Settu þér fjármálamarkmið fyrir 2019

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coaching. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Þeir sem setja sér markmið reglulega nýta gjarnan tímann í lok ársins til að gera upp árið og leggja drög að því sem koma skal á nýju ári. Sumt er þannig að við getum ekki stjórnað því en annað er þess eðlis að það verður ekki af því nema það sé ráðgert,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi í nýjasta pistli sínum á Smartlandi: 

Fjármálamarkmið

Fjármálamarkmið eru einfaldlega markmið sem þú setur þér og tengjast fjármálunum með einhverjum hætti. Ef þú hefur ekki tamið þér að setja markmiðin þín í fjárhagslegt samhengi er tilvalið að nota tækifærið nú í aðdraganda nýs árs. Það fylgja leiðbeiningar hér að neðan sem ég hvet þig til að nýta þér.

Hvað hugsar þú um áður en þú sofnar og/eða um leið og þú vaknar?

Byrjum á að tala aðeins um muninn á draumum og markmiðum. Markmið verða til úr draumum. Við fáum hugmynd og byrjum að láta okkur dreyma um að eitthvað geti orðið að veruleika í lífi okkar.

Það er stundum sagt að ef við eigum draum sem heldur fyrir okkur vöku á kvöldin og við leiðum hugann að í svefnrofunum á morgnana, sé sá draumur þess virði að setja hann í forgang.

Draumar sem þessir geta verið af ýmsu tagi. Suma dreymir um að eignast húsnæði eða stækka við sig. Aðra dreymir um að byggja hús frá grunni. Aðrir vildu gjarnan skipta um starf og jafnvel stofna sitt eigið fyrirtæki. Aðra dreymir um að láta gott af sér leiða og jafnvel geta stutt við aðra fjárhagslega. Enn aðra dreymir um að verða skuldlausir og geta látið af störfum.

Að fjármagna drauminn

Hvort sem þíns draums er getið hér að ofan eður ei, eiga flestir draumar það sameiginlegt að þeir hafa eitthvað með peninga að gera. Með öðrum orðum, við þurfum fjármagn til að þeir geti orðið að veruleika.

En til þess að svo megi verða, þurfum við að ganga skrefinu lengra. Við þurfum að búa til áætlun um hvernig við ætlum að láta drauminn verða að veruleika.

Hvað er markmiðasetning?

Napoleon Hill orðaði það þannig að markmið væru draumar með dagsetningu. Markmiðasetning er markviss aðferð til að taka stjórnina á því sem við getum stjórnað í lífi okkar. En hún er ekki síður leið til að læra að sleppa tökunum á því sem skiptir ekki máli eða við getum ekki breytt.

Markmiðasetning er forgangsröðun og hún er skuldbinding. Þú spyrð þig: Hvað skiptir mig svo miklu máli að ég er tilbúin/n að forgangsraða til þess að það geti orðið að veruleika? Svo býrðu til áætlun um hvernig þú ætlar að hrinda því í framkvæmd.

Fjármálatengd markmiðasetning

Þegar þú hefur skilgreint markmiðið, er gott að átta sig á verðmiðanum. Tökum dæmi um konu sem er í föstu starfi en hefur sett sér það markmið að stofna fyrirtæki. Áður en hún stígur skrefið og segir starfi sínu lausu, setur hún sér [það] markmið að leggja fyrir svo hún eigi fyrir lifikostnaði í sex mánuði á meðan hún setur fyrirtækið á laggirnar.

Fyrst reiknar hún út hversu mikið hún þarf að leggja fyrir. Þvínæst brýtur hún markmiðið niður þannig að hún geti lagt ákveðna upphæð fyrir á mánuði og þannig náð settu marki á tilteknum tíma.

Hún fer auk þess yfir fjármálin sín og ákveður að lækka lifikostnað til frambúðar með því að endursemja og jafnvel skipta um þjónustuaðila. Konan ákveður í framhaldi af því einnig að einfalda lífstíl sinn, minnka við sig húsnæði og selur auk þess hluta af búslóðinni sinni.

Sömu aðferð má nota til að setja sér önnur fjármálamarkmið eins og til dæmis að lækka yfirdráttinn, safna fyrir útborgun, hætta að lifa á kreditkortinu, greiða niður skuldir eða byrja að leggja fyrir.

 

Leiðbeiningar við gerð fjármálamarkmiða

Það er sorgleg staðreynd að aðeins lítill hópur skrifar niður markmiðin sín eða um 5% fólks.

Rannsóknir hafa sýnt að það eru 95% líkur á að markmið sem eru skrifuð niður verði að veruleika. Með því að skrifa niður, byggirðu brú frá þeim stað sem þú ert á núna og inn í framtíðina.

Ég skora á þig að spreyta þig í gerð fjármálamarkmiða og byrja að leggja fyrir til að fjármagna drauminn þinn á nýju ári. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir hvað það mun kosta þig að fjármagna drauminn, er um að gera að hefja rannsóknarvinnu.

Flestir bankar bjóða viðskiptavinum að stofna nýja sparnaðarreikninga í netbanka. Þar er einnig hægt að nefna reikningana sérstöku nafni, eins og til dæmis „Sumarbústaður“; „Ferðasjóður“ eða „Fyrirtækið mitt“. Allt eftir atvikum.

Athugaðu að þú gætir þurft að lækka kostnaðinn á öðrum sviðum til að mynda svigrúm til að geta lagt fyrir. Einnig er gott að hafa í huga að markmið þurfa að vera skilgreind, mælanleg, alvöru (það þarf að vera mögulegt að ná þeim), raunhæf og með tímaramma.

Nýtt ár – ný hugsun

Einn af helstu kostum þess að setja sér fjárhagsleg markmið fyrir nýtt ár, er að fjárhagsleg meðvitund eykst til mikilla muna. Markmiðasetningin gerir það að verkum að við förum ósjálfrátt að hugsa meira um fjármálin frá degi til dags. Það er því til mikils að vinna.

Ég óska þér gleðilegrar hátíðar og hagsældar á komandi ári um leið og ég þakka samveruna hér á Smartlandi á árinu sem er að líða.  

 

Gangi þér vel!

mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »