Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

Heiðdís Rós Reynisdóttir er ánægð með lífið í L.A.
Heiðdís Rós Reynisdóttir er ánægð með lífið í L.A.

Heiðdís Rós Reynisdóttir, förðunarfræðingur og áhrifavaldur, hefur búið í Los Angeles í tæp tíu ár. Hún segir borg englanna hafið gefið sér þann styrk sem hún vissi ekki að hún byggi yfir. Heiðdís á stóran aðdáendahóp á samfélagsmiðlum sem henni þykir vænt um og leggur hún sig alla fram til þess að hvetja fólk áfram og elta drauma sína eins og hún hefur gert.

Draumurinn um að búa í Los Angeles kviknaði hjá Heiðdísi sem er þrítug þegar hún var 12 ára og horfði á Beverly Hills 90210 og Melrose Place. Hún segir lífið í L.A. vera búið að vera algjör rússíbani en þó skemmtilegt og efast Heiðdís um að hún flytji aftur til Íslands þar sem Ísland er of lítið fyrir framtíðarplön hennar. Auk þess sem veðrið er svo gott í Kaliforníu.

Lífið í L.A. ekki bara eintóm sæla

„Ég er förðunarfræðingur en einnig sé ég um partý fyrir frægt og ríkt fólk og í kjölfar þess fæ ég að fara á mjög flotta viðburði og ferðast mjög mikið. Ég er líka mjög góð að kynnast rétta fólkinu og að halda góðu og traustu sambandi við það. Einnig tel ég mig vera frumkvöðul en er ég mikil viðskiptamanneskja og finnst gaman að vera minn eigin yfirmaður,“ segir Heiðdís þegar hún er spurð að því hvað hún geri í L.A. Enginn dagur er því eins hjá Heiðdísi og hún segist alltaf vera breyta til svo henni leiðist ekki.

Myndataka sem Heiðdís sá um förðun í.
Myndataka sem Heiðdís sá um förðun í.

Heiðdís segir að sú reynsla sem fylgi því að búa í L.A hafi hjálpað henni að blómstra og breytast í þá sterku, sjálfsöruggu, fallegu konu sem hún er í dag. „Los Angeles hefur gefið mér styrk sem ég vissi ekki að ég hefði, allir halda að L.A. sé bara „glits og glamur“ en það er ekki allt sem sýnist. Þú þarft að vera mjög sterkur einstaklingur til að gleyma ekki hvaðan þú kemur. Eftir að hafa búið hér hef ég sýnt það og sannað að ég get allt sem ætla mér,“ segir Heiðdís um Lífið í L.A.

„Þessi borg hefur sýnt að það eru svo mörg stór tækifæri sem er hægt að nýta sér svo maður geti lifað sýnu draumalífi. En það er ekki auðvelt eins og ég sagði, það þarf sterkan einstakling til að fara ekki út af sporinu og gleyma hvert planið var. Þú þarft að vera þín eigin klappstýra, trúa á sjálfan þig og ekki hlusta á neikvæðni annarra og ef þú gerir það „then sky is the Limit.“

Var lögð í einelti

Þegar Heiðdís byrjaði að snappa fyrir þremur árum var tilgangurinn ekki að verða fræg. „Það bara gerðist og ég áttaði mig ekki á því fyrst. Ég var alltaf með opið Snapchat en ég held að boltinn hafi byrjað að rúlla þegar Trendnet.is setti mig á lista yfir bestu snapparana til fylgjast með. Eftir það stækkaði fylgjendahópurinn minn mjög mikið. Síðan var ég á Miami og nokkrir Íslendingar hlupu upp að mér, þeir sögðu: „Þú ert Heiddis celebrity MUA. Ég vissi ekkert að ég væri fræg á Íslandi.“

„Það kom mér líka á óvart þegar fólk var byrjað að biðja mig um að senda kveðjur í brúðkaup og afmæliskveðjur og núna er brandari á Íslandi að þú eigir ekki afmæli nema að fá afmæliskveðju frá mér á mínu story,“ segir Heiðdís en bendir á að það sé ekki bara Íslendingar sem fylgi henni. Fólk á öllum aldri frá til dæmis Dubai, Palestínu, Kólumbíu, Mexíkó og Evrópu fylgir henni á samfélagsmiðlum og fær hún oft skemmtilegar athugasemdir og skilaboð frá frá aðdáendum og þykir henni vænt um það. 

Heiðdís talar mikið um að elska sjálfa sig en hún hefur sjálf þurft að kenna á því. „Þegar ég var í grunnskóla var ég lögð í mikið einelti og hafði þar með ekkert sjálfsöryggi og virðingu gagnvart sjálfri mér. Ég hef alltaf verið öðruvísi hvað varðar hvernig ég klæði mig, akta og hugsa. Ég var alltaf að reyna að vera eins og allir hinir þegar ég fattaði að ég átti standa út. Ég hef gengið í gegnum ýmsa hluti á mínum þrjátíu árum og ætli það hafi ekki styrkt mig og leyft mér að takast á við hluti á annan hátt en fólk gerir. Ég er búin að vinna mjög mikið í sjálfi mér og byggja upp það sjálfsöryggi sem ég hef í dag og það er mjög mikilvægt að elska sjálfan sig því hvernig eiga aðrir að elska þig ef þú gerir það ekki sjálf. Þegar fólk er sjálfsöruggt þá eru allir vegir færir, ég veit það út af eigin reynslu. Ég er mjög stolt af þeirri konu sem ég er í dag og það getur enginn tekið það frá mér.“

Stefnir hátt

Heiðdís er engan veginn komin á endastöð þrátt fyrir að líða vel í L.A og vera vinsæl á samfélagsmiðlum. Hún segist ætla halda áfram að vinna í sjálfri sér, vera fyrirmynd fyrir fylgjendur sína á samfélagsmiðlum, hvetja fólk til þess að halda áfram og elta drauma sína. Hún stefnir líka á heimsfrægð og langar til þess að halda fyrirlestra, kenna förðun og vera með förðunarlínu, halda sjálfsöryggisnámskeið og komast á Forbes-lista. Heiðdís stefnir líka á frama í kvikmyndaiðnaðinum auk velgengni í einkalífi. 

Heiðdís sá um förðunina á þessari forsíðu.
Heiðdís sá um förðunina á þessari forsíðu.

„Allur árangur byrjar á draumi, svo er að taka drauminn og gera hann að hugmynd og svo er að ímynda sér lífstílinn og gera hann að veruleika. Ég vil bara minna alla á að allt er mögulegt. Ef þú átt þér drauma og langar að láta þá rætast til að ná árangri er lykillinn að vinna í því markvisst. Hugsa um það alla daga og ímynda sér að það sé búið að gerast og setja sér plön til að ná markmiði sínu. Það er sem ég hef gert og allir sögðu að ég gæti ekki hlutina og rökkuðu mig niður en ég hef sko sýnt þeim í verki að stoppar mig enginn,“ segir Heiðdís að lokum.

Snapchat :Hrosmakeup

Youtube:Hrosmakeup mbl.is