Allir geta lært nýja hluti

Erla Aradóttir er kennari af líf og sál. Hún segir ...
Erla Aradóttir er kennari af líf og sál. Hún segir að allir geti lært tungumál á sínum hraða. Ljósmynd/Aðsend

Erla Ara, eins og hún er vanalega kölluð, er með framhaldsskólaréttindi sem enskukennari og er með meistaragráðu í enskukennslu fyrir útlendinga frá The University of East Anglia. Hún hefur kennt ensku í grunnskóla, framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu.

„Við bjóðum upp á níu vikna námskeið í Hafnarfirði. Þau eru fyrir 35 ára og eldri og hefjast í september ár hvert og síðan aftur í janúar. Í boði eru 10 getustig, frá byrjendum upp í framhaldshópa, og er lögð áhersla á tal í öllum hópum. Einnig er lögð áhersla á að þjálfa lesskilning og fylgir hljóðdiskur öllu lesefni.

Á sumrin stendur nemendum til boða að fara í námsferð til Englands. Nemendur stunda þá enskunám í tvær vikur í Kent School of English auk þess sem þeir njóta þess að kynnast enskri menningu. Boðið er upp á dagsferðir til Cambridge og Canterbury og einnig er enska sveitin heimsótt sem rómuð er fyrir sín fallegu sveitaþorp og kastala,“ segir hún. „Við förum einnig í göngutúra meðfram fallegri klettaströndinni, kíkjum við á krám og kaffihúsum þar sem við gæðum okkur á English Cream Tea.“

Að heimsækja ensku sveitina er mögnuð upplifun. Þannig getur tungumálanámið ...
Að heimsækja ensku sveitina er mögnuð upplifun. Þannig getur tungumálanámið verið lifandi og skemmtilegt. Ljósmynd/Aðsend

Þess fyrir utan eru námsferðir fyrir 13-16 ára og í því tilfelli er um að ræða unglinga alls staðar að af Íslandi sem halda utan í tveggja vikna námsferð til Broadstairs, þar sem þeir stunda nám í Kent School of English með hóp unglinga sem koma víða að úr Evrópu. „Skólinn hefur staðið fyrir námsferðum nemenda vítt og breitt um England og komið víða við á ferðalögum um landið. Á vegum skólans hafa rúmlega eitt þúsund manns farið til enskunáms í Englandi.“

Kennsla í blóð borin

„Kennsla virðist vera mér í blóð borin því ég hef unnið við kennslu í fjörutíu ár og notið þess að kenna á nær öllum aldursstigum auk þess sem ég hef haft yndi af því að stofna minn eigin skóla. Í skólann sækja tæplega tvöhundruð nemendur á hverri önn, 95% af þeim eru konur, meðalaldur í kringum 50 ára og bakgrunnur þeirra ólíkur. Þau koma úr hinum ýmsu starfsstéttum og hafa allt frá grunnskóla- upp í háskólamenntun að baki. Þau koma flest frá höfuðborgarsvæðinu en þó nokkuð margir koma frá Selfossi, Hveragerði, Akranesi, Suðurnesjum og alltaf einn eða tveir sem koma lengra að eins og til dæmis frá Borgarnesi, Stykkishólmi og Ólafsvík,“ segir Erla. 

Að taka sig ekki of hátíðlega

Erla segir að ekkert gleðji hana meira en að heyra frá nemendum sem oft og tíðum hafa haft löngun lengi til að koma og í skólann.

„Ég legg ríka áherslu á að nemendur séu í hópi við hæfi og reyni að efla sjálfstraust þeirra, að þeim líði vel, taki sig ekki of hátíðlega, sætti sig við að gera mistök og hafi gaman að því að læra. Allir geta lært, bara mishratt,“ segir hún að lokum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Orðsporið það eina sem þú tekur með þér

05:00 Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, sem fagnaði 90 ára afmæli á dögunum, hefur verið áberandi í FKA síðan félagið var stofnað fyrir 20 árum. Margrét er FKA-viður­kenn­ing­ar­hafi 2019 og segir hún að félagið hafi breytt mjög miklu í íslensku samfélagi og það sé dýrmætt fyrir konur að hafa gott tengslanet. Það þýði ekkert að vera á tossabekk þegar kemur að jafnréttismálum. Meira »

Svona lærir Meghan förðunartrixin

Í gær, 22:30 Meghan hertogaynja er ekkert öðruvísi en hinn venjulegi unglingur í dag og aflar sér þekkingar á Youtube.   Meira »

Aldrei heitari eftir breytt mataræði

Í gær, 18:00 „Á innan við 24 tímum breytti ég mataræði mínu og hef ekki séð eftir því. Þér líður betur, þú lítur betur út,“ sagði Simon Cowell um nýtt mataræði sitt. Meira »

Áfall að koma að unnustanum látnum

Í gær, 13:08 Kristín Sif Björgvinsdóttir boxari og útvarpskona á K100 prýðir forsíðu Vikuna. Í viðtalinu talar hún opinskátt um lát unnusta síns og barnsföður, Brynjars Berg Guðmundssonar, sem framdi sjálfsvíg í október. Hún segir í viðtalinu að hún ætli ekki að láta þessa reynslu buga sig. Meira »

Er eðlilegt að fyrrverandi gangi inn og út?

Í gær, 09:37 „Ég kynntist manni fyrir ári síðan og við stefnum á að fara að búa saman á hans heimili. Er eðlilegt að fyrrverandi konan hans gangi inn og út af heimilinu þeirra gamla þegar við erum ekki heima til að hitta krakkana sem vilja alls ekki fara til hennar?“ Meira »

Fimm skref í átt að einfaldari þvottarútínu!

í gær „Stundum líður mér eins og þvotturinn vaxi í þvottakörfunni.Ég hef oft pirrað mig á þvottinum sem fylgir stóru heimili. Reyndar var ég pirruð yfir þvottinum áður en við eignuðumst svona mörg börn.“ Meira »

Heiðruðu Margréti með stæl

í fyrradag Það var gleði og glaumur í versluninni Pfaff þegar Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækisins og FKA viðurkenningarhafi 2019 tók á móti gestum og fór yfir 90 ára sögu Pfaff. Heimsóknin fór fram 9. apríl en þann dag fyrir 20 árum, eða árið 1999. Margrét er ein af prímusmótorum FKA og hefur alltaf verið hamhleypa til verka. Meira »

Gunnar og Jónína Ben. hvort í sína áttina

í fyrradag Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn eru farin hvort í sína áttina eftir að hafa verið gift í áratug. Meira »

Einhleyp í 16 ár og langar í kærasta

í fyrradag „Ég hef verið mjög lítið á „date“ markaðinum og hef í raun lítið gefið færi á mér. Mín tilfinning hefur verið sú að í þau fáu skipti sem ég hef slegið til og hitt einhvern hafa málin iðulega farið í sama farið. Ég virðist draga að mér menn sem henta ekki mínum persónuleika og eru alls ekki á sama stað og ég í lífinu.“ Meira »

Burðastu með „tilfinningalega“ þyngd

í fyrradag „Algengustu setningarnar sem ég heyri frá konum sem ég hef verið með í heilsumarkþjálfun er: „Mér var sagt að það sé næstum ómögulegt fyrir mig að grennast út af aldrinum, efnaskiptin verða svo hæg.“ „Ég get bara ekki losnað við aukakílóin síðan ég eignaðist börn og það er víst mjög algengt.” Meira »

Tók hús systur sinnar í nefið

23.4. Ofurfyrirsætan Kate Upton ákvað að koma stóru systur sinni á óvart með því að gera upp hús hennar í Flórída ásamt innanhúshönnuði. Meira »

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

22.4. Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

22.4. Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

22.4. Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

22.4. Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

22.4. Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

21.4. Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

21.4. „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

21.4. Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

21.4. Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »