Hvað gerir ríkasta tónlistakona veraldar öðruvísi?

Söngkonan Rihanna mætti að sjálfsögðu að kynna nýtt vörumerki, Fenty, …
Söngkonan Rihanna mætti að sjálfsögðu að kynna nýtt vörumerki, Fenty, í maí á þessu ári. Fenty er tískumerki sem unnið er í samstarfi við LHVM. mbl.is/AFP

Söngkonan Rihanna er samkvæmt vef Business Insider ríkasta tónlistarkona varaldarinnar í dag. Hrein eign hennar er metin á 600 milljónir Bandaríkjadala sem gerir hana ríkari en Madonnu, Celine Dion og jafnvel Beyoncé.

En það er ekki það eina. Hún gefur til baka til samfélagsins og gerir hlutina eilítið öðruvísi en margir. Eftirfarandi atriði eru í hennar anda og að margra mati til fyrirmyndar:

Með eggin í fleiri en einni körfu

Rihanna var ung að aldri þegar hún hóf tónlistarferil sinn. Hún hefur selt yfir 60 milljónir  smáskífa og 215 milljónir stafrænna smáskífa í gegnum ævina. Vinsældir hennar hafa komið henni í annað sæti yfir söluhæstu listamanna á netinu. 

Einungis lítill hluti tekna hennar í dag eru í gegnum tónlistariðnaðinn. Hún þénar aðallega í gegnum samstarf sitt við önnur vörumerki. Árið 2014 gerði hún sem dæmi samning við Puma. Hún var ráðin listrænn stjórnandi vörulínu Puma og jók sölu þeirra um 16% á fyrri hluta rekstrar árs samstarfsins.

Aðdáendur hennar eru hliðhollari henni en aðdáendur annarra í tónlistariðnaðinum. Samkvæmt rannsóknum eru 3,7 sinnum meiri líkur á að þeir sem hlusta á tónlistina hennar kaupi vörumerki hennar en annarra listamanna. Arðbærasta fjárfestingin sem hún hefur farið í til þessa er samvinna hennar við tískusamsteypuna LVMH.

Samstarfið við LVMH á rætur sínar að rekja til ársins 2017 og fól í sér m.a. þróun á förðunarlínunni Fenty Beauty. Velta Fenty Beauty á fyrsta starfsári sínu var yfir 550 milljónir Bandaríkjadala. Rihanna á 15% í vörumerkinu sem metið er á 3 milljarða Bandaríkjadala í dag.

Á þessu ári þróaðist samstarf hennar við LVMH enn frekar, þar sem tískulínan Fenty fór í sölu í maí síðastliðnum.“

Með eigin fjárfestingar

Rihanna er talinn einn áhugaverðasti frumkvöðull okkar tíma. Hún lagði m.a. 34 milljónir Bandaríkjadala í fjárfestingu á eigin vörumerki Fenty í samstarfi við LVMH. Hún er einnig með viðskiptavit þegar kemur að fjárfestingum með fasteignir. Dæmi um það er hús sem hún keypti í Los Angeles á dögunum fyrir 6,8 milljónir Bandaríkjadala sem hún seinna seldi á 7.4 milljónir Bandaríkjadala. 

Með mikla sjálfsvirðingu

Rihanna kann að njóta lífsins og lifa lífinu. Hún leigir stóra íbúð í London í dag. Hún er með kokk sem eldar matinn hennar, með förðunarfræðing sem er til taks fyrir hana allan sólahringinn, eigin húðsérfræðing í vinnu og fleira þegar kemur að útlitinu. 

Þegar hún fer í frí þá fer hún á áhugaverða staði um víða veröld, leigir sér vanalega góð húsnæði, er með bát og þjónustufólk sér til aðstoðar. Eða nýtur stundar með kærasta, fjölskyldu eða vinum út af fyrir sig.

<strong>Gefur til baka til samfélagsins</strong>

Árið 2012 setti Rihanna á laggirnar Clara Lionel Foundation, sjóð sem er skýrður í höfuðið á afa hennar og ömmu. Sjóðurinn styður við börn um víða veröld, með því að veita þeim gæða heilbrigðisþjónustu og góða menntun. 

Rihanna í París að kynna Fenty.
Rihanna í París að kynna Fenty. MARTIN BUREAU
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál