Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

mbl.is/ThinkstockPhotos

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching svarar spurningum lesenda. Hér fær hún spurningu frá einhverjum sem íhugar að fara út í rekstur.

Sæl Edda.

Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra. Ég tel að við séum með alla burði í að stofna fyrirtæki, við erum með fjármagn, reynslu, þekkingu, tengslanet og fyrst og fremst traust til hvor annars. Núna er þetta bara spurning um að hrökkva eða stökkva og mig vantar bæði að láta ýta mér fram af brúninni og sömuleiðis mýkja lendinguna ef svo má að orði komast.
Ert þú með einhverjar ráðleggingar tengdar svona fyrstu skrefum á að stofna fyrirtæki?

Kveðja, BA

Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir, leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

Sæll BA og takk fyrir spurninguna og traustið.

Mér þykir mjög vænt um að fá tækifæri til að svara þessarri spurningu, þar sem ég hef brennandi áhuga á nýsköpun og ábyrgum rekstri.

Ég vil byrja á að óska þér til hamingju með að standa á þessum merku tímamótum. Það er stórt skref að útskrifast úr háskóla og magnað að vera kominn með viðskiptahugmynd í kaupbæti, ef svo má að orði komast.

Þú getur nálgast allar praktískar upplýsingar um stofnun fyrirtækja á vefsíðu ríkisskattstjóra auk þess sem frumkvöðlasetur og bankastofnanir hafa tekið saman aðgengilegar upplýsingar um mismunandi rekstrarform og annað slíkt. Ég efast reyndar ekki um að þú hefur þegar kynnt þér þetta allt saman á netinu.  

Ég ætla að nálgast svarið mitt frá sjónarhóli ábyrgrar stjórnunar og ræða það sem sjaldan er minnst á í bókum um rekstur og stjórnun.  

Ábyrg samskipti

Það sem ég mundi beina sjónum að, áður en fyrstu skrefin eru tekin, er samstarfssamningur milli þín og viðskiptafélaga þíns. Þú minnist á að þið berið traust hvor til annars og það er afar mikilvægt. Ábyrg samskipti eru grunnforsenda góðs samstarfs og þó svo að þetta sé ef til vill alkunna, er það oft hægara sagt en gert að framfylgja slíkum samskiptum þegar á hólminn er komið. Þessvegna er mikilvægt að hafa skriflegan samning til grundvallar, þar sem kveðið er á um hvernig samstarfinu skuli háttað, hvaða væntingar þið hafið hvor til annars og hvert ábyrgðarsvið ykkar á að vera.

Ég myndi einnig ræða fjármálahliðina mjög gaumgæfilega í þessu samhengi. Ætlar annar ykkar að vera framkvæmdastjóri fyrirtækisins? Því fylgja ákveðnar lagalegar skyldur. Hvaða væntingar hafið þið til rekstrarins? Þið hafið væntanlega gert bæði viðskipta- og rekstraráætlun, þar sem þú minnist á að þið séuð þegar komnir með fjármagn.

Einnig er gott að hafa ákvæði sem kveður á um að samningurinn skuli endurskoðaður með reglulegu millibili (til dæmis árlega).

Til þess að geta skrifað svona samning þurfið þið að eiga opið og heiðarlegt samtal sem getur orðið frábær grunnur að góðum samskiptum til framtíðar. Athugaðu að þetta er gott að gera þrátt fyrir að vinskapur og traust ríki á milli ykkar.

Gildi og ábyrgð

Ég mæli með því að þið ræðið gildin ykkar (það sem þið standið fyrir sem einstaklingar) og komið ykkur svo saman um gildi fyrir fyrirtækið. Gætið þess að samhljómur sé á milli ykkar persónulegu gilda og gilda fyrirtækisins. Þannig mun ykkur farnast betur.

Á hverju byggir viðskiptahugmyndin ykkar? Hverju á hún að breyta? Hvaða gildi hefur hún?

Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að því fylgir mikil ábyrgð að reka fyrirtæki og að ábyrgðin er að miklu leyti samfélagsleg. Í því samhengi gætuð þið til dæmis kynnt ykkur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (https://www.un.is/heimsmarkmidin/) og séð hvort viðskiptahugmyndin ykkar tengist markmiðunum með einhverjum hætti.

Umhverfismál og mannréttindasjónarmið

Umhverfismálin eru mikilvæg og því um að gera að temja sér „græna“ hugsun frá fyrsta degi. Þegar umhverfisáhrif í rekstri eru annars vegar er vert að skoða það sem snýr að samgöngu- og húsnæðismálum. Til dæmis hvort þið þurfið að ferðast langt frá heimili til að komast á vinnustaðinn? Er vinnustaðurinn þannig staðsettur að starfsmenn (og viðskiptavinir) geti nýtt sér almenningssamgöngur? Eða getur starfsfólk unnið að heiman, sem hefur umhverfisvæn áhrif auk þess sem það heldur niðri rekstrarkostnaði sem annars hlýst af því að halda úti húsnæði undir reksturinn.

Einnig er mikilvægt að hafa mannréttindasjónarmið í huga þegar ákvarðanir eru teknar um rekstur. Hvaðan kemur varan sem ég sel áfram til minna viðskiptavina? Ef um innflutningsfyrirtæki er að ræða er vert að skoða virðiskeðjuna. Hverjar eru starfsaðstæður starfsfólksins sem framleiddi vöruna? Hvernig tryggi ég launajafnrétti?

Björt framtíð

Samfélagið allt nýtur góðs af nýsköpun og það er gleðiefni að ungt fólk skuli stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði í eigin rekstri.

Þegar þið vitið nákvæmlega hvað þið viljið og hafið skrásett væntingar til samstarfsins, getið þið lagt af stað og stofnað félag. Ég er þess fullviss að ef þið leggið traustan grunn að góðu samstarfi, mun ykkur farnast vel í viðskiptum og það mun auka á hamingju ykkar og lífsfyllingu.

Kær kveðja, 

Edda Jónsdóttir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Eddu spurningu HÉR. 

mbl.is

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

05:30 Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

Í gær, 22:00 Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

Í gær, 18:00 Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

Í gær, 15:00 Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

Í gær, 12:00 Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

Í gær, 10:00 Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

í gær Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »

Ógeðslega flottir búningar!

í fyrradag Kvikmyndin Suspiria er fagurfræðilega ein áhugaverðasta kvikmynd síns tíma. Efni þessarar greinar eru búningar kvikmyndarinnar sem munu án efa hafa mikil áhrif á tískuna á komandi misserum. Meira »

Stalst í snyrtivörur Victoriu

í fyrradag David Beckham viðurkennir í nýju viðtali að hann hafi lengi notað snyrtivörur eiginkonu sinnar. Nú notar hann skrúbba, maska og hinar ýmsu vörur og segir það ekki femnismál meðal karla lengur. Meira »

Mjúk jólateppi eru fullkomin jólagjöf

í fyrradag Þeir sem eru að leita að mjúkum hlýjum gjöfum fyrir jólin ættu að skoða ullarteppin í Rammagerðinni. Þau eru hönnuð af Védísi Jónsdóttur fyrir Rammagerðina í samstarfi við Ístex. Meira »

Ástæða unglegs útlits Söndru Bullock

í fyrradag Sandra Bullock virðist ekki eldast eins og aðrar konur. Bullock segir það vitleysu en hún eyðir mörgum klukkutímum á dag í förðunarstólnum til þess að líta vel út. Meira »

Þetta gerir sambúð ekki heillandi

í fyrradag Það er eitt að vera ástfangin og annað að búa með sínum heittelskaða. Hvað er það sem fær konur og menn til að hætta að pæla í sambúð? Meira »

Jólagjafir fyrir sérvitringinn

í fyrradag Öll þekkjum við einhvern sem er svolítið sér á parti. Þessa manneskju sem á allt eða hefur smekk fyrir öðruvísi hlutum. Það þarf ekki að vera svo erfitt að finna skemmtilegar gjafir fyrir þennan einstakling, enda er gríðarlegt úrval af skemmtilega öðruvísi hlutum hér á landi. Meira »

Fór í aðgerð og uppgötvaði nýja leið

9.12. Harpa Hauksdóttir hefur óþrjótandi áhuga á heilsu og góðum lífsstíl. Eftir að hafa þurft að fara í aðgerð á fæti og fengið skjótan bata með LPG-tækinu ákvað hún að kaupa Líkamslögun sem sérhæfir sig í húðmeðferðum með tækinu. Meira »

Nær honum ekki upp í „swingi“

8.12. „Kynlífið okkar er frábært og til þess að bæta salti við margarítuna okkar eins og við köllum það þá erum við byrjuð í sving.“ Meira »

Breytti draslherberginu í höll

8.12. Það kannast margir við að aukaherbergið á heimilinu endi eins og ruslakompa. Hönnuðurinn Dee Murphy tók sig til og gjörbreytti slíku herbergi á heimili sínu í gestaherbergi og er útkoman dásamleg. Meira »

Svona ætlar Longoria að skafa af sér

8.12. Eva Longoria elskar að gera jóga og pilates en ætlar að breyta til til þess að ná af sér meðgöngukílóunum.   Meira »

Augabrúnir að detta úr tísku

8.12. Augabrúnir á fyrirsætum Alexander Wang voru nær ósýnilegar á nýjustu tískusýningu hans. Andi tíunda áratugarins ríkti á tískusýningunni. Meira »

Fann kjól Díönu í búð með notuðum fötum

8.12. 24 árum eftir að kona keypti kjól Díönu prinsessu á 30 þúsund í búð með notuðum fötum í er kjóllinn metinn á rúmlega 12 til 15 milljónir. Meira »

Afi Herborgar smíðaði húsgögnin

8.12. Herborg Sörensen er búin að koma upp sér upp fallegu heimili í Reykjavík ásamt fjölskyldu sinni. Áður bjó Herborg bæði í Barcelona og Cambridge og varð það til þess að hún ákvað að hanna sín eigin hverfaplaköt með staðsetningarbendli undir nafninu Gjugg í borg. Meira »

Ekki fara í árstíðabundna lyndisröskun

8.12. „Á norðlægum slóðum eru skammdegisþunglyndi og vetrardepurð vel þekkt fyrirbæri - fræðiheitið er SAD, og stendur fyrir Seasonal Affective Disorder, sem á íslensku útleggst árstíðarbundin lyndisröskun.“ Meira »