Það sem þú vissir ekki um Marie Kondo

Marie Kondo vill hafa snyrtiegt í kringum sig.
Marie Kondo vill hafa snyrtiegt í kringum sig. Skjáskot Google

Hin japanska Marie Kondo hefur hlotið mikið lof síðustu ár fyrir einstaka hæfileika sína til að laga til og kenna fólki að laga til. Kondo er þó hálfgerð huldukona, enda snúast nýlegir þættir hennar á Netflix um fólkið sem hún aðstoðar, ekki hana sjálfa. Það er þó hægt að grafa upp ýmislegt á netinu

Hún byrjaði mjög ung að laga til

Samkvæmt Wall Street Journal var Kondo farin að laga til í gaggó. Hún naut þess að skipuleggja bókahillurnar sínar í Tókýó á meðan vinir hennar léku sér í íþróttum. Hún krýndi sjálfa sig sem skipulagningarmeistara bekkjarins og lofaði að halda bókahillunum skipulögðum. 

Hún fékk taugaáfall við að laga til 

Árið 2014 fékk Kondo taugaáfall þegar hún var að laga til. Hún segist hafa verið of upptekin af hlutunum sem hún ætlaði að henda, en hugsaði ekki nógu mikið um hvaða hluti hún ætlaði að eiga. 

Hún lærði félagsfræði

Þótt Kondo hafi alltaf vitað hvað hana langaði til að gera í framtíðinni þá hefur hún prófað ýmislegt annað. Hún lærði félagsfræði við háskóla í Tokyo áður en hún stofnaði ráðgjafafyrirtækið sitt KonMari.

Marie Kondo ásamt fjölskyldu sinni.
Marie Kondo ásamt fjölskyldu sinni. skjáskot/Instagram

Hún er gift og á tvö börn

Kondo giftist eiginmanni sínum Takumi Kawahara árið 2012. Hann er núna umboðsmaður hennar og framkvæmdarstjóri Konmari Media. Þau eiga tvær stúlkur saman, Satsuki og Miko. 

Hún býr í Los Angeles

Kondo er fædd og uppalin í Tokyo í Japan. Hún fluttist til San Francisco í Bandaríkjunum þegar nafn hennar var að skjótast upp á stjörnuhimininn. Síðar fluttist hún til Los Angeles, þar sem hún býr nú með fjölskyldu sinni. 

View this post on Instagram

It sparks joy that they're such good friends for each other 😊

A post shared by Marie Kondo (@mariekondo) on Jun 9, 2018 at 11:36pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál