20 ára og ætlar að baka andstæðingana

Þórey Sigurmundsdóttir.
Þórey Sigurmundsdóttir.

Þórey Sigurmundsdóttir er tvítug og tekur þátt í keppni bakara á Euroskills-keppninni í iðngreinum sem haldin er í Búdapest. Keppnin hófst í dag og Þórey mun keppa við fjölda bakara frá ýmsum Evrópulöndum á næstu þremur dögum.

„Þetta verður spennandi. Norðurlöndin, utan Noregs, eru með og auk þess keppa bakarar frá Austurríki, Spáni, Kasakstan og Rússlandi. Þetta verður hörkukeppni og ég ætla ekkert að gefa eftir. Ég er búin að æfa vel síðustu 3-4 mánuði. Ég hef keppt með íslenska bakaralandsliðinu og er komin með ágæta reynslu af keppnum. Þá keppti ég einnig á Íslandsmóti iðngreina í bakstri,“ segir hún. 

Keppnin fer þannig fram að bakararnir eiga að búa til croisant, fléttubrauð, smábrauð, venjulegt brauð, brioche-stykki, skrautstykki og vínarbrauð. Þá eiga bakaranir að stilla upp borði með öllum sínum vörum.

„Ég er vel undirbúin og búin að taka rennsli tvisvar sinnum að baka allt þetta. Það er dæmt meðal annars út frá útliti og bragði og svo spila fleiri þættir inn sem dómarar ákveða,“ segir hún. 

Þórey lauk sveinsprófinu í maí og starfar sem bakari í Sandholtsbakarí á Laugavegi.

„Mér líkar mjög vel þar og er eins og heima hjá mér,“ segir hún og bætir við:

„Ég hafði snemma mikinn áhuga á að vinna eitthvað með höndunum. Ég tók ákvörðun 10 ára gömul að verða bakari. Ég stefndi á unglingsárunum á bakaranámið og eftir að ég var komin í skólann stefndi ég á að komast á samning og klára námið. Þetta tókst allt saman eftir mikla vinnu en góða og mikla lífsreynslu.“

Hvað finnst Þóreyju skemmtilegast að baka?

„Mér finnst skemmtilegast að gera vínarbrauð. Þessi rúlluðu deig eru skemmtileg að baka.“

Þórey Sigurmundsdóttir ætlar ekki að baka vandræði í Búdapest.
Þórey Sigurmundsdóttir ætlar ekki að baka vandræði í Búdapest.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál