Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching svarar spurningum lesenda. Hér fær hún spurningu frá einhverjum sem íhugar að fara út í rekstur.

Sæl Edda.

Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra. Ég tel að við séum með alla burði í að stofna fyrirtæki, við erum með fjármagn, reynslu, þekkingu, tengslanet og fyrst og fremst traust til hvor annars. Núna er þetta bara spurning um að hrökkva eða stökkva og mig vantar bæði að láta ýta mér fram af brúninni og sömuleiðis mýkja lendinguna ef svo má að orði komast.
Ert þú með einhverjar ráðleggingar tengdar svona fyrstu skrefum á að stofna fyrirtæki?

Kveðja, BA

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sæll BA og takk fyrir spurninguna og traustið.

Mér þykir mjög vænt um að fá tækifæri til að svara þessarri spurningu, þar sem ég hef brennandi áhuga á nýsköpun og ábyrgum rekstri.

Ég vil byrja á að óska þér til hamingju með að standa á þessum merku tímamótum. Það er stórt skref að útskrifast úr háskóla og magnað að vera kominn með viðskiptahugmynd í kaupbæti, ef svo má að orði komast.

Þú getur nálgast allar praktískar upplýsingar um stofnun fyrirtækja á vefsíðu ríkisskattstjóra auk þess sem frumkvöðlasetur og bankastofnanir hafa tekið saman aðgengilegar upplýsingar um mismunandi rekstrarform og annað slíkt. Ég efast reyndar ekki um að þú hefur þegar kynnt þér þetta allt saman á netinu.  

Ég ætla að nálgast svarið mitt frá sjónarhóli ábyrgrar stjórnunar og ræða það sem sjaldan er minnst á í bókum um rekstur og stjórnun.  

Ábyrg samskipti

Það sem ég mundi beina sjónum að, áður en fyrstu skrefin eru tekin, er samstarfssamningur milli þín og viðskiptafélaga þíns. Þú minnist á að þið berið traust hvor til annars og það er afar mikilvægt. Ábyrg samskipti eru grunnforsenda góðs samstarfs og þó svo að þetta sé ef til vill alkunna, er það oft hægara sagt en gert að framfylgja slíkum samskiptum þegar á hólminn er komið. Þessvegna er mikilvægt að hafa skriflegan samning til grundvallar, þar sem kveðið er á um hvernig samstarfinu skuli háttað, hvaða væntingar þið hafið hvor til annars og hvert ábyrgðarsvið ykkar á að vera.

Ég myndi einnig ræða fjármálahliðina mjög gaumgæfilega í þessu samhengi. Ætlar annar ykkar að vera framkvæmdastjóri fyrirtækisins? Því fylgja ákveðnar lagalegar skyldur. Hvaða væntingar hafið þið til rekstrarins? Þið hafið væntanlega gert bæði viðskipta- og rekstraráætlun, þar sem þú minnist á að þið séuð þegar komnir með fjármagn.

Einnig er gott að hafa ákvæði sem kveður á um að samningurinn skuli endurskoðaður með reglulegu millibili (til dæmis árlega).

Til þess að geta skrifað svona samning þurfið þið að eiga opið og heiðarlegt samtal sem getur orðið frábær grunnur að góðum samskiptum til framtíðar. Athugaðu að þetta er gott að gera þrátt fyrir að vinskapur og traust ríki á milli ykkar.

Gildi og ábyrgð

Ég mæli með því að þið ræðið gildin ykkar (það sem þið standið fyrir sem einstaklingar) og komið ykkur svo saman um gildi fyrir fyrirtækið. Gætið þess að samhljómur sé á milli ykkar persónulegu gilda og gilda fyrirtækisins. Þannig mun ykkur farnast betur.

Á hverju byggir viðskiptahugmyndin ykkar? Hverju á hún að breyta? Hvaða gildi hefur hún?

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að því fylgir mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og að ábyrgðin er að miklu leyti samfélagsleg. Í því samhengi gætuð þið til dæmis kynnt ykkur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (https://www.un.is/heimsmarkmidin/) og séð hvort viðskiptahugmyndin ykkar tengist markmiðunum með einhverjum hætti.

Umhverfismál og mannréttindasjónarmið

Umhverfismálin eru mikilvæg og því um að gera að temja sér „græna“ hugsun frá fyrsta degi. Þegar umhverfisáhrif í rekstri eru annars vegar er vert að skoða það sem snýr að samgöngu- og húsnæðismálum. Til dæmis hvort þið þurfið að ferðast langt frá heimili til að komast á vinnustaðinn? Er vinnustaðurinn þannig staðsettur að starfsmenn (og viðskiptavinir) geti nýtt sér almenningssamgöngur? Eða getur starfsfólk unnið að heiman, sem hefur umhverfisvæn áhrif auk þess sem það heldur niðri rekstrarkostnaði sem annars hlýst af því að halda úti húsnæði undir reksturinn.

Einnig er mikilvægt að hafa mannréttindasjónarmið í huga þegar ákvarðanir eru teknar um rekstur. Hvaðan kemur varan sem ég sel áfram til minna viðskiptavina? Ef um innflutningsfyrirtæki er að ræða er vert að skoða virðiskeðjuna. Hverjar eru starfsaðstæður starfsfólksins sem framleiddi vöruna? Hvernig tryggi ég launajafnrétti?

Björt framtíð

Samfélagið allt nýtur góðs af nýsköpun og það er gleðiefni að ungt fólk skuli stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í eigin rekstri.

Þegar þið vitið nákvæmlega hvað þið viljið og hafið skrásett væntingar til samstarfsins, getið þið lagt af stað og stofnað félag. Ég er þess fullviss að ef þið leggið traustan grunn að góðu samstarfi, mun ykkur farnast vel í viðskiptum og það mun auka á hamingju ykkar og lífsfyllingu.

Kær kveðja, 

Edda Jónsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is

Þarf að grátbiðja konuna um kynlíf

Í gær, 21:00 „Eiginkona mín sýnir enga ástúð, ég er enn með mikla kynhvöt og þarf að grátbiðja hana um kynlíf. Við stundum bara kynlíf nokkrum sinnum á ári.“ Meira »

5 ástæður þess að hunsa vigtina yfir jólin

Í gær, 18:00 Það er freistandi að stíga reglulega á vigtina yfir jólin. Það nýtur þó enginn jólanna til botns ef hann ætlar að refsa sér fyrir að borða aðeins of mikið konfekt. Meira »

Er makinn að halda fram hjá fjárhagslega?

Í gær, 14:00 Fólk heldur ekki bara fram hjá með því að hoppa upp í rúm með einhverjum öðrum en maka sínum. Margir eiga það til að halda fram hjá fjárhagslega. Meira »

Misstu 105 kíló á ketó

Í gær, 09:00 Það er auðveldara að grennast ef makinn er með manni í liði. Hjón sem byrjuðu á ketó-mataræðinu fyrir ári hafa misst yfir 100 kíló samanlagt. Meira »

Litur ársins 2019 afhjúpaður

Í gær, 05:48 Ertu ekki til í að mála stofuna bleikrauða? Litur ársins 2019 er bæði skemmtilegur og hlýr og ákveðið svar við þeim tækniheimi sem við lifum í. Meira »

Gáfnafar skiptir öllu í samböndum

í fyrradag Ef um styttri sambönd eru að ræða kjósa karlmenn heimskari karlmenn ef þær eru fallegar. Til lengri tíma litið vilja bæði konur og karla jafngáfaða maka eða gáfaðri, þó ekki mun gáfaðri. Meira »

Ógnarstór limurinn til vandræða

í fyrradag „Ég er með ótrúlega stórt typpi,“ skrifar maður með óvenjulega stórt typpi og segir það ekkert til að gorta sig af.   Meira »

10 atriði sem gera það auðveldara að vakna

í fyrradag Hættu að ýta á blunda eða skríða aftur upp í rúm eftir fyrstu klósettferð dagsins. Ef fólk vill virkilega vakna þá tapar það ekki á að fara eftir nokkrum skotheldum ráðum. Meira »

Glóðu eins og demantur um jólin

í fyrradag Náttúruleg, bronsuð förðun með áherslu á fallega og ljómandi húð sem hentar fullkomlega fyrir öll jólaboð í ár. Natalie Kristín Hamzehpour förðunarmeistari gefur góð ráð. Meira »

Google getur ekki lagað hjónabandið

í fyrradag „Google á ekki maka eða barn svo ekki er hægt að ganga að traustum upplýsingum þar. Það er mjög gefandi að deila með körlum hvað rannsóknir sýna skýrt hve miklu máli þeir skipta fyrir parsambandið og fyrir barnauppeldi. Það sem karlar vilja vita eru vísindalega sönnuð leyndarmál um samskipti kynjanna sérstaklega sett fram fyrir karlmenn,“ segir Ólafur Grétar. Meira »

Frábærar gjafir fyrir níska Jóakima

í fyrradag Það þekkja allir einn Jóakim, einstakling sem elskar að spara, safna peningum og jafnframt erfitt að gera til geðs. Vanda þarf því gjafavalið sérstaklega. Meira »

Fjölmenntu á Jacobsen Loftið

14.12. Nýrri skartgripalínu Orrifinn var fagnað á Jacobsen Loftinu í gær. Fólkið á bak við Orrifinn eru þau Helga Guðrún Friðriksdóttir og Orri Finnbogason. Halla Þórðardóttir mætti í boðið og framdi gjörning við tónverk eftir Daníel Ágúst Haraldsson. Meira »

Tapaði ég peningunum á Karolina Fund?

14.12. „Vorið 2017 „keypti ég“ tvær bækur á hópfjármögnun á Karolina Fund eða rúmlega 14.000 krónur og var lofað plakati með, penna og boð í útgáfuhóf. Bókin átti að koma út um haustið en hefur ekki ennþá komið út. Hvernig virkar svona, er hægt að fá endurgreitt eða eru þetta bara tapaðir peningar?“ Meira »

Melania litaði hárið ljóst fyrir jólin

14.12. Netverjar spurðu sig hvort forsetafrúin væri að safna í hárkollu fyrir eiginmann sinn en Donald Trump er þekktur fyrir óvenjuþykkan og -ljósan makka miðað við aldur. Meira »

Lærði að elska upp á nýtt á Tenerife

14.12. „Þetta ár er búið að vera lagskipt. Hófst með skilnaði, sagði upp á Rás 2, flutti til Tenerife þar sem margt gott hefur gerst. Einnig hafa komið hér erfiðir tímar og þá helst er ég var fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús. Ég fékk blæðandi magasár,“ segir Guðni Már. Meira »

Húsið sem Ármann færði yfir á konuna

14.12. Ármann Þorvaldsson skráði einbýlishús þeirra hjónanna, Dyngjuveg 2, á eiginkonu sína, Þórdísi Edwald árið 2011 eða 18. apríl það ár. Meira »

Var 100 kíló en keppir nú í fitness

14.12. Lilja Ingvadóttir var um 100 kg fyrir áratug þegar hún ákvað að taka sig taki. Í dag er hún á fullu að undirbúa fitnessmótið Iceland Open sem fram fer á laugardaginn. Meira »

Þurfti rútu fyrir kjólinn

13.12. Jennifer Lopez mætti í bleiku skrímsli á rauða dregilinn. Slóði kjólsins var svo stór að stjarnan gat ekki mætt á frumsýningu í hefðbundinni lúxusbifreið. Meira »

Bullandi stemming í ICE HOT-veislu

13.12. Listafólk kom saman og skemmti sér þegar opnunarhátíð norræna danstvíæringsins ICE HOT Nordic Dance Platform fór fram í Borgarleikhúsinu á miðvikudagskvöldið Meira »

Drukku í sig listina í kjallaranum

13.12. Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

13.12. Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »
Meira píla