Hámarkaðu vinnuna með hvíld frá vinnu

Það borgar sig ekki endilega að taka hádegismatinn yfir tölvunni.
Það borgar sig ekki endilega að taka hádegismatinn yfir tölvunni. mbl.is/Thinkstockphotos

Er svo mikið að gera í vinnunni að þér líður eins og þú hafi ekki tíma til að taka kaffi eða slaka á í hádegismatnum? Það kann að vera að þessi hugsun borgi sig ekki. Í Bretlandi er nú rætt um að börn þurfi að minnsta kosti 75 mínútna pásu á dag. En fullorðna fólkið, getur það einbeitt sér í átta klukkutíma fyrir framan tölvuskjáinn á dag?

Í grein Guardian kemur fram að rannsóknir sýni að það séu mikil mistök að taka sér ekki góðar pásur yfir daginn. Fullorðið fólk rétt eins og krakkar þurfa að hvíla sig á daginn. Fólk sem hvílir sig almennilega er sagt afkastameira, ekki jafn stressað, ólíklegra til að fá kulnun og sofi betur. 

Einnig er mælt með því að vinnufélagar taki sér hlé saman frá vinnu. Fólk sem vann við tölvur og tók stuttar pásur á 20 til 40 mínútna fresti leið betur í líkamanum en fólk sem gerði ekki slíkt hið sama. 

Er þá ekki raunhæft að henda mat í sig í hádeginu og drekka kaffið yfir tölvunni?

Greint er frá rannsókn sem meira en tvær milljónir fólks tóku þátt í. Kom í ljós að fólk er oftast mjög afkastamikið á morgnana og það nær hámarki um klukkan 11. Afkastagetan er síðan sögð minnka mikið eftir klukkan fimm á daginn. 

Er mikið að gera í vinnunni?
Er mikið að gera í vinnunni? mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál