Hjálpa nemendum að ná lengra

Iðunn Antonsdóttir er forstöðumaður Námsflokka.
Iðunn Antonsdóttir er forstöðumaður Námsflokka. mbl/Arnþór Birkisson

Námsflokkar Reykjavíkur sem eru elsta fullorðinsfræðslustofnun landsins, hófu starfsemi í febrúar árið 1939 og verða því 80 ára á næsta ári. Frá upphafi hefur starfsemin þróast í takt við þarfir samfélagsins og segir Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur, áhugavert að sjá hve framsýnn hópur fólks setti stofnunina á laggirna.

„Strax í upphafi er mörkuð sú stefna að gera samfélaginu gagn og fylla upp í skörð í framboði menntunar,“ segir hún. „Framan af fólst starfið einkum í að hjálpa fólki með stutta skólagöngu að auka menntun sína, en kennslan hefur þróast í sífellu í takt við óskir almennings hverju sinni um fræðslu á ólíkum sviðum.“

Námsflokkar Reykjavíkur hafa líka frá upphafi státað af einvalaliði kennara og ráðgjafa sem leggja allan sinn metnað í að liðsinna nemendum. „Gaman að segja frá því að á meðal þeirra fjölmörgu kennara sem unnið hafa hjá okkur eru tveir forsetar lýðveldisins, þau Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn,“ upplýsir Iðunn.

Virkja og efla

Í dag er aðalhlutverk Námsflokkanna að styðja við fólk sem þarf hvatningu til að koma aftur undir sig fótunum og þannig bæta eigin lífsgæði. „Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að eiga lögheimili í Reykjavík, vera á endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun Íslands og hafa notið fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg. Við leggjum okkur fram við að mæta nemendum á þeirra forsendum og gera þá færari í að takast á við vinnu og nám og verða virkari sem samfélagsþegnar.“

Námið er kynjaskipt; annars vegar er Kvennasmiðja og hins vegar Karlasmiðja. Kennt er í 10-15 manna hópum, 4-5 sinnum í viku og varir námið frá 9 upp í 18 mánuði. „Við bjóðum fram ýmsar hefðbundnar námsgreinar en kennum þær á sumpart óhefðbundinn hátt og t.d. eru enska og íslenska kenndar saman og þá í gegnum Njálu og Eglu. Verklegt og listrænt nám er líka veigamikill þáttur í Kvenna- og Karlasmiðju og geta nemendur t.d. lagt stund á grafíska hönnun, saum, silfursmíði, útskurð og stuttmyndagerð.“

Bakhjarlar unga fólksins

Hjá Námsflokkum Reykjavíkur er líka rekið öflugt starf til stuðnings 16-20 ára ungmennum sem þurfa leiðsögn og hvatningu. Er um að ræða verkefni sem unnið er í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Við erum með námsleiðina Námskraft sem stendur þeim til boða sem hafa hætt í skóla eða ekki byrjað nám á framhaldsskólastigi,“ segir Iðunnn. „Nemendurnir fá mikla ráðgjöf og hverjum hópi fylgir sérstakur hópsstjóri sem er náms- og starfsráðgjafi.“

Í Námskrafti læra nemendur heimspeki, stærðfræði, listrænar og verklegar greinar og segir Iðunn að það sé engin tilviljun að þessi fög hafi orðið fyrir valinu: „Mikil breidd er í hverju námskeiði og leitum við að styrkleikum hvers og eins. Þegar nemandinn hefur fundið það sem hann er góður í og hefur gaman af þá veitir það honum vonandi hvatann til að takast á við hin fögin og njóta sín í náminu.“

Ungu fólki stendur líka til boða að taka þátt í námsleiðinni Starfskraftur. „Um er að ræða bókalausan áfanga sem er ætlaður ungmennum sem hafa ekki áhuga á bóknámi en þurfa engu að síður að efla sig til að standa betur að vígi á vinnumarkaði og verða góðir starfskraftar,“ segir Iðunn. „Í þessu námi leggjum við áherslu á sjálfseflingu í víðum skilningi og leitum að styrkleikum nemendanna. Þátttakendur fara síðan í starfsþjálfun, t.d. við afgreiðslustörf, á leikskólum, hjá garðyrkjustöðvum eða hjá fyrirtækjum borgarinnar en halda áfram að vera hjá okkur tvisvar í viku.“

Iðunn segir að stundum kvikni áhugi hjá ungmennunum að setjast aftur á skólabekk og er þá tíminn hjá Námsflokkum Reykjavíkur búinn að veita þeim ágætan undirbúning: „Þau ljúka t.d. námi í skyndihjálp sem veitir þeim eina framhaldsskólaeiningu og getur það verkað hvetjandi. Nemendum sem lokið hafa Starfskrafti er velkomið að færa sig yfir á Námskraft á næstu önn og geta þannig búið sig enn betur undir að halda áfram námi.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Katrín Olga geislaði í gulri dragt

11:13 Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs var eins og vorboðinn ljúfi í gulri dragt þegar Viðskiparáð hélt Viðskiptaþing á dögunum. Meira »

Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

10:15 Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Meira »

Svona býr Höskuldur bankastjóri Arion

05:00 Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri Arion banka býr við Skildinganes í Reykjavík. Fasteignamat hússins er 105.650.000 kr.  Meira »

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

Í gær, 13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

í gær Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

í gær Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

19.2. Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

19.2. Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

19.2. Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »