Svona vinnur Arianna Huffington

Arianna Huffington.
Arianna Huffington. mbl.is/AFP

Fyrir þá sem hafa ekki heyrt nýjustu fréttirnar þegar kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífsins, þá ku það orðatiltæki vera orðið úrelt (e Work-life balance). Það nýjasta er að tala um vinnu/lífs-samþættingu eða „thrive“-leiðina. Leiðin er ólík að því leytinu að hún er heildræn og þykir heildstæðari lausn að sumra mati. Þetta kemur fram á vef Thrive Global.

Thrive-leiðin gerir ráð fyrir að stundum þurfi fólk að vinna langar stundir, í kjölfarið sé mikilvægt að taka langa hvíld. Að setja heilbrigð mörk og forgangsraða er lykillinn að þessari leið. Stofnandi Thrive Global, Arianna Huffington, er á því að fjölmargar leiðir séu til sem rúmast innan „Thrive“-leiðarinnar. Litlir hlutir sem hægt er að tileinka sér daglega til að setja mörk utan um þá vinnu sem við stundum. Kulnun í starfi er sívaxandi vandamál hér heima og erlendis. 

Ritstjórn Thrive fékk lánaða dómgreind hjá samfélaginu um hvernig best sé að skilja vinnuna eftir í vinnunni. Þótt Huffington sjálf reki Huffington Post og fleiri fyrirtæki vill hún ekki að starfsmenn sínir brenni út, frekar en aðrir góðir stjórnendur víðs vegar um heiminn. 

Eftirfarandi atriði voru nefnd í greininni:

Listi til að forgangsraða

„Ég geri lista í byrjun vikunnar og endurskoða hann í upphafi hvers dags. Ég síðan skoða listann áður en ég fer úr vinnunni til að strika út það sem ég er búin að gera. Listinn gagnast einnig vel svo ég viti hvað er mikilvægt að gera í upphafi nýs dags.  

Þetta er fastur punktur svo ég geti skilið vinnuna eftir í vinnunni. Það að strika út af listanum gefur alltaf góða tilfinningu,“ segir Meera S., sem er markaðsstjóri.

Mínúta til að laga til
„Eitt af því sem ég byrjaði að gera nánast ómeðvitað á fyrstu árunum mínum sem kennari var að taka til á skrifborðinu mínu áður en ég fór heim úr vinnu. Nú fimmtán árum seinna, þar sem ég starfa sem ráðgjafi, geri ég hið sama.
Þegar síðasti viðskiptavinur minn fer kem ég aftur inn á skrifstofuna mína og tek til á skrifborðinu. 
Það tekur mig minna en eina mínútu og lokar deginum. Þegar ég kem síðan til vinnu daginn eftir geng ég inn á skipulagt vinnusvæði sem hjálpar mér að hugsa skýrt og byrja daginn. Þessi venja er föst í mér og gerir það að verkum að ég tek ekki vinnuna með mér heim,“ segir Josh Neuer ráðgjafi.
Listi sem er í stöðugri endurskoðun
„Ég lýk við mikilvægustu verkefnin á listanum og geymi helminginn fyrir verkefni sem eru ekki eins mikilvæg. Með þessum hætti er ég ekki stressuð yfir að geta ekki klárað hlutina. Jafnvel þótt eitthvað sé eftir veit ég að ég get lokið þeim verkefnum næsta dag. Þessi leið hjálpar mér og setur ramma utan um verkefnin mín,“ segir Aakriti Agarwal markþjálfi. 
Mörk um vinnupóstinn

„Ég skoða ekki póstinn minn eða símann um helgar. Ég set sjálfvirk skilaboð í símann eftir vinnu á föstudegi þar til klukkan níu á mánudagsmorgun. 

Þannig veit fólk að það á ekki von á svörum frá mér yfir helgina. Með þessari leið er ég laus við sektarkennd yfir að svara ekki utan vinnutíma,“ segir Fiona Brown, bókahöfundur og markþjálfi. 

Vinnan í vinnunni

„Þegar þú hefur átt slæman dag í vinnunni ættirðu að forðast að fara yfir það með fólkinu þínu heima. 

Slíkt magnar einungis upp neikvæðu tilfinningarnar sem fylgja vinnudeginum. Segðu heldur að þú hafir átt slæman dag í vinnunni, að þú sért nú komin/kominn heim og þú hlakkir til kvöldsins. Síðan er gott að reyna að sleppa tökunum. Vertu í augnablikinu. Ekki leyfa slæmum degi að skemma fyrir þér ánægjulega kvöldstund,“ segir Larry Sternberg ráðgjafi. 

Ávanar sem ýta undir breytingar

„Til að aðstoða við að breyta hugarfari mínu frá vinnu yfir í meiri afslöppun er ég með nokkur atriði sem ég geri alltaf svo ég geti skilið vinnuna eftir í vinnunni.

Sem dæmi hlusta ég á hljóðvarp þegar ég geng heim úr vinnu sem fjallar um það sem mér líkar að gera utan vinnunnar, svo sem tengt heilsu og líkamsrækt. 
Með þessum hætti get ég unað vel við dagstörfin mín og komið mér af stað í að gera hluti sem mér finnst gaman að gera utan vinnu til að kjarna mig eftir hana,“ segir Melissa Muncy markaðssérfræðingur. 

Fatnaður lykilatriðið

„Ég skipti fataskápnum mína í þrennt; fatnað sem ég nota þegar ég er að leika mér, þegar ég er að vinna og síðan þegar ég vinn heima. Ef ég byrja óvart að nota fatnað sem er ætlaður til að leika sér í við vinnu fer hann aldrei aftur í leikflokkinn. Ég mæli með að fara í þægilegan fatnað sem ætlaður er til leiks um leið og maður kemur heim til sín,“ segir Danielle Dunsmore fyrirtækjaeigandi.  
Að líkja eftir Elsu í Frozen
„Ég syng línu úr söngleiknum Frozen: „Let it go“. Þegar vinnan mín er búin sé ég mig myndrænt eins og Fred Flintstone í teiknimyndinni að fara út úr steinbílskúrnum. Ég tek vinnuna ekki með mér heim né leyfi henni að leigja í höfðinu á mér heima. Þetta hjálpar mér að halda heilbrigðu jafnvægi í lífinu og viðhalda heilbrigðum mörkum,“ segir Tanya Brown markþjálfi.

Þegar þú stjórnar

„Þar sem sífellt fleiri vinna fjarri vinnustaðnum, eða eru til staðar fyrir samstarfsmenn sína utan vinnu, getur verið áskorun að skilja vinnuna eftir heima. En þetta þýðir ekki að það sé ekki hægt að setja skýr mörk á milli vinnu og einkalífs. Þegar þú ert við stjórnvölinn er líklegra að þú gefir þér leyfi til að hvíla þig og einblína á þða sem skiptir þig máli hverju sinni. 
Svo mæli ég með nokkrum föstum liðum eins og að gera aðgerðalista, taka út af lista óþarfa hluti, fara í sjálfvirkni með suma hluti, leyfa fólki að aðstoða og síðan gefa sér tíma í að skapa, stækka og fagna því sem vel gengur,“ segir Camille Preston viðskiptasálfræðingur.

Tölvan og skrifblokkin í vinnunni

„Þegar ég fer úr vinnu geng ég út með lyklana mína og símann. Hér áður fyrr hefði ég farið með fartölvuna mína, stílabók og fleira sem ég gæti þurft að nota úr vinnunni heima. Það er yndisleg tilfinning að fara úr vinnunni með einvörðungu mitt eigið dót, þá leyfi ég mér að verða mamma og eiginkona. Þegar ég mæti síðan í vinnuna aftur get ég tekist á við hvað sem er,“ segir Kirby Tousey vöruþróunarstjóri. 

Að setja mörk um tilkynningar

„Ég held að það sé mikilvægt að skilja hvernig það að vera sífellt á vaktinni eykur streitu í lífinu. Gott er að taka út allar tilkynningar, hvort heldur er vinnupósturinn eða Facebook. Ef ég svara viðskiptavini úr vinnunni að kvöldi til er ég að ýta undir að hann ónáði mig á öllum stundum,“ segir Tara S. djákni.

Margir eru að upplifa kulnun í starfi. „Trive“ leiðin aðstoðar …
Margir eru að upplifa kulnun í starfi. „Trive“ leiðin aðstoðar fólk við að setja mörk um vinnuna. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál