkþjálfun leiðir til nýrra lausna, eykur skilvirkni og hjálpar við að skýra framtíðarsýn. Einnig sýna rannsóknir fram á það að markþjálfun er ein besta leiðin til að festa nýja kunnáttu í sessi og er því kærkomin viðbót við þjálfunina. Mínir viðskiptavinir koma oftast til mín í gegnum fyrirtæki sem ég starfa með hverju sinni. Á meðan á þjálfun stendur koma ítrekað upp einhver sérstök viðfangsefni sem stjórnendur vilja fá meiri stuðning með og leita þá til mín.“

Hvaða viðfangsefni vinnur þú með?

„Þau eru eins misjöfn og þeir sem leita til mín. En endurtekin viðfangsefni stjórnandans eru t.d. forgangsröðun og framtíðarsýn, áskoranir í starfsmannamálum og leiðbeinandi hlutverk stjórnandans. Leitin að jafnvægi á milli starfs og einkalífs. Að takast á við breytingarferli og auka þrautseigju. Nýting styrkleika innan vinnustaðarins.“

Njóta nýrrar færni

Hvaða aðferðum beitir þú?

„Ég legg mikla áherslu á hagnýtingu, að stjórnendur fái tækifæri til að koma með raunveruleg dæmi úr sínu starfi og styðja þannig við vöxt hver annars. Mínar kennsluaðferðirnar eru í formi styttri fyrirlestra, hópmarkþjálfunar, samtala og hagnýtra verkefna. Á milli þjálfunarlotna fá stjórnendur verkefni til að leysa og hafa því endurtekin tækifæri til að þróa nýja færni í eigin nærumhverfi.“

Hvernig stjórnendur sækja námskeiðin hjá þér?

,,Ég hef verið afskaplega lánsöm og fengið að vinna með einstaklega skemmtilegum og gefandi hópum bæði innan einka- sem og opinbera geirans. Samkvæmt því mati sem ég hef fengið þá eru stjórnendur upp til hópa afskaplega sáttir og þakklátir fyrir þjálfunina. Stjórnendur hafa verið ósparir á að deila með mér þeim árangri sem þjálfunin hefur veitt þeim í starfi. Vænst þykir mér alltaf að heyra þegar stjórnendur og starfsmenn þeirra ná miklum árangri með breyttum áherslum sem ég kenni.“

Guðrún hefur það orð á sér að hafa hæfileika til að lesa í hópinn og aðlaga kennsluefnið sitt. Það sem skiptir hana sjálfa mestu máli er að sjá jákvæðar breytingar á fólkinu sem hún vinnur með. „Það eru mín stærstu verðlaun sem markþjálfi. Það getur verið allt frá því komast upp úr gömlu hjólfari í hegðun, ná í hugrekkið til að gera það sem viðkomandi langar raunverulega til að gera með líf sitt, aukið sjálfstraust og sjálfsagi, skýrari framtíðarsýn, aukin afköst og vellíðan í starfi,“ segir hún.

Fólkið skiptir máli

Hvað breytti þínu lífi?

„Þegar ég skildi til fulls hversu miklu máli fólk skiptir í raun og veru þegar kemur að hamingju okkar og farsæld. Fyrir mörgum árum heyrði ég setninguna: Líttu á fólk sem burðarstoðirnar í þínu lífi. Þessi litla setning hefur verið eitt af mínum fylgistefum í lífinu og er í samhljómi við mínar áherslur sem þjálfari.“

Hvað er gott líf að þínu mati? „Gott líf fyrir mér er innihaldsríkt, með djúpum tilgangi, sterku gildismati og dass af ævintýri. Að eiga gott líf er fyrst og fremst að vera umvafin góðu fólki sem hefur áhuga á að upplifa lífið með manni.“

Þegar Guðrún er spurð um hvað stjórnendur ættu að hafa efst í huga að hennar mati inn í haustið segir hún: „Að setja lífið í rútínu og setja sjálfan sig í forgang. Að festa tíma í dagbókinni til að hreyfa sig og hlúa að sér. Finna út hvernig þeir ætla að næra sig í haust, hvað þá langar að skoða nánar eða læra meira um, eða dvelja oftar í. Að þeir finni tíma í dagbókinni fyrir slíkt. Mikilvægt er að stjórnendur heyri í fólkinu sínu eftir sumarið, setjist niður með því, drekki kaffi með því og séu sýnilegir. Að skapa yfirsýn áður en hjólin fara að snúast er mikilvægt, forgangsraða og stilla upp haustinu.

Mikilvægt er að fresta ekki áskorunum, að tala við starfsmanninn eða taka slaginn, hver sem hann er. Að byrja haustið með hreint borð er mikilvægt.“

Að lokum segir Guðrún: „Að fá að starfa við áhugamálið mitt og ástríðu eru algjör forréttindi. Gjöf sem ég vona að flestir fái að upplifa á lífsleiðinni.“

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetja konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strídd fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

05:30 Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

Í gær, 23:59 Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

Í gær, 21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í gær Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í gær Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í gær Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í gær Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

í gær „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í fyrradag Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í fyrradag Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

20.9. Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »