Mannlega hliðin hið nýja „harða“ í leiðtogaþjálfun

Guðrún Snorradóttir er jákvæður og skemmtilegur leiðtogi sjálf. Hún er …
Guðrún Snorradóttir er jákvæður og skemmtilegur leiðtogi sjálf. Hún er einn vinsælasti leiðtogamarkþjálfi landsins og hefur komið að mörgum verkefnum í gegnum árin með fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa séð hag sinn í að þjálfa leiðtoga sína í að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins. mbl.is/Valgarður Gíslason

Guðrún Snorradóttir er einn vinsælasti leiðtogamarkþjálfi landsins. Hún hefur komið að mörgum verkefnum í gegnum árin með fjölmörgum fyrirtækjum sem hafa séð hag sinn í að þjálfa leiðtoga sína í að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins.

Aðspurð hvaða námskeið séu á döfinni í vetur segir Guðrún: „Það eru nokkur ólík stjórnendanámskeið framundan, en eftir langa reynslu í því að vinna með stjórnendum er alltaf kjarninn í námskeiðunum mínum að einblína á að kenna stjórnendum að vinna með það sem er sterkt í starfsemi fyrirtækisins. Þessi nálgun að fókusa á styrkleika í stað þess að byrja á því að fókusera á vandamál, greiðir leið til að byggja upp á jákvæðan og uppbyggilegan hátt. Það er mín reynsla að vandamálunum fækkar og vöxtur fyrirtækisins eykst.

Við vinnum svo með stjórnendum og þjálfum þá í að vinna með þessa aðferð með þeirra starfsmönnum t.d. í gegnum styrkleikanálgun, þrautseigjuþjálfun en jafnframt leiðbeina þeim í að taka á sínum stærstu áskorunum. Eftir áratuga reynslu sem stjórnandi og eftir að hafa fylgst með árangri þeirra sem að hafa farið í gegnum þjálfun hjá mér þá er fókus á mannlegu hliðina hið nýja „harða“ í leiðtogaþjálfun,“ segir Guðrún og útskýrir. „Helstu sérfræðingar á þessu sviði eru að gera sér betur og betur grein fyrir að það að fókusa á styrkleika hvers og eins og hvernig þeir nýtast, gerir það að verkum að starfsmaðurinn nýtur sín betur í vinnunni.“

Guðrún segir að þjálfunarröðin standi yfir í 6-9 mánuði, sé sérsniðin að hverju fyrirtæki og meginmarkmiðið sé að stuðla að vexti stjórnandans þar sem þjálfun og reynsla stjórnandans haldist hönd í hönd.“

,,Ég hef verið afskaplega lánsöm og fengið að vinna með …
,,Ég hef verið afskaplega lánsöm og fengið að vinna með einstaklega skemmtilegum og gefandi hópum bæði innan einka- sem og opinbera geirans. Samkvæmt því mati sem ég hef fengið þá eru stjórnendur upp til hópa afskaplega sáttir og þakklátir fyrir þjálfunina.“ Ljósmynd/Thin kstockphotos

Tilfinningagreind stjórnandans mikilvæg

Guðrún segir að það kunni að hljóma dálítið sérstakt en nýjasta námskeiðalotan fjalli um tilfinningagreind (EO). Það er hvernig stjórnendur geta nýtt sér tilfinningagreind, aukið sjálfsstjórn og hlúð að jákvæðu andrúmslofti innan vinnustaðarins. „Eins og með allt annað þá þurfum við að þjálfa okkur í að vera læs á eigin tilfinningar sem og annarra og stjórnendur sem tekst það vel geta náð mun meiri árangri en þeir sem búa ekki yfir þessari greind.“

Guðrún hefur einnig verið að sérhæfa sig í nýrri nálgun í stefnumótun og framtíðarsýn. „Nálgunin kallast AI (e. appreciative inquiry) eða styrkleika-miðuð stefnumótun. Það er mikið frelsi fólgið í því að beina athyglinni að því sem er öflugt, sterkt og heilbrigt innan fyrirtækisins og í kjölfarið byggja trausta innviði út frá þeirri hugmyndafræði. Þetta er ein besta leið sem ég hef fundið til að auka eignarhald allra starfsmanna í lausnarmiðuðum anda.“

Hvernig vinnur þú með einstaklingum?

„Ég vinn með einstaklingum í gegnum stjórnendamarkþjálfun (e. executive coaching) og ráðgjöf. Stjórnendamarkþjálfun leiðir til nýrra lausna, eykur skilvirkni og hjálpar við að skýra framtíðarsýn. Einnig sýna rannsóknir fram á það að markþjálfun er ein besta leiðin til að festa nýja kunnáttu í sessi og er því kærkomin viðbót við þjálfunina. Mínir viðskiptavinir koma oftast til mín í gegnum fyrirtæki sem ég starfa með hverju sinni. Á meðan á þjálfun stendur koma ítrekað upp einhver sérstök viðfangsefni sem stjórnendur vilja fá meiri stuðning með og leita þá til mín.“

Hvaða viðfangsefni vinnur þú með?

„Þau eru eins misjöfn og þeir sem leita til mín. En endurtekin viðfangsefni stjórnandans eru t.d. forgangsröðun og framtíðarsýn, áskoranir í starfsmannamálum og leiðbeinandi hlutverk stjórnandans. Leitin að jafnvægi á milli starfs og einkalífs. Að takast á við breytingarferli og auka þrautseigju. Nýting styrkleika innan vinnustaðarins.“

Njóta nýrrar færni

Hvaða aðferðum beitir þú?

„Ég legg mikla áherslu á hagnýtingu, að stjórnendur fái tækifæri til að koma með raunveruleg dæmi úr sínu starfi og styðja þannig við vöxt hver annars. Mínar kennsluaðferðirnar eru í formi styttri fyrirlestra, hópmarkþjálfunar, samtala og hagnýtra verkefna. Á milli þjálfunarlotna fá stjórnendur verkefni til að leysa og hafa því endurtekin tækifæri til að þróa nýja færni í eigin nærumhverfi.“

Hvernig stjórnendur sækja námskeiðin hjá þér?

,,Ég hef verið afskaplega lánsöm og fengið að vinna með einstaklega skemmtilegum og gefandi hópum bæði innan einka- sem og opinbera geirans. Samkvæmt því mati sem ég hef fengið þá eru stjórnendur upp til hópa afskaplega sáttir og þakklátir fyrir þjálfunina. Stjórnendur hafa verið ósparir á að deila með mér þeim árangri sem þjálfunin hefur veitt þeim í starfi. Vænst þykir mér alltaf að heyra þegar stjórnendur og starfsmenn þeirra ná miklum árangri með breyttum áherslum sem ég kenni.“

Guðrún hefur það orð á sér að hafa hæfileika til að lesa í hópinn og aðlaga kennsluefnið sitt. Það sem skiptir hana sjálfa mestu máli er að sjá jákvæðar breytingar á fólkinu sem hún vinnur með. „Það eru mín stærstu verðlaun sem markþjálfi. Það getur verið allt frá því komast upp úr gömlu hjólfari í hegðun, ná í hugrekkið til að gera það sem viðkomandi langar raunverulega til að gera með líf sitt, aukið sjálfstraust og sjálfsagi, skýrari framtíðarsýn, aukin afköst og vellíðan í starfi,“ segir hún.

Fólkið skiptir máli

Hvað breytti þínu lífi?

„Þegar ég skildi til fulls hversu miklu máli fólk skiptir í raun og veru þegar kemur að hamingju okkar og farsæld. Fyrir mörgum árum heyrði ég setninguna: Líttu á fólk sem burðarstoðirnar í þínu lífi. Þessi litla setning hefur verið eitt af mínum fylgistefum í lífinu og er í samhljómi við mínar áherslur sem þjálfari.“

Hvað er gott líf að þínu mati? „Gott líf fyrir mér er innihaldsríkt, með djúpum tilgangi, sterku gildismati og dass af ævintýri. Að eiga gott líf er fyrst og fremst að vera umvafin góðu fólki sem hefur áhuga á að upplifa lífið með manni.“

Þegar Guðrún er spurð um hvað stjórnendur ættu að hafa efst í huga að hennar mati inn í haustið segir hún: „Að setja lífið í rútínu og setja sjálfan sig í forgang. Að festa tíma í dagbókinni til að hreyfa sig og hlúa að sér. Finna út hvernig þeir ætla að næra sig í haust, hvað þá langar að skoða nánar eða læra meira um, eða dvelja oftar í. Að þeir finni tíma í dagbókinni fyrir slíkt. Mikilvægt er að stjórnendur heyri í fólkinu sínu eftir sumarið, setjist niður með því, drekki kaffi með því og séu sýnilegir. Að skapa yfirsýn áður en hjólin fara að snúast er mikilvægt, forgangsraða og stilla upp haustinu.

Mikilvægt er að fresta ekki áskorunum, að tala við starfsmanninn eða taka slaginn, hver sem hann er. Að byrja haustið með hreint borð er mikilvægt.“

Að lokum segir Guðrún: „Að fá að starfa við áhugamálið mitt og ástríðu eru algjör forréttindi. Gjöf sem ég vona að flestir fái að upplifa á lífsleiðinni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál