Langar þig að búa til þín eigin húsgögn?

Á námskeiðinu Húsgagnasmíði 1 læra nemendur að nota handverkfæri við …
Á námskeiðinu Húsgagnasmíði 1 læra nemendur að nota handverkfæri við fínsmíði á ýmsum hlutum, s.s. húsgögnum og nytjahlutum. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Ertu skapandi og handlagin/n og langar að vaxa á því sviðinu? Langar þig að geta framkvæmt hugmyndir þínar og verið sjálfbær? Ef svo er þá eru námskeiðin hjá Handverksskólanum eitthvað fyrir þig. Þar getur þú til dæmis lært húsgagnasmíði, silfursmíði og að búa til glerlistaverk svo eitthvað sé nefnt.

Á námskeiðinu Húsgagnasmíði 1 læra nemendur að nota handverkfæri við fínsmíði á ýmsum hlutum, s.s. húsgögnum og nytjahlutum.

Frá grunni læra þátttakendur að smíða verkfærakistu (eða annan kassa með haldi) úr efniviði sem hefur þegar verið sniðinn til.

Kúnstin er að læra að mæla, saga og hefla með ýmsum verkfærum sem henta hverju sinni og setja saman vandaðan kassa.

Samsetning byggi á geirneglingu en ekkert lím er notað við samsetningu verkefnisins né skrúfur eða naglar.

Mjög skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama því þeir kynnast mörgum hliðum á smíði með fjölbreyttum vönduðum handverkfærum í góðu umhverfi.

Kennarinn kryddar mjög efnið með þekkingu sinni og fjölda þátttakenda er stillt í hóf og hver hefur sína vinnuaðstöðu/hefilbekk fyrir sig allan tímann.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Guðmundur „Muggi“ Stefánsson. Námskeiðið stendur yfir í fjögur kvöld í fjóra klukkutíma í senn. Nánari upplýsingar á www.handverkshusid.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál