Greiðslumatið klárt á nokkrum mínútum

Með greiðslumat í höndunum veit fólk betur hvar það stendur í leitinni að réttu fasteigninni. Stefán Karl Sævarsson og Jarþrúður Birgisdóttir hjá Arion banka segja það gott fyrsta skref fyrir fólk í fasteignakaupahugleiðingum að fá rafrænt greiðslumat. Framfarir í fjártækni hafa gert það að verkum að núna tekur aðeins örfáar mínútur að fá greiðslumat en gat tekið marga daga áður:

Jarþrúður Birgisdóttir.
Jarþrúður Birgisdóttir.

„Arion banki hefur boðið upp á rafrænt greiðslumat á netinu frá því í árslok 2016 og tekur um þrjár mínútur að fá niðurstöðu, og síðan hægt að taka lán á fimm mínútum. Áður gat það tekið á bilinu 7-10 daga að gera greiðslumat og sjálft lánsferlið gat tekið heilan mánuð,“ segir Jarþrúður en hún er þjónustustjóri fjármálaráðgjafa hjá bankanum.

Stefán er vörustjóri íbúðalána og segir hann að ekki þurfi lengur að koma með bunka af skjölum í bankann heldur eru allar þær upplýsingar sem notaðar eru við greiðslumatið sóttar sjálfkrafa til Ríkisskattstjóra, Creditinfo, Þjóðskrár og fleiri aðila. „Það eina sem þarf er rafræn skilríki í síma og kostar greiðslumatið 8.800 kr fyrir hjón og sambýlisfólk en 5.500 fyrir einstaklinga,“ útskýrir Stefán en gjaldið stendur undir útlögðum kostnaði bankans við þjónustuna enda þarf að greiða fyrir gögnin sem sótt eru.

Gott að eiga sparnað

Greiðslumatið segir til um hversu hátt lán umsækjandinn gæti fengið, en Jarþrúður segir gagnlegt að fylgja greiðslumatinu eftir með fundi með fjármálaráðgjafa til að fara betur yfir stöðuna og hvaða valmöguleikar gætu hentað best bæði við val á fasteign og fjármögnunarleið.

Stefán Karl Sævarsson.
Stefán Karl Sævarsson.

Stefán minnir á að þegar keypt er eign verði lántakandi að geta reitt fram a.m.k. 20% af upphæð kaupsamningsins en 15% ef um er að ræða fyrstu kaup. Er því góð regla að byrja að spara snemma til að hafa meira fjárhagslegt svigrúm þegar kemur að því að kaupa fasteign. Þá sé mikilvægt að fara vandlega yfir þá lánamöguleika sem standa til boða enda getur heildarlántökukostnaður og greiðslubyrði verið mjög breytileg eftir því hvort tekið er verðtryggt lán eða óverðtryggt, langt lán eða stutt. „Ef t.d. tekið er verðtryggt jafngreiðslulán með 3,65% föstum vöxtum, og miðað við 4% verðbólgu, þá byrjar höfuðstóll 40 ára láns ekki að lækka fyrr en eftir 22 ár, en það byrjar að saxast á höfuðstólinn eftir rösklega 7 ár ef tekið er lán með 25 ára endurgreiðslutíma,“ segir Jarþrúður. „Mánaðarlegar afborganir af 20 milljóna króna láni til 40 ára eru 80 þúsund í samanburði við 102 þúsund fyrir 25 ára lán, hins vegar eru heildargreiðslur fyrir 40 ára lán 92 milljónir en 52 milljónir fyrir 25 ára lán.“

Með séreignarsparnað uppi í erminni

Stefán bendir á að ungt fólk geti líka brúað bilið við kaup á fyrstu eign með því að taka út séreignarsparnað . „Séreignarsparnaður er því sniðug leið fyrir marga til að spara fyrir fasteignakaupum enda greiðir vinnuveitandi framlag á móti því sem lagt er fyrir í mánuði hverjum. Verður þó að muna að séreignarsparnaðinn er ekki hægt að taka út fyrr nema með því að framvísa þinglýstum kaupsamningi og því hentugt að nota þennan sparnað upp í afsalsgreiðsluna.“

Bætir Jarþrúður því við að ef til stendur að kaupa fasteign verði að muna að taka með í reikninginn viðhaldskostnað og ýmsa skatta sem þarf að greiða. „Það kemur fólki oft í opna skjöldu ef það t.d. greiðir nú þegar 200.000 kr. á mánuði í leigu að það fær ekki greiðslumat fyrir láni sem hefði jafnháa greiðslubyrði á mánuði. Kemur það einmitt til af því að alls kyns viðbótarkostnaður fylgir því að eiga fasteign, s.s. fasteignagjöld, greiðslur í hússjóð, viðhald og viðgerðir.“

Skiptir líka miklu, að mati Stefáns, að lántakendur gæti þess að spenna bogann ekki of hátt. „Frekar en að hafa það sem útgangspunt hvaða upphæð væri að hámarki hægt að taka að láni ætti fólk að vega vandlega og meta hvers konar eign það þarf og sníða sér stakk eftir vexti. Það koma nefnilega alltaf upp einhverjir óvæntir hlutir í lífinu og þá er vissara að hafa nægilegt fjárhagslegt svigrúm.“

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Harry prins fer nýjar leiðir

15:04 Guðný Ósk Laxdal er sérfræðingur í konungsfjölskyldum en hún stúderaði nútímavæðingu bresku konungsfjölskyldunnar í B.A. ritgerð sinni í ensku við HÍ og hefur ávallt haft gaman af konunglegum málefnum, bæði sem dægurmál og fræðilegt menningarfyrirbæri. Meira »

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

í gær Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

18.6. Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

18.6. Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »