Allir geta lært nýja hluti

Erla Aradóttir er kennari af líf og sál. Hún segir ...
Erla Aradóttir er kennari af líf og sál. Hún segir að allir geti lært tungumál á sínum hraða. Ljósmynd/Aðsend

Erla Ara, eins og hún er vanalega kölluð, er með framhaldsskólaréttindi sem enskukennari og er með meistaragráðu í enskukennslu fyrir útlendinga frá The University of East Anglia. Hún hefur kennt ensku í grunnskóla, framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu.

„Við bjóðum upp á níu vikna námskeið í Hafnarfirði. Þau eru fyrir 35 ára og eldri og hefjast í september ár hvert og síðan aftur í janúar. Í boði eru 10 getustig, frá byrjendum upp í framhaldshópa, og er lögð áhersla á tal í öllum hópum. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa lesskilning og fylgir hljóðdiskur öllu lesefni.

Á sumrin stendur nemendum til boða að fara í námsferð til Englands. Nemendur stunda þá enskunám í tvær vikur í Kent School of English auk þess sem þeir njóta þess að kynnast enskri menningu. Boðið er upp á dagsferðir til Cambridge og Canterbury og einnig er enska sveitin heimsótt sem rómuð er fyrir sín fallegu sveitaþorp og kastala,“ segir hún. „Við förum einnig í göngutúra meðfram fallegri klettaströndinni, kíkjum við á krám og kaffihúsum þar sem við gæðum okkur á English Cream Tea.“

Að heimsækja ensku sveitina er mögnuð upplifun. Þannig getur tungumálanámið ...
Að heimsækja ensku sveitina er mögnuð upplifun. Þannig getur tungumálanámið verið lifandi og skemmtilegt. Ljósmynd/Aðsend

Þess fyrir utan eru námsferðir fyrir 13-16 ára og í því tilfelli er um að ræða unglinga alls staðar að af Íslandi sem halda utan í tveggja vikna námsferð til Broadstairs, þar sem þeir stunda nám í Kent School of English með hóp unglinga sem koma víða að úr Evrópu. „Skólinn hefur staðið fyrir námsferðum nemenda vítt og breitt um England og komið víða við á ferðalögum um landið. Á vegum skólans hafa rúmlega eitt þúsund manns farið til enskunáms í Englandi.“

Kennsla í blóð borin

„Kennsla virðist vera mér í blóð borin því ég hef unnið við kennslu í fjörutíu ár og notið þess að kenna á nær öllum aldursstigum auk þess sem ég hef haft yndi af því að stofna minn eigin skóla. Í skólann sækja tæplega tvöhundruð nemendur á hverri önn, 95% af þeim eru konur, meðalaldur í kringum 50 ára og bakgrunnur þeirra ólíkur. Þau koma úr hinum ýmsu starfsstéttum og hafa allt frá grunnskóla- upp í háskólamenntun að baki. Þau koma flest frá höfuðborgarsvæðinu en þó nokkuð margir koma frá Selfossi, Hveragerði, Akranesi, Suðurnesjum og alltaf einn eða tveir sem koma lengra að eins og til dæmis frá Borgarnesi, Stykkishólmi og Ólafsvík,“ segir Erla. 

Að taka sig ekki of hátíðlega

Erla segir að ekkert gleðji hana meira en að heyra frá nemendum sem oft og tíðum hafa haft löngun lengi til að koma og í skólann.

„Ég legg ríka áherslu á að nemendur séu í hópi við hæfi og reyni að efla sjálfstraust þeirra, að þeim líði vel, taki sig ekki of hátíðlega, sætti sig við að gera mistök og hafi gaman að því að læra. Allir geta lært, bara mishratt,“ segir hún að lokum.

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

Í gær, 21:00 Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

Í gær, 18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

Í gær, 15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

Í gær, 12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

í fyrradag Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í fyrradag Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í fyrradag Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í fyrradag Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

16.10. Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »