Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching svarar spurningum lesenda. Hér fær hún spurningu frá einhverjum sem íhugar að fara út í rekstur.

Sæl Edda.

Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra. Ég tel að við séum með alla burði í að stofna fyrirtæki, við erum með fjármagn, reynslu, þekkingu, tengslanet og fyrst og fremst traust til hvor annars. Núna er þetta bara spurning um að hrökkva eða stökkva og mig vantar bæði að láta ýta mér fram af brúninni og sömuleiðis mýkja lendinguna ef svo má að orði komast.
Ert þú með einhverjar ráðleggingar tengdar svona fyrstu skrefum á að stofna fyrirtæki?

Kveðja, BA

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sæll BA og takk fyrir spurninguna og traustið.

Mér þykir mjög vænt um að fá tækifæri til að svara þessarri spurningu, þar sem ég hef brennandi áhuga á nýsköpun og ábyrgum rekstri.

Ég vil byrja á að óska þér til hamingju með að standa á þessum merku tímamótum. Það er stórt skref að útskrifast úr háskóla og magnað að vera kominn með viðskiptahugmynd í kaupbæti, ef svo má að orði komast.

Þú getur nálgast allar praktískar upplýsingar um stofnun fyrirtækja á vefsíðu ríkisskattstjóra auk þess sem frumkvöðlasetur og bankastofnanir hafa tekið saman aðgengilegar upplýsingar um mismunandi rekstrarform og annað slíkt. Ég efast reyndar ekki um að þú hefur þegar kynnt þér þetta allt saman á netinu.  

Ég ætla að nálgast svarið mitt frá sjónarhóli ábyrgrar stjórnunar og ræða það sem sjaldan er minnst á í bókum um rekstur og stjórnun.  

Ábyrg samskipti

Það sem ég mundi beina sjónum að, áður en fyrstu skrefin eru tekin, er samstarfssamningur milli þín og viðskiptafélaga þíns. Þú minnist á að þið berið traust hvor til annars og það er afar mikilvægt. Ábyrg samskipti eru grunnforsenda góðs samstarfs og þó svo að þetta sé ef til vill alkunna, er það oft hægara sagt en gert að framfylgja slíkum samskiptum þegar á hólminn er komið. Þessvegna er mikilvægt að hafa skriflegan samning til grundvallar, þar sem kveðið er á um hvernig samstarfinu skuli háttað, hvaða væntingar þið hafið hvor til annars og hvert ábyrgðarsvið ykkar á að vera.

Ég myndi einnig ræða fjármálahliðina mjög gaumgæfilega í þessu samhengi. Ætlar annar ykkar að vera framkvæmdastjóri fyrirtækisins? Því fylgja ákveðnar lagalegar skyldur. Hvaða væntingar hafið þið til rekstrarins? Þið hafið væntanlega gert bæði viðskipta- og rekstraráætlun, þar sem þú minnist á að þið séuð þegar komnir með fjármagn.

Einnig er gott að hafa ákvæði sem kveður á um að samningurinn skuli endurskoðaður með reglulegu millibili (til dæmis árlega).

Til þess að geta skrifað svona samning þurfið þið að eiga opið og heiðarlegt samtal sem getur orðið frábær grunnur að góðum samskiptum til framtíðar. Athugaðu að þetta er gott að gera þrátt fyrir að vinskapur og traust ríki á milli ykkar.

Gildi og ábyrgð

Ég mæli með því að þið ræðið gildin ykkar (það sem þið standið fyrir sem einstaklingar) og komið ykkur svo saman um gildi fyrir fyrirtækið. Gætið þess að samhljómur sé á milli ykkar persónulegu gilda og gilda fyrirtækisins. Þannig mun ykkur farnast betur.

Á hverju byggir viðskiptahugmyndin ykkar? Hverju á hún að breyta? Hvaða gildi hefur hún?

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að því fylgir mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og að ábyrgðin er að miklu leyti samfélagsleg. Í því samhengi gætuð þið til dæmis kynnt ykkur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (https://www.un.is/heimsmarkmidin/) og séð hvort viðskiptahugmyndin ykkar tengist markmiðunum með einhverjum hætti.

Umhverfismál og mannréttindasjónarmið

Umhverfismálin eru mikilvæg og því um að gera að temja sér „græna“ hugsun frá fyrsta degi. Þegar umhverfisáhrif í rekstri eru annars vegar er vert að skoða það sem snýr að samgöngu- og húsnæðismálum. Til dæmis hvort þið þurfið að ferðast langt frá heimili til að komast á vinnustaðinn? Er vinnustaðurinn þannig staðsettur að starfsmenn (og viðskiptavinir) geti nýtt sér almenningssamgöngur? Eða getur starfsfólk unnið að heiman, sem hefur umhverfisvæn áhrif auk þess sem það heldur niðri rekstrarkostnaði sem annars hlýst af því að halda úti húsnæði undir reksturinn.

Einnig er mikilvægt að hafa mannréttindasjónarmið í huga þegar ákvarðanir eru teknar um rekstur. Hvaðan kemur varan sem ég sel áfram til minna viðskiptavina? Ef um innflutningsfyrirtæki er að ræða er vert að skoða virðiskeðjuna. Hverjar eru starfsaðstæður starfsfólksins sem framleiddi vöruna? Hvernig tryggi ég launajafnrétti?

Björt framtíð

Samfélagið allt nýtur góðs af nýsköpun og það er gleðiefni að ungt fólk skuli stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í eigin rekstri.

Þegar þið vitið nákvæmlega hvað þið viljið og hafið skrásett væntingar til samstarfsins, getið þið lagt af stað og stofnað félag. Ég er þess fullviss að ef þið leggið traustan grunn að góðu samstarfi, mun ykkur farnast vel í viðskiptum og það mun auka á hamingju ykkar og lífsfyllingu.

Kær kveðja, 

Edda Jónsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

20:00 Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19:00 Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

15:00 Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

11:00 Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

05:00 Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

Í gær, 21:00 Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »

Páska skraut á skandinavíska vísu

í gær Skandinavísk hönnun er vinsæl víða. Páskaskraut á skandinavíska vísu er vinsælt um þessar mundir, sér í lagi á meðal þeirra sem aðhyllast minimalískan lífsstíl. Það er ódýrt og fallegt að setja saman það sem til er á heimilinu og skreyta þannig fyrir páskana. Meira »

Svona heldur þú heilsusamlega páska

í gær Þegar fólk breytir um lífsstíl og mataræði á það stundum erfitt með að takast á við hátíðir eins og páskana, því þá vill það sogast inn í gamlar hefðir og vana. Meira »

Svona býrðu til „Power Spot“

í gær Japanski tiltektarsnillingurinn Marie Kondo fer eins og stormur um heiminn með heimspeki sína sem fjallar í stuttu máli um að einfalda lífsstílinn og halda einungis í það sem veitir ánægju. Meira »

Kærastinn spilar rassinn úr buxunum

í gær „Þannig er að kærastinn minn er að eyða nánast öllum peningunum sínum í alls konar veðmál á netinu. Hann segir að þetta séu alls konar íþróttaleikir en vill ekki sýna mér nákvæmlega hvað þetta er og kannski skiptir ekki máli. Aðaláhyggjurnar mínar eru að síðustu mánuði hef ég verið að borga alla reikninga þar sem hann er búinn að eyða sínum og hann afsakar þetta með hinu og þessu.“ Meira »

10 gul dress sem minna ekki á páskaunga

í fyrradag Tískulöggur hafa gefið grænt ljós á gult frá toppi til táar en það er þó hægara sagt en gert ef þú vilt ekki líta út eins og fugl ofan á páskaeggi. Meira »

Fór á svakalegan megrunarkúr

17.4. „Ég er svöng,“ segir Beyoncé í nýrri heimildarmynd þar sem hún segist hafa hætt að borða brauð, sykur, kolvetni, mjólkurvörur, fisk og kjöt til þess að komast í form eftir barnsburð. Meira »

Buxurnar sem eru að gera allt brjálað

17.4. Diane Keaton fær Hollywood-stjörnur til að slefa yfir buxum sem einhver myndi segja að væru löngu dottnar úr tísku.   Meira »

Inga Lind í Kokkaflakks-teiti

17.4. Inga Lind Karlsdóttir framleiðandi hjá Skot lét sig ekki vanta í frumsýningarteiti Kokkaflakks en þættirnir eru í umsjón Ólafs Arnar. Meira »

Við erum greinilega að gera eitthvað rétt

17.4. Kolbrún Kristjánsdóttir segir að það sé furðuleg upplifun að aðrir stæli stofuna þeirra Portið sem opnaði nýlega.   Meira »

Fasteignamarkaðurinn er að lifna við

17.4. Dregið hefur úr óvissu í atvinnulífinu og því hægt að reikna með meiri umsvifum á fasteignamarkaði. Velja þarf fasteign sem hentar bæði þörfum og fjárhag fjölskyldunnar. Meira »

Sjúkur í aðrar konur en á kærustu

16.4. „Ég átti það til að eyða allt að einum og hálfum tíma á dag í að stara á konur á nærfötum á Instagram og horfa á klámmyndbönd á netinu til þess að örva mig.“ Meira »

5 góð ráð fyrir meltinguna

16.4. „Þessi ráð nýtast auðvitað allt árið, en um páskana eru margir frídagar og mikið um hátíðamat, sem leggur aukaálag á meltingarkerfið. Því er um að gera að vera undirbúinn undir það álag, svo það taki sem minnstan toll af heilsunni og geri frídagana ánægjulegri,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: Meira »

Björg lokar Spaksmannsspjörum í 101

16.4. Björg Ingadóttir eigandi Spaksmannsspjara hefur ákveðið að loka verslun sinni í Bankastræti og opna hönnunarstúdíó. Þetta gerir hún af margvíslegum ástæðum. Meira »

Eitursvalt einbýli í Akrahverfinu

16.4. Við Skeiðakur í Garðabæ stendur ákaflega vandað og fallegt einbýlishús sem byggt var 2009. Húsið er 332 fm að stærð og er á pöllum. Hátt er til lofts og vítt til veggja. Húsið sjálft er teiknað af Einari Ólafssyni arkitekt en Rut Káradóttir hannaði innréttingar sem allar voru sérsmíðaðar í Axis og blöndunartæki frá Vola. Meira »

Línan sem beðið hefur verið eftir

16.4. Sænska móðurskipið IKEA er komið með nýja tímabundna línu sem heitir ÖVERALLT. Línan endurspeglar forvitni IKEA á heiminum. Í þeim anda tók húsbúnaðarfyrirtækið höndum saman við Design Indaba fyrir nokkrum árum til að fræðast um hönnunarsenu nútímans í Afríku. Það varð upphafið að einstöku samstarfi hönnuða frá fimm Afríkulöndum. Meira »