Frétti af falli WOW við pýramídana

Elísa Gróa Steinþórsdóttir ferðaðist um Egyptaland þegar hún tók þátt …
Elísa Gróa Steinþórsdóttir ferðaðist um Egyptaland þegar hún tók þátt í Miss Eco International. Ljósmynd/Aðsend

Elísa Gróa Steinþórsdóttir er nýkomin heim frá Egyptalandi þar sem hún tók þátt í Miss Eco International. Ferðin var mikið ævintýri en um leið átakanlegt þar sem daginn fyrir lokakvöldið missti Elísa vinnuna. Elísa starfaði sem flugfreyja hjá WOW air og hugsaði um flugliðastarfið sem framtíðarstarf. 

„Miss Eco International er ein af fjölmörgum alþjóðlegum „pageants“ í heiminum og um það bil 60 lönd kepptu í ár. Mér var boðið að keppa í þessari keppni en ég hefði aldrei fengið það frábæra tækifæri ef ég hefði ekki keppt áður hér heima, eins og til dæmis í Miss Universe Iceland,“ segir Elísa. 

Elísa vill ekki ekki meina að verið sé að keppa í fegurð þótt keppnir sem þessar séu vanalega kallaðar fegurðarsamkeppnir á íslensku. 

Mér finnst alveg ótrúlegt að það séu enn til keppnir í heiminum sem keppa eingöngu í fegurð, en því miður eru þær einhverjar til enn þá sem að sjálfsögðu ruglar fólk sem fylgist ekki nógu mikið með þessum heimi. Miss Eco International er keppni sem einblínir á umhverfismál og ferðamál. Sú sem vinnur gerist UN Goodwill Embassador og fær tækifæri til að vekja athygli á þeim umhverfismálum sem eru henni mikilvægust.“

Keppnin fer fram á hverju ári í Egyptalandi. Elísa segir upplifunina hafa verið mikið ævintýri. Stúlkurnar í keppninni ferðuðust um Egyptaland í þrjár vikur og heimsóttu meðal annars borgirnar Luxor, Hurghada og Alexandríu. Þær skoðuðu einnig pýramídana í Giza en lokakvöldið fór fram í höfuðborginni Kaíró. 

Elísa Gróa er nýkomin heim frá Egyptalandi.
Elísa Gróa er nýkomin heim frá Egyptalandi. Ljósmynd/Aðsend

Elísa er orðin 25 ára gömul en hún tók þátt í sinni fyrstu keppni 21 árs gömul.  

„Ég byrjaði að keppa 21 árs gömul og þegar ég horfi til baka þá sé ég ekki eftir neinu. Maður verður einhvern veginn að finna sitt þroskastig en til dæmis þegar ég var yngri hafði ég engan veginn þann tilfinningalega styrkleika sem ég hef í dag. Maður verður að vera rosalega trúr sjálfum sér til að endast í svona keppnum. Ég get alls ekki sagt að ég sé hætt þó að ég sé ekki í undirbúningi fyrir aðra keppni á þessari stundu.“

Hvernig var að vera úti að keppa þegar fréttir af gjaldþroti WOW air bárust? 

„Fréttirnar að heiman komu daginn fyrir lokakeppnina í Kaíró. Ég fékk skilaboðin, símtölin og fréttirnar bókstaflega þegar ég stóð fyrir framan pýramídana. Þessi dagur einkenndist bæði af gleði og sorg því ég var að skoða eitt af sjö undrum veraldar sem hafði alltaf verið á óskalistanum að sjá. Ég naut mín á lokakvöldinu eins og ég var búin að lofa sjálfri mér að gera en aðalhausverkurinn var sá að ég var föst úti og vissi ekki hvernig ég ætti að komast heim. Sem betur fer tókst það á endanum,“ segir Elísa. 

Hvað tekur nú við?

„Ég hlakka til næsta kafla hver svo sem hann verður. WOW-söknuðurinn er mikill, sérstaklega þar sem flugliðastarfið er hugsað sem framtíðarstarf hjá mér. Ég held áfram að ferðast um heiminn og vona að ég fái að verða flugfreyja einhvern tímann aftur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál