Hver ber ábyrgð ef rör fer í sundur?

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður svarar spurningum lesenda um lögfræði. Hér fær hún spurningu frá konu sem spyr um ábyrgð þegar stofnlögn hitaveitu fer í sundur. 

Sæl,

Þegar stofnlögn hjá hitaveitu fer í sundur og heitt vatn fer niður í sökkul og skemmir veggi og golfveggi ber hitaveita eða eigandi skaða af?

Kv, G

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

 

Sæl G,

ef stofnlögn hitaveitu fer í sundur og af verður tjón myndi ég telja líklegast að hitaveitan beri skaðabótaábyrgð, svo lengi sem tjónið verður vegna stofnlagnar úti í götu. Hitaveitan er eigandi stofnlagnarinnar og ber ábyrgð á viðhaldi hennar og hefur jafnframt eftirlitsskyldu með henni. Frá tengingu við inntaksgrind ber fasteignaeigandi ábyrgð á lögninni.

Sú skylda hvílir alltaf á tjónþola að takmarka tjón sitt sem mest hann má. Það felur m.a. í sér að bregðast við um leið og þú verður tjónsins vör og koma í veg fyrir frekara tjón á fasteigninni með öllum þeim leiðum sem þér eru færar. Fasteignaeigendur hafa verið dæmdir til að bera hluta tjóns síns sjálfir vegna sambærilegra atvika og þú lýsir, hafi þeir ekki gert ráðstafanir til að takmarka tjón sitt.

Mig vantar frekari forsendur til að geta tekið afstöðu en ef orsök tjónsins má rekja til skemmdrar stofnlagnar sem er fyrir utan fasteignina myndi ég byrja á að kanna vilja hitaveitunnar til að fallast á bótaskyldu.

Kveðja, 

Heiðrún Björk Gíslasdóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál