Þessar bækur ættir þú að lesa í fríinu

Það er notalegt að byrja sumarfríið á að lesa góða ...
Það er notalegt að byrja sumarfríið á að lesa góða bók. Pexels

Nú þegar langt er liðið á sumarið er ekki seinna vænna en að fara að íhuga hvað á að lesa í sumarfríinu. Það er fátt betra að byrja sumarfríið á því að lesa eina góða bók, eða tvær. Smartland tók saman nokkrar áhugaverðar bækur sem eru tilvaldar til að grípa með sér í sumarfríið.

Sumareldhús Flóru eftir Jenny Colgan er fullkomin bók til að lesa yfir sumartímann. Hún segir frá Flóru sem snýr aftur á heimaslóðir sínar, skosku eyjunnar Mure. Bjartar sumarnætur og skosk menning hrífur mann með sér í þessari sannkölluðu sumarbók.

Meðleigjandinn eftir Beth O'Leary er upplífgandi og skemmtileg bók sem hefur verið að slá í gegn víðs vegar um heim. Bókin hefur fengið frábæra dóma hjá gagnrýnendum og lesendum. Bókin fjallar um tvo einstaklinga sem ákveða að deila íbúð, en þau hafa aldrei hist því annað þeirra vinnur næturvaktir en hitt dagvaktir. 

Gamlinginn sem hugsaði með sér að hann væri farinn að hugsa of mikið eftir Jonas Jonasson er sannkölluð hláturssprengja. Hún er sjálfstætt framhald af Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf sem sló heldur betur í gegn á sínum tíma.

Morðið í Snorralaug er tíunda bókin um stjörnulögmanninn og háskakvendið Stellu Blómkvist sem geysist leðurklædd um á silfurfáki og tekur bæði harðsnúnustu bófa og kerfiskalla í nefið. Íslenskur krimmi í hæsta gæðaflokki eftir dularfyllsta rithöfund landsins. 

Blá eftir Maju Lunde er skáldsaga sem snertir á einu heitasta málefni samtímans; loftslagsbreytingum. Bókin hefur fengið jákvæða athygli hérlendis síðan hún kom út fyrr á árinu. Maja Lunde er einn þekktast rithöfundur Noregs og var meðal annars gestur á bókmenntahátíð Reykjavíkur. 

Múttan eftir hina frönsku Hannelore Cayre fjallar um 53 ára gamla ekkju sem hellir sér út í glæpastarfsemi. Flugbeitt og meinfyndin glæpasaga sem bregður upp litríkri en nöturlegri mynd af ýmsum skúmaskotum fransks samfélags. Bókin er aðeins 164 blaðsíður lengd sem gerir manni kleift að klára hana í einum rykk við sundlaugarbakkann.

Múttan, Gamlinginn og Blá eru bækur sem verðugt er að ...
Múttan, Gamlinginn og Blá eru bækur sem verðugt er að kíkja á þegar lagt er af stað í sumarfríið. Samsett mynd
mbl.is

Bloggað um fréttina

Þetta er konan sem skipulagði brúðkaupið

Í gær, 20:00 Hjónin fengu hina bresku Charlotte Dodd til að skipuleggja brúðkaupið sitt. En þess má geta að hún þykir sú allra færasta á sínu sviði í Bretlandi um þessar mundir. Fyrirmynd hennar er hinn skemmtilegi Franck úr kvikmyndinni Father of the Bride. Meira »

Fáðu magavöðva eins og Cindy Crawford

Í gær, 17:00 Fyrirsætan Cindy Crawford hefur fært sig úr líkamsræktar-DVD-diskunum yfir á Instagram þar sem hún sýnir sínar uppáhaldsæfingar. Meira »

Þessir mættu í VIP-teiti COS

Í gær, 14:00 Sænska fatamerkið COS opnaði nýlega verslun á Íslandi en á fimmtudagskvöldið var sérstök opnun fyrir VIP-gesti.   Meira »

Glæsiíbúð við Vatnsholt í Reykjavík

Í gær, 10:00 Við Vatnsholt í Reykjavík stendur stórglæsileg efri sérhæð sem er fallega og smekklega innréttuð.   Meira »

Ræður ekkert við sig og fer í sund daglega

Í gær, 05:00 „Ég hef tvívegis verið greind með sortuæxli en næ ekki alveg að stjórna hegðun minni tengdri sól. Málið er að ég var hér á árum áður mikið í ljósum og varð alltaf að vera brún.“ Meira »

Bárður og Linda Björk giftu sig í gær

í fyrradag Bárður Sigurgeirsson húðlæknir hjá Húðlæknastöðinni og Linda Björg Árnadóttir fatahönnuður og eigandi Scintilla gengu í hjónaband í gær. Meira »

„Gróðurinn dregur mann til sín“

í fyrradag Garðurinn hennar Sjafnar Hjálmarsdóttur þykir bera af enda mjög vel um hann hugsað. Hún segir samt ekki þurfa að hafa mikið fyrir plöntunum í dag. Meira »

Hefur búið í þremur íbúðum á sjö árum

í fyrradag Kristín Sólveig Kristjánsdóttir læknir að mennt er ákaflega fær í samskiptum og segir að gott heimili sé sá staður þar sem fólk dettur inn um dyrnar og þar sem er gott hjartarúm. Meira »

Svona býr Bergþóra Guðnadóttir

í fyrradag Bergþóra Guðnadóttir hönnuður vinnur vanalega á morgnana heima þar sem hún er með góða aðstöðu í fallegu rými.   Meira »

Vinkonan alltaf að metast hver sé sætust

í fyrradag „Þegar við förum út á lífið saman, er hún heltekin af því að bera sig saman við aðrar konur og metur það yfirleitt svo að hún er sætust.“ Meira »

6 lífsráð Dakota Fanning

22.6. Leikkonan Dakota Fanning segist aldrei verða týpan sem borðar ekki sykur eða kolvetni.   Meira »

Kærastinn Jamie fagnaði með Lindu Pé

22.6. Linda Pétursdóttir fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og athafnakona útskrifaðist í dag með BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. Meira »

Furðulegir hattar á veðhlaupakeppninni

22.6. Konunglega veðhlaupakeppnin hefur verið sannkölluð hatta veisla. Elísabet Englandsdrottning lætur sitt ekki eftir liggja.  Meira »

Geta gæludýraeigendur átt falleg húsgögn?

22.6. Litlu loðbörnin eiga það til að tæta upp arma á stólum og jafnvel naga sig djúpt ofan í sessur og púða. Að ekki sé talað um hárin sem dreifast um alla íbúð. Meira »

Viltu ljóma alveg eins og sólin í sumar?

22.6. Aðgengi kvenna í dag að upplýsingum er óendanlegt og kemur sér vel þegar við erum að velja okkur snyrtivörur. Umræðan í dag snýst mikið um ávaxtasýrur, peptíð og C-vítamín. Meira »

„Heimilið er mjög ótæknilegt“

22.6. Brynja Jónbjarnardóttir starfar sem markaðsráðgjafi hjá Hugsmiðjunni og sem fyrirsæta. Hún hefur búið víða og veit hvað gerir hús að góðu heimili. Þó að hún vinni sem markaðssérfræðingur hjá tæknifyrirtæki velur hún að hafa heimilið án mikillar tækni. Meira »

Spears gerir þetta til að léttast

22.6. Tónlistarkonan Britney Spears hefur verið dugleg í ræktinni síðustu mánuði en hún vill frekar gera styrktaræfingar til að léttast heldur en að taka hefðbundnar brennsluæfingar. Meira »

Jónína og Gunnar selja húsið í Hveragerði

21.6. Detox-leiðtoginn Jónína Benediktsdóttir og Gunnar Þorsteinsson oft kenndur við Krossinn hafa ákveðið að setja hús sitt í Hveragerði á sölu. Meira »

„Ég fékk tár í augun og var bara orðlaus“

21.6. „Ég var í raun ekki að átta mig á þessu öllu þar sem þetta gerðist mjög hratt fyrr en ég var komin inn í herbergi þar sem ég átti að bíða eftir því að komast inn i herbergi í viðtal við Hair Magazine. Þarna stóð ég allt í einu með risa blómvönd og bikar.“ Meira »

90% af öldrun húðarinnar vegna sólar

21.6. Þegar við brennum þá hafa sólargeislarnir náð að skaða húðfrumur sem ræsir ónæmiskerfið til að hreinsa burt dauðar frumur og laga skemmdirnar sem eftir eru. Vegna bólgunnar þá er meira blóðflæði í húðinni og okkur getur fundist við líta frísklega út - svo lengi sem við erum ekki illa brunnin! Meira »

Kári og Valgerður á Midsummer Music

21.6. Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music hófst í gær með tónleikum í Eldborg sem báru yfirskriftina Minning um Flórens. Fram komu mikilsvirtir tónlistarmenn og fluttu verk eftir Brahms, Sjostakovitsj,... Meira »