Er tími Demi Moore að koma aftur?

Demi Moore hefur sjaldan eða aldrei litið eins vel út. …
Demi Moore hefur sjaldan eða aldrei litið eins vel út. Leikkonan sem er 56 ára mætti glæsileg á MET Gala-viðburðinn í vikunni. mbl.is/AFP

Lítið hefur borið á leikkonunni Demi Moore að undanförnu. Í raun má segja að hún hafi aldrei náð sér á strik eftir skilnaðinn við leikarann Asthon Kutcher. Moore skaust eftirminnilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratug síðustu aldar og hefur leikið í fjölda kvikmynda síðan þá. 

Árið 1996 varð Moore hæst launaða leikkona allra tíma, með samningi sem hún gerði fyrir leik sinn í kvikmyndinni Striptease upp á 12 milljónir Bandaríkjadala. 

Moore sem er 56 ára hefur hins vegar að mati margra aldrei litið betur út en einmitt núna. Hún virðist vera búin að gera upp fortíðina. Á vef USA Today má lesa um bókina „Inside Out“ sem er væntanleg í verslanir í september á þessu ári. Bókin er hluti af uppgjöri Moore við fortíðina þar sem hún ræðir opinskátt um m.a. uppeldi sitt. Móðir Moore glímdi við alkóhólisma og fósturfaðir hennar tók sitt eigið líf. Eins hefur Moore sjálf verið í bata frá alkóhólisma sjálf frá því á tíunda áratugnum. Að undanskildum nokkrum föllum. M.a. eftir skilnað hennar og Kutcher. 

Um þessar mundir eru teikn á lofti þess eðlis að tími Moore sé kominn aftur. Hún mætti með Anthony Vaccarello, tískuhönnuð og listrænan stjórnanda YSL, upp á arminn á MET Gala-viðburðinn í vikunni. Það verður forvitnilegt að fylgjast með leikkonunni á næstunni.

Hver veit nema að hún geri enn einn tímamótasamninginn við Hollywood á komandi árum?

Tískuhönnuðurinn Anthony Vaccarello ásamt Demi Moore á MET Gala-viðburðinum í …
Tískuhönnuðurinn Anthony Vaccarello ásamt Demi Moore á MET Gala-viðburðinum í vikunni. mbl.is/AFP
Demi Moore var ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991.
Demi Moore var ólétt á forsíðu Vanity Fair árið 1991. skjáskot/Elle
Árið 1989 mætti Demi Moore í dressi sem hún hannaði …
Árið 1989 mætti Demi Moore í dressi sem hún hannaði sjálf. Margir höfðu þó orð á því að hún ætti að halda sig við leiklistina. Skjáskot / ET
mbl.is