Hjálpa nemendum að ná lengra

Iðunn Antonsdóttir er forstöðumaður Námsflokka.
Iðunn Antonsdóttir er forstöðumaður Námsflokka. mbl/Arnþór Birkisson

Námsflokkar Reykjavíkur sem eru elsta fullorðinsfræðslustofnun landsins, hófu starfsemi í febrúar árið 1939 og verða því 80 ára á næsta ári. Frá upphafi hefur starfsemin þróast í takt við þarfir samfélagsins og segir Iðunn Antonsdóttir, forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur, áhugavert að sjá hve framsýnn hópur fólks setti stofnunina á laggirna.

„Strax í upphafi er mörkuð sú stefna að gera samfélaginu gagn og fylla upp í skörð í framboði menntunar,“ segir hún. „Framan af fólst starfið einkum í að hjálpa fólki með stutta skólagöngu að auka menntun sína, en kennslan hefur þróast í sífellu í takt við óskir almennings hverju sinni um fræðslu á ólíkum sviðum.“

Námsflokkar Reykjavíkur hafa líka frá upphafi státað af einvalaliði kennara og ráðgjafa sem leggja allan sinn metnað í að liðsinna nemendum. „Gaman að segja frá því að á meðal þeirra fjölmörgu kennara sem unnið hafa hjá okkur eru tveir forsetar lýðveldisins, þau Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn,“ upplýsir Iðunn.

Virkja og efla

Í dag er aðalhlutverk Námsflokkanna að styðja við fólk sem þarf hvatningu til að koma aftur undir sig fótunum og þannig bæta eigin lífsgæði. „Þessir nemendur eiga það sameiginlegt að eiga lögheimili í Reykjavík, vera á endurhæfingarlífeyri hjá Tryggingastofnun Íslands og hafa notið fjárhagsaðstoðar frá Reykjavíkurborg. Við leggjum okkur fram við að mæta nemendum á þeirra forsendum og gera þá færari í að takast á við vinnu og nám og verða virkari sem samfélagsþegnar.“

Námið er kynjaskipt; annars vegar er Kvennasmiðja og hins vegar Karlasmiðja. Kennt er í 10-15 manna hópum, 4-5 sinnum í viku og varir námið frá 9 upp í 18 mánuði. „Við bjóðum fram ýmsar hefðbundnar námsgreinar en kennum þær á sumpart óhefðbundinn hátt og t.d. eru enska og íslenska kenndar saman og þá í gegnum Njálu og Eglu. Verklegt og listrænt nám er líka veigamikill þáttur í Kvenna- og Karlasmiðju og geta nemendur t.d. lagt stund á grafíska hönnun, saum, silfursmíði, útskurð og stuttmyndagerð.“

Bakhjarlar unga fólksins

Hjá Námsflokkum Reykjavíkur er líka rekið öflugt starf til stuðnings 16-20 ára ungmennum sem þurfa leiðsögn og hvatningu. Er um að ræða verkefni sem unnið er í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Fjölbrautaskólann við Ármúla. „Við erum með námsleiðina Námskraft sem stendur þeim til boða sem hafa hætt í skóla eða ekki byrjað nám á framhaldsskólastigi,“ segir Iðunnn. „Nemendurnir fá mikla ráðgjöf og hverjum hópi fylgir sérstakur hópsstjóri sem er náms- og starfsráðgjafi.“

Í Námskrafti læra nemendur heimspeki, stærðfræði, listrænar og verklegar greinar og segir Iðunn að það sé engin tilviljun að þessi fög hafi orðið fyrir valinu: „Mikil breidd er í hverju námskeiði og leitum við að styrkleikum hvers og eins. Þegar nemandinn hefur fundið það sem hann er góður í og hefur gaman af þá veitir það honum vonandi hvatann til að takast á við hin fögin og njóta sín í náminu.“

Ungu fólki stendur líka til boða að taka þátt í námsleiðinni Starfskraftur. „Um er að ræða bókalausan áfanga sem er ætlaður ungmennum sem hafa ekki áhuga á bóknámi en þurfa engu að síður að efla sig til að standa betur að vígi á vinnumarkaði og verða góðir starfskraftar,“ segir Iðunn. „Í þessu námi leggjum við áherslu á sjálfseflingu í víðum skilningi og leitum að styrkleikum nemendanna. Þátttakendur fara síðan í starfsþjálfun, t.d. við afgreiðslustörf, á leikskólum, hjá garðyrkjustöðvum eða hjá fyrirtækjum borgarinnar en halda áfram að vera hjá okkur tvisvar í viku.“

Iðunn segir að stundum kvikni áhugi hjá ungmennunum að setjast aftur á skólabekk og er þá tíminn hjá Námsflokkum Reykjavíkur búinn að veita þeim ágætan undirbúning: „Þau ljúka t.d. námi í skyndihjálp sem veitir þeim eina framhaldsskólaeiningu og getur það verkað hvetjandi. Nemendum sem lokið hafa Starfskrafti er velkomið að færa sig yfir á Námskraft á næstu önn og geta þannig búið sig enn betur undir að halda áfram námi.“

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

14:29 Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

12:38 Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

10:00 „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

05:30 Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

Í gær, 23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

Í gær, 20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

í gær Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

í gær Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

í gær Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

í gær Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

í gær Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í fyrradag Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

14.11. „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

14.11. Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

14.11. „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

14.11. „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

14.11. Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

13.11. Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »