Leynitrixin á bak við ódýrari ferðir

Gunna Stella hefur gaman af ferðalögum og er mjög góð ...
Gunna Stella hefur gaman af ferðalögum og er mjög góð í því að finna ódýrar ferðir.

„Eitt af mínum aðaláhugamálum er að ferðast. Ég elska að fara til nýrra landa og kynna mér staðhætti, njóta mannlífsins og veðurfarsins,“ segir Gunna Stella heilsumarkþjálfi í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Við hjónin höfum ferðast mikið með börnin okkar og hafa þau komið til margra landa. Það er sannarlega ekki „ókeypis“ að ferðast með stóra fjölskyldu en það er hægt ef vel er haldið á spöðunum. Okkur finnst best að ferðast á eigin vegum og bóka flug, hótel og þess háttar sjálf. Oftar en ekki þarf ég að verja talsverðum tíma í leit að hagstæðum flugmiðum, hótelum og bílaleigubíl en það hefst yfirleitt alltaf að lokum.

Nú síðar í mánuðinum erum við fjölskyldan á leið til Ástralíu í brúðkaup vinar okkar. Þar sem við erum að fara að ferðast hinum megin á hnöttinn ákváðum við að gera aðeins meira úr ferðinni. Við veltum ýmsum möguleikum fyrir okkur. Um tíma vorum við að spá í að fara til Taílands, aðra stundina Nýja-Sjálands en eftir töluverða leit sáum við að það var hagstæðast fyrir okkur að fljúga bara frá Evrópu til Singapore, þaðan til Ástralíu og svo til Balí þar sem við ætlum að dvelja um tíma og þaðan aftur áleiðis heim.

Til þess að finna út hvaða flugfélög voru í boði notaði ég leitarvélar á borð við Dohop og edreams. Yfirleitt er hagstæðast að bóka í gegnum flugfélagið sjálft en ég nota þessar leitarvélar til þess að hjálpa mér að finna sniðugar flugleiðir.

Í þessari ferð ætlum við að fljúga til nokkurra landa og þá er best að fara inn á heimasíðu flugfélagsins og velja multi city/stopover-hnappinn. Þá kemur upp sá möguleiki að velja fleiri borgir til að fljúga til. Það getur munað miklu í verði á því hvaða vikudag þú velur og einnig getur verð hækkað eftir því sem skoðað er oftar. Ég hef það fyrir reglu að finna ákveðnar dagsetningar sem henta okkur vel og ef ég sé að flugið hefur hækkað þá bíð ég yfirleitt í nokkra daga og þá lækkar það yfirleitt aftur. Það getur einnig munað miklu í verði á því hvaða dagsetningu þú velur og því er best ef maður getur haft sveigjanleika í dagsetningum.

Þar sem við erum sex manna fjölskylda á ferðalagi skiptir gisting miklu máli. Best er fyrir okkur að vera í íbúð með aðgangi að eldhúsi til þess að minnka matarkostnað. Við bókum yfirleitt gistingar í gegnum booking.com, Airbnb og Agoda. Það er misjafnt eftir dagsetningum hvaða síða er hagstæðust og hvað er í boði. Þetta krefst líka þolinmæði en yfirleitt lendum við á einhverju sniðugu að lokum. Í sumum tilfellum borgar sig að borga gistingu strax, þar sem boðið er upp á góðan staðgreiðsluafslátt en í öðrum tilfellum er hagstæðara að borga gistinguna þegar mætt er á staðinn.

Ferðalagið okkar hefst eftir nokkra daga og þú getur fylgst með því á Instagram og Facebook.

Í næsta pistli ætla ég að velta fram þeirri spurningu hvort það sé gerlegt að ferðast einfalt og létt hinum megin á hnöttinn með fjögur börn. 

mbl.is

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

18:00 Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenju slæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

14:00 Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

11:00 Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

09:01 Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

Í gær, 23:30 Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

í gær Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

í gær Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

í gær Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

í gær Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

í gær „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »

500 manna djamm – allt á útopnu

22.3. Mikil gleði og hamingja var áberandi á árshátíð Origo á dögunum. Árshátíðin fór að sjálfsögðu fram í Origo-höllinni. Um 500 manns skemmtu sér konunglega á hátíðinni sem bauð upp á mikla litadýrð enda var latín carnival þema í gangi. Meira »

Hver eru hagstæðustu húsnæðislánin?

22.3. Á að velja óverðtryggt eða verðtryggt? Er lægra veðhlutfall að skila sér í hagstæðari kjörum? Íbúðalánasjóður mun halda fræðslufundi um flókinn heim fasteignalána. Meira »

Rut hannaði í fantaflott hús á Smáraflöt

22.3. Einn eftirsóttasti innanhússarkitekt landins, Rut Káradóttir, hannaði innréttingar í glæsihús við Smáraflöt í Garðabæ.   Meira »

Sonurinn búinn að steypa sér í skuldir

22.3. Drengurinn minn var alltaf glaður, félagslegur og tók virkan þátt í daglegu líf. Svo um 17-18 ára aldur fórum við að taka eftir breytingum á honum. Um þetta sama leyti byrjar hann að spila póker á netinu og fyrst til að byrja með sagði hann okkur frá þessu. Meira »

Svona forðastu stress og áhyggjur

22.3. Karitas Sveinsdóttir, innanhússhönnuður og eigandi HAF STORE og HAF STUDIO, segir bjarta liti vinsæla um þessar mundir. Hún segir alltaf í tísku að þiggja aðstoð fyrir fermingar og fólk ætti að sama skapi að forðast stress. Meira »

Náttúrulegar töfraolíur sem umbylta

21.3. Margar af þekktustu fyrirsætum heims nota RAAW by Trice-vörurnar. Flestir mæla með Bláu töfradropunum sem virka einstaklega vel á ójafna húð og bólur. Þeir sem eru gjarnir á að fá bólur sem og þeir sem eru með feita húð mæla sérstaklega vel með dropunum. Meira »