Hjálpa efnalitlum konum að mennta sig

Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi og einn ef eigendum Attentus.
Guðríður Sigurðardóttir ráðgjafi og einn ef eigendum Attentus. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Menntunarsjóður Mæðrastyrksnefndar var stofnaður 2012 til að auk mátt efnalítilla kvenna á Íslandi. Sjóðurinn fékk Þórunni Árnadóttur hönnuð til þess að hanna kerti með leyniskilaboðum til mæðra sem fara í sölu á morgun. Guðríður Sigurðardóttir formaður Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar og ráðgjafi og einn af eigendum Attentus, segir að styrkurinn hjálpi konum að búa sér bjartari framtíð. 

„Sjóðurinn einbeitir sér að því að styrkja konur sem þurfa hjálparhönd til að afla sér menntunar. Í gegnum sjóðinn fá þær fjárhagsstyrk, sem gerir oft gæfumuninn í því að þær geti sest á skólabekk án þess að vera að demba sér í djúpar skuldir, styrkurinn borgar kostnað við skólagjöld og bækur. En svo er það mín tilfinning að það sé líka mikil hvatning að finna að það eru til bjargráð og einhver sem trúir á þig og við trúum svo sannarlega á þessar mögnuðu konur sem fá styrkina. Þær eru með ofurkröftum að rífa sig upp úr hjólfari og vilja og geta breytt lífi sínu. Við vitum að menntun er alltaf til góðs ekki bara upp á að fá betra starf en líka til að efla styrkþega persónulega.  Við erum að safna fé allt árið með því að senda styrktarbeiðnir til fyrirtækja en þetta söfnunarátak gerir það vonandi að verkum að við eigum nægt fé til að þurfa ekki að hafna umsækjendum um styrki,“ segir Guðríður í samtali við Smartland. 

Hér má sjá eina útgáfu af kertunum með fallegum skilaboðum: ...
Hér má sjá eina útgáfu af kertunum með fallegum skilaboðum: Takk elsku mamma mín!

Aðspurð um hvernig sjóðurinn virki segir Guðríður að konur þurfi að sækja um í sjóðinn og þurfi um leið að skila inn staðfestingu á skólavist, skattaskýrslu og tekjuáætlun. 

„Stjórn sjóðsins fer yfir umsóknir og ef umsækjandi er undir tekjuviðmiðum og er í námi þá borgar sjóðurinn skólagöld og skólabækur. Umsóknum i sjóðinn hefur fjölgað og því skiptir máli ár hvert að ná að safna nægilegu fé til að geta styrkt alla sem sækja um og falla undir viðmiðin,“ segir hún. 

Hvernig myndi samfélag okkar breytast ef menntunarstig myndi hækka?

„Það yrði aukinn hagvöxtur, og það er nú eitthvað sem allir vilja, ekki satt? Það er sterkt jákvætt samband milli menntunar og hagvaxtar. En hagvöxtur er ekki allt, því aukin menntun er einnig jákvæð fyrir hvern einstakling, sem skilar sér í sátt innan samfélagsins og þannig væntanlega betra samfélagi fyrir alla. Það hefur sýnt sig að þegar móðir bætir framtíð sína bætir hún framtíð barna sinni og þannig koll af kolli næstu kynsóðir,“ segir hún. 

Hvað er hægt að gera til þess að konur festist ekki í fátækragildru?

„Ein leið er að mennta sig og auka þannig möguleika sinn á að finna gott starf til að geta tryggt sér og fjölskyldu sinni öruggari framtíð. Það er einmitt það sem Menntunarsjóðurinn einbeitir sér að aðstoða konur við að gera. Í raun að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfar.“

Hvað getum við sem samfélag gert til þess að styðja við láglaunakonur?

„Veita þeim fleiri tækifæri til að skapa sína framtíð, hvernig sem viðkomandi sér hana fyrir sér. Ein leið er að mennta sig, því ekki aðeins fá konur þá tækifæri til fara í önnur störf, vonandi betur launuð störf, en einnig að styrkja sjálfa sig.“

Hverju vonast þú eftir að átakið skili?

„Mjög miklum peningum!  Til að sjóðurinn geti styrk enn fleiri konur. Þetta er ósköp einfalt, allir að kaupa Mæðrablómið. Við höfum síðustu ár fengið til liðs við okkur hönnuði sem hafa gefið vinnu sína og styrkt sjóðinn. Nú annað árið í röð gefur Þórunn Árnadóttir hönnuður vinnu sína með því að hanna Leyniskilaboðakerti tengd mæðradeginum. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Við erum svo heppnar að hafa fengið til liðs við okkur þrjár magnaðar konur sem allar hafa lagt áherslu á gildi menntunar en það eru frú Vigdís Finnbogadóttir, Eliza Reid forsetafrú og Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherraen þær hafa valið hver sín leyniskilaboð í kerti tileinkað mæðrum. Auk skilaboða frá þeim eru tvö önnur skilaboð í kertunum eða alls fimm mismunandi skilaboð. Þetta er kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, sem býður upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun,“ segir Guðríður. 

Á morgun verða skilaboðin sem þær völdu opinberuð og kertin verða seld í Verslunum Pennans Eymundsson, Epal, Snúrunni og Heimkaup.  Einnig verðum við sjálfar með söluborð í Kringlunni og Smáralind um helgina.

mbl.is

Hönnuðurinn sem allir elska að stæla flytur

16:01 Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður hefur sett íbúð sína við Blönduhlíð á sölu. Ingibjörg Hanna hannaði krummann sem sló í gegn þegar hann kom á markað og prýðir hann fjölmörg heimili landsmanna. Meira »

„Orðin háð kynlífi og hef ekki stjórn“

12:10 „Ég er farin að hafa verulegar áhyggjur. Svo virðist sem ég sé orðin háð kynlífi. Það er eins og ég hafi enga stjórn á mér og geti ekki stoppað mig í að fara út sum kvöld (næstum öll kvöld vikunnar) á bari eða skemmtistaði.“ Meira »

Fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi

11:00 Rihanna hefur unnið hörðum höndum við að byggja upp feril sinn í tískuheiminum. Núna er hún fyrsta svarta konan til að stjórna hátískuhúsi. Meira »

„Að burðast með gömul áföll“

10:00 Dr. Sigríður Björk Þormar er einn helsti sérfræðingur landsins í áföllum. Hún heldur námskeið í dag um áföll og afleiðingar þeirra þar sem hún m.a. kennir leiðir til þrautseigju. Meira »

Kynntist kvæntum manni og leitar ráða

05:00 „Ég kynntist manni en hann sagði mér ekki að hann væri í sambandi fyrr en við vorum búin að sofa saman. Hann talaði um börnin sín tvö eins og ekkert væri en minntist ekki einu orði á barnsmóður sína og kærustu. Ég hélt að það væri í virðingarskyni við mig og hugsaði með mér að ég myndi spyrja hann kannski á þriðja stefnumóti.“ Meira »

Býr á æskuheimili Díönu prinsessu

Í gær, 21:00 Æskuheimili Díönu prinsessu var kannski ekki höll en herragarður með stóru H-i eins og sjá mátti þegar Karen Spencer lét mynda sig á heimili sínu. Meira »

Prada hættir að nota loðfeldi

í gær Ítalska tískhúsið Prada hefur bæst í stóran hóp stórra tískuvörumerkja sem hafa hætt að nota loðfeldi í hönnun sinni.   Meira »

Svona heldur Halle Berry út á ketó

í gær Ketó-leyndarmál Óskarsverðlaunaleikkonunnar Halle Berry eru svindldagarnir. Berry hefur verið lengi á ketó en segir nauðsynlegt að leyfa sér að svindla af og til. Meira »

Húðráð fyrir ræktarskvísur

í gær Það er margt sem ber að varast í líkamsræktarstöðvum ef maður vill halda húðinni góðri.   Meira »

Engar glansmyndir hjá Keaton

í gær Leikkonan Diane Keaton er ekki hinn hefðbundni notandi á Instagram og birtir sjaldan glansmyndir af sjálfri sér. Þrátt fyrir að fegra ekki sannleikann er hún mjög vinsæl. Meira »

Leyndarmálið bak við góða typpamynd

í fyrradag Typpamynd er ekki bara typpamynd, það vita konur sem vilja fá typpamyndir sendar. Það er til dæmis ekki vinsælt að fá senda nærmynd af slöppu typpi með ljótum bakgrunni. Meira »

Katrín í eins kjól og 86 ára gömul frænka

í fyrradag Katrín hertogaynja klæddist eins kjól á dögunum og hin 86 ára gamla hertogaynja af Kent klæddist í brúðkaupi Harry og Meghan í fyrra. Meira »

Farðinn sem Bieber notar

21.5. Það er ekki oft sem ég ver tíma í að skrifa um einn stakan farða en núna er sannarlega ástæða til þess. Þetta er farði sem er auðveldur í notkun, rakagefandi, vegan, á hagstæðu verði og með sólarvörn svo hann tikkar í flest boxin. Meira »

Taugakerfið fór í rúst á breytingaskeiðinu

21.5. „Ekki nóg með svitaböð og svefnleysi heldur fór taugakerfið einnig í rúst. Ég held að ég hafi aldrei upplifað svona miklar breytingar á geðheilsu minni og urðu á þessum tíma.“ Meira »

Draumaíbúð í 101 Reykjavík

21.5. Það hefur marga kosti að búa í 101 og ekki verra ef húsnæðið er alveg nýtt. Þessi glæsilega íbúð er búin vönduðum innréttingum frá HTH. Meira »

73 ára og kom á óvart með bleikt hár

21.5. Helen Mirren er þekkt fyrir skjannahvítt hár sitt en kom heldur betur á óvart í Cannes um helgina með bleikan koll.   Meira »

Verst klædda stjarnan í Cannes

20.5. Víetnamska fyrirsætan Ngoc Trinh verður seint valin best klædda stjarnan í Cannes. Gegnsæi g-strengskjóllinn hefur vakið mikla athygli. Meira »

Lagði mikið á sig til að grennast

20.5. Eva Longoria leyndi því ekki að megrunarkúrinn fyrir rauða dregilinn í Cannes var bæði langur og strangur. Grínaðist hún með að lifa á lofti svo strangur var kúrinn. Meira »

Björgólfur Thor tók þyrlu á milli afmæla

20.5. Það var ekki bara Eurovision í gangi um helgina heldur voru tvö fimmtugsafmæli haldin á Íslandi sem vert er að tala um. Björgólfur Thor mætti í bæði afmælin og tók þyrlu á milli staða. Meira »

Ásdís Rán lét sig ekki vanta

20.5. Sýningin Lifandi heimili og hönnun fór fram í Laugardalshöll um helgina. Margt var um manninn þegar sýningin opnaði og mikið fjör á mannskapnum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir var með bás á sýningunni en hún flytur inn svartar rósir sem lifa í hálft ár án vatns og ilma ákaflega vel. Meira »

Auðunn Blöndal datt í lukkupottinn

20.5. Auðunn Blöndal tilkynnti að hann ætti von á barni með kærustu sinni Rakel Þormarsdóttur. Samband Auðuns og Rakelar hefur farið hljóðlega enda er hún ekki á samfélagsmiðlum. Meira »