Hafdís í Sigurboganum stendur á tímamótum

Hafdís Stefánsdóttir hefur ákveðið að selja Sigurbogann.
Hafdís Stefánsdóttir hefur ákveðið að selja Sigurbogann.

Hafdís Stefánsdóttir í Sigurboganum stendur á tímamótum en hún ætlar að selja þessa rótgrónu verslun sem hefur staðið á Laugaveginum í 28 ár. Sjálf hefur Hafdís staðið við búðarborðið í Sigurboganum í 13 ár, fyrst sem starfsmaður og seinna sem eigandi.

„Verslunin er búin að vera þarna í 28 ár og á ótrúlega traustan kúnnahóp. Það kemur varla sá dagur sem einhver kemur þarna inn og segir að Sigurboginn megi nú alls ekki hætta. Hann er svo stórhluti af Laugaveginum. Mér finnst oft vera neikvæð umræða um Laugaveginn. En það er nú bara þannig að í öllum stórborgum þá er einhver svona gata sem er aðalgatan og það er Laugarvegurinn og verður alltaf. Það mun ekkert breytast þó verslanir komi og fari,“ segir Hafdís sem er annt um að verslun haldi áfram að blómstra á Laugaveginum.

Hafdís tekur skýrt fram að Sigurboginn sé ekki að hætta heldur vill hún finn nýjan aðila til þess að kaupa fyrirtækið og taka yfir rekstur verslunarinnar. Hún segir það ekki auðvelt að ætla stíga til hliðar eftir allan þennan tíma.

„Þetta er náttúrulega stór ákvörðun að taka,“ segir Hafdís sem segist ekki vera neitt unglamb en hún er 62 ára og er ekki með á hreinu hvað tekur við. „Það er kannski bara kominn tími á breytingar og með tilkomu netverslunarinnar og annað. En við höfum passað okkur að fylgja straumnum.“

Þrátt fyrir fjölgun ferðamanna síðustu árin segir Hafdís Íslendinga vera stærsta kúnnahópinn í Sigurboganum.

„Íslenskir kúnnar hafa haldið ótrúlega tryggð við búðina í öll þessi ár. Við erum náttúrulega með mjög góð merki,“ segir Hafdís. Hún segir verslunina vera þekkta fyrir frábært starfsfólk og góða þjónusta. Hún er með fagfólk sem selur snyrtivörunnar og svo má ekki gleyma Walford-sokkabuxnamerkinu sem er í uppáhaldi hjá mörgum.

Hafdís segir skemmtilegt að fylgjast með því hvernig heilu ættliðirnir komi og versli í búðinni. Amman, mamman, dóttirin og jafnvel dætur dætranna versla í búðinni og koma þess vegna saman.

„Til dæmis öll jól þá er alveg stærðarinnar hópur sem þarf alltaf að koma í Sigurbogann því annars koma jólin ekki. Það er ótrúlegar margar hefðir sem eru í Sigurboganum. Þetta er búð, þetta er viðkomustaður, það eru vinkonur sem hittast þarna, það eru hópar, þetta er bara ótrúlega breið flóra sem kemur í Sigurbogann. Það eru eiginmenn sem koma alltaf fyrir jólin og við vitum nákvæmlega hverju við eigum að pakka inn, þeir þurfa að varla að opna munninn.“

„Það sem hefur haldið Sigurboganum gangandi í 28 ár er náttúrulega þessi trausti viðskiptahópur og þetta frábæra starfsfólk sem við höfum,“ segir Hafdís að lokum. 

Sigurboginn selur meðal annars vörur frá Walford.
Sigurboginn selur meðal annars vörur frá Walford. Ljósmynd/Walford
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál