Íslendingar hafa mikla aðlögunarhæfni

Inga Minelgaité.
Inga Minelgaité.

Inga Minelgaité gaf nýverið út bókina Demystifying Leadership in Iceland: An Inquiry into Cultural, Societal, ásamt Árelíu Eydísi Guðmundsdóttur, Olgu Stangej og Svölu Guðmundsdóttur. Inga segir að það sem íslenskir stjórnunarhættir hafi fram yfir aðra er hvað fólk á Íslandi hefur mikla aðlögunarhæfni. Inga er með gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og með meistarapróf í mannauðsstjórnun.

„Ég hef meira en tíu ára reynslu af stjórnunarstöðum í viðskiptum, í Litháen og á Íslandi. Árið 2012 byrjaði ég doktorsnám við viðskiptadeild HÍ. Þar lauk ég doktorsnámi árið 2016. Í dag er ég dósent við viðskiptadeild HÍ en hluti af mínum tíma fer í ráðgjöf eða rannsóknir á fyrirtækjum. Í ráðgjöf hef ég starfað að því að aðstoða stjórnendur við „menningarlega þýðingu“. Í nútímafyrirtækjum eru mjög margir að vinna, bæði á erlendum mörkuðum en einnig með fólki frá mismunandi menningarsvæðum. Menningarlæsi er jafn mikilvægt þeim sem starfa með fólki af erlendu bergi brotnu, eins og tilfinningalæsi er er mikilvægt stjórnendum,“ segir hún. 

Hvað er það við stjórnunarhætti á Íslandi sem er svona gott?

„Forystukenningar hafa þróast frá einföldum skilgreiningu á eiginleikum (Leadership Trait Theory í vísindalegum skrifum) og hefur meiri og meiri athygli beinst að því að rannsaka hvernig einkenni birtast í hverri menningu fyrir sig. Bókin okkar veitir nokkuð nákvæma innsýn í íslenska menningu og hvernig hún birtist í fyrirtækjabrag sem hefur mikil áhrif á forystu. Af öllum einkennum í íslenskri forystu myndi ég persónulega vilja nefna eitt, sem mér finnst einstakt. Það er aðlögunarhæfni. Aðlögunarhæfni eða þrautseigja, sem er nauðsynleg í dag fyrir nútímastjórnanda, í ljósi mikilla breytinga, er einkennandi hjá Íslendingum. Segja má af síbreytilegu íslensku veðri hafa Íslendingar lært að vera bæði seigir við óhagstæð skilyrði, óviðráðanlegar aðstæður og jafnvel nýta sér ný tækifæri. Allt þetta er sérstaklega augljóst með dæmi um kreppu á síðustu áratugum. Virkjun jarðhita, sögu um hvernig Bláa lónið var þróað, uppsveiflu ferðamanna eftir fjármálakreppu – öll dæmi um aðlögunarhæfni,“ segir Inga. 

Hvað erum við að gera sem aðrar þjóðir eru ekki að gera?

„Í bókinni okkar skoðum við Íslenska forystu út frá mörgum sjónarhornum. Eitt af einkennum íslenskar menningar er sterk tilfinning fyrir því að tilheyra sem stundum lýsir sér í samstöðu á vinnustöðum. Skipulagning innan fyrirtækja er frekar flöt. Ég upplifi það sem útlendingur að hér heilsar fólk hvert öðru með nafni. Þessi athugun virðist einföld á yfirborðinu. En þegar þú tekur það dýpra tengist það bæði einstaklingshyggju og samstöðu í íslenskri menningu. Íslendingar treysta mikið á bæði sjálfa sig og jafningja eða samstarfsmenn. Þetta þýðir að fólk er alið upp við að sýna frumkvæði, leita að áskorunum og hvatningu á eigin forsendum. Allt þetta er góður jarðvegur fyrir leiðtoga. Mikil þátttaka í íþróttum og sjálfboðaliðastarfi er önnur dæmi um samhygð í samfélaginu. Í bókinni okkar fjöllum við um einkenni í íslenskri menningu út frá til dæmis þróun jafnréttismála, forystu í íþróttum og af frumkvöðlastarfsemi,“ segir hún. 

Hvað einkennir góðan stjórnanda?

„Klassísk skilgreining er hæfni til að ná markmiðum. Þetta var áður skilgreint eingöngu út frá  fjárhagslegum markmiðum hluthafa. En í dag lítum við meira á hvernig leiðtogi stýrir væntingum margra hagsmunaaðila: hluthafa, starfsmanna, út á við, gagnvart umhverfinu og svo framvegis. Til að vera góður í stjórnun er nauðsynlegt að geta rýnt í aðstæður og brugðist hratt við þeim,“ segir Inga. 

Geta allir orðnir góðir stjórnendur?

„Ég tel það, það geta allir ræktað með sér þá hæfileika sem til þarf. Það skiptir máli hvaða eiginleika þú hefur, en það skiptir enn meira máli hvað þú gerir við þá. Ef þú reynir að vera besta útgáfa af sjálfum þér á hverjum degi. Fjölbreytni forystukenninga sýnir okkur hversu margar leiðir eru færar til að þróa leiðtoga. Hins vegar er hver leiðtogi einstakur.“

Nú er alltaf talað um að fólk á Íslandi sé framarlega í jafnréttisbaráttunni. Við upplifum það kannski ekki þannig. Hver er þín sýn á það?

„Við skiljum betur okkar aðstæður með því að bera okkur saman við aðra. Ísland er eitt af fremstu löndum heims hvað varðar jafnrétti kynjanna. Ísland ætti að halda þessari stöðu sem gefur jákvæða athygli um heim allan. Hins vegar hef ég áhyggjur af því að við sjáum ákveðna þróun, sem bendir til bakslags. Við ættum aldrei að taka framförum sem sjálfsögðum,“ segir hún. 

Hvað þyrftum við að gera til að ná lengra?

„Mikilvægast er að markmiðin séu að gera betur og halda því sem við höfum nú þegar náð. Vera vakandi fyrir bakslagi. Sem dæmi þá sáum við í rannsóknum okkar ákveðna mótstöðu gagnvart kynjakvóta.“

Inga Minelgaité.
Inga Minelgaité. Ljósmynd/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál