Hvað gerir ríkasta tónlistakona veraldar öðruvísi?

Söngkonan Rihanna mætti að sjálfsögðu að kynna nýtt vörumerki, Fenty, ...
Söngkonan Rihanna mætti að sjálfsögðu að kynna nýtt vörumerki, Fenty, í maí á þessu ári. Fenty er tískumerki sem unnið er í samstarfi við LHVM. mbl.is/AFP

Söngkonan Rihanna er samkvæmt vef Business Insider ríkasta tónlistarkona varaldarinnar í dag. Hrein eign hennar er metin á 600 milljónir Bandaríkjadala sem gerir hana ríkari en Madonnu, Celine Dion og jafnvel Beyoncé.

En það er ekki það eina. Hún gefur til baka til samfélagsins og gerir hlutina eilítið öðruvísi en margir. Eftirfarandi atriði eru í hennar anda og að margra mati til fyrirmyndar:

Með eggin í fleiri en einni körfu

Rihanna var ung að aldri þegar hún hóf tónlistarferil sinn. Hún hefur selt yfir 60 milljónir  smáskífa og 215 milljónir stafrænna smáskífa í gegnum ævina. Vinsældir hennar hafa komið henni í annað sæti yfir söluhæstu listamanna á netinu. 

Einungis lítill hluti tekna hennar í dag eru í gegnum tónlistariðnaðinn. Hún þénar aðallega í gegnum samstarf sitt við önnur vörumerki. Árið 2014 gerði hún sem dæmi samning við Puma. Hún var ráðin listrænn stjórnandi vörulínu Puma og jók sölu þeirra um 16% á fyrri hluta rekstrar árs samstarfsins.

Aðdáendur hennar eru hliðhollari henni en aðdáendur annarra í tónlistariðnaðinum. Samkvæmt rannsóknum eru 3,7 sinnum meiri líkur á að þeir sem hlusta á tónlistina hennar kaupi vörumerki hennar en annarra listamanna. Arðbærasta fjárfestingin sem hún hefur farið í til þessa er samvinna hennar við tískusamsteypuna LVMH.

Samstarfið við LVMH á rætur sínar að rekja til ársins 2017 og fól í sér m.a. þróun á förðunarlínunni Fenty Beauty. Velta Fenty Beauty á fyrsta starfsári sínu var yfir 550 milljónir Bandaríkjadala. Rihanna á 15% í vörumerkinu sem metið er á 3 milljarða Bandaríkjadala í dag.

Á þessu ári þróaðist samstarf hennar við LVMH enn frekar, þar sem tískulínan Fenty fór í sölu í maí síðastliðnum.“

Með eigin fjárfestingar

Rihanna er talinn einn áhugaverðasti frumkvöðull okkar tíma. Hún lagði m.a. 34 milljónir Bandaríkjadala í fjárfestingu á eigin vörumerki Fenty í samstarfi við LVMH. Hún er einnig með viðskiptavit þegar kemur að fjárfestingum með fasteignir. Dæmi um það er hús sem hún keypti í Los Angeles á dögunum fyrir 6,8 milljónir Bandaríkjadala sem hún seinna seldi á 7.4 milljónir Bandaríkjadala. 

Með mikla sjálfsvirðingu

Rihanna kann að njóta lífsins og lifa lífinu. Hún leigir stóra íbúð í London í dag. Hún er með kokk sem eldar matinn hennar, með förðunarfræðing sem er til taks fyrir hana allan sólahringinn, eigin húðsérfræðing í vinnu og fleira þegar kemur að útlitinu. 

Þegar hún fer í frí þá fer hún á áhugaverða staði um víða veröld, leigir sér vanalega góð húsnæði, er með bát og þjónustufólk sér til aðstoðar. Eða nýtur stundar með kærasta, fjölskyldu eða vinum út af fyrir sig.

Gefur til baka til samfélagsins

Árið 2012 setti Rihanna á laggirnar Clara Lionel Foundation, sjóð sem er skýrður í höfuðið á afa hennar og ömmu. Sjóðurinn styður við börn um víða veröld, með því að veita þeim gæða heilbrigðisþjónustu og góða menntun. 

Rihanna í París að kynna Fenty.
Rihanna í París að kynna Fenty. MARTIN BUREAU
mbl.is

Líkamsfarði Kim gerir allt vitlaust

12:00 Raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian West kynnir okkur nú fyrir líkamsfarða sem getur falið æðar og marbletti.   Meira »

IKEA vinnur með heimsþekktu fólki

09:00 Sænska móðurskipið IKEA kynnti nýjungar sínar á Democratic Design Days í Almhult í Svíþjóð á dögunum. Sjálfbærni, nýting á plássi og upplifun eru í forgrunni hjá þessu stóra fyrirtæki án þess að tapa þeim eiginleikum að gera heimilið fallegra. Ein af stærstu fréttunum er samstarf IKEA og Sonos. Meira »

Bláklæddar á veðhlaupakeppninni

05:00 Katrín hertogaynja og Elísabet Englandsdrottning voru í stíl á opnunarhátíð konunglegu veðhlaupakeppninnar sem hófst í dag.  Meira »

Rihanna sjóðandi heit í bleiku

Í gær, 23:30 Tónlistarkonan Rihanna brá undir sig betri fætinum í New York-borg á þriðjudagskvöld og var sjóðandi heit í bleikum kjól.  Meira »

Gettu hvar Gylfi keypti brúðkaupsfötin?

Í gær, 19:00 Gylfi Þór Sigurðsson landsliðsmaður og fótboltastjarna kvæntist ástinni um helgina. Hann valdi aðeins það besta eða föt frá ... Meira »

Dragdrottning Íslands hélt uppi stuðinu

Í gær, 18:00 Dragdrottning Íslands, Gógó Starr, mætti einnig á svæðið og sló í gegn með flutningi á laginu Snapshot með RuPaul og hárblásurum sem hún nýtti sem vindvélar til að fullkomna showið. Meira »

Adele nánast óþekkjanleg

Í gær, 14:00 Breska tónlistarkonan Adele hefur lagt mikið af en það sést vel á nýrri mynd af tónlistarkonunni með hljómsveitinni Spice Girls. Meira »

Kjóll Alexöndru frá Galia Lahav

í gær Brúðarkjóll Alexöndru Helgu Ívarsdóttur er frá ísraelska tískuhúsinu Galia Lahav.   Meira »

Hvers vegna fór Vigdís í framboð 1980?

í gær Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands segir að hún hefði aldrei farið í forsetaframboð ef sjómennirnir hefðu ekki skorað á hana. Meira »

Eins og risastór tískusýning á árshátíðinni

í gær Það voru allir í spariskapi þegar Geysir hélt árshátíð sína í Marshallhúsinu. Eins og sést á myndunum voru allir í sínu fínasta pússi á þessu fallega sumarkvöldi. Boðið var upp á girnilegar veitingar en andleg næring var í boði Frímanns Gunnarssonar en hann kitlaði hláturtaugar gestanna og Una Schram og Cell7 tóku í míkrafóninn við mikinn fögnuð. Meira »

Dragdrottningar stálu senunni á MTV-verðlaunahátíðinni

í fyrradag Dragdrottningarnar Trixie Mattel, Katya Zamolodchikova og Alyssa Edwards sköruðu fram úr á rauða dreglinum.  Meira »

Sjáðu Gylfa og Alexöndru á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Gylfi Þór Sigurðsson og Alexandra Helga Ívarsdóttir birtu loksins myndir af stóra deginum.  Meira »

Kolbrún fær útrás í að fegra í kringum sig

í fyrradag Kolbrún Kristleifsdóttir kennari býr ásamt fjölskyldu sinni í 105 Reykjavík. Hún hefur unun af því að hugsa vel um garðinn sinn. Meira »

Vigdís Hauks og Garðar Kjartans í sveitinni

18.6. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins og Garðar Kjartansson fasteignasali nutu veðurblíðunnar saman um helgina.   Meira »

Alexandra og Birgitta Líf með eins töskur

18.6. Mittistöskur eru móðins þessa dagana. Þegar Alexandra Helga Ívarsdóttir og Birgitta Líf Björnsdóttir fóru saman til Flórída var sú fyrrnefnda með mittistösku frá Prada en í brúðkaupinu var Birgitta Líf með nákvæmlega eins tösku. Meira »

Aron Einar og Kristbjörg mættu í stíl

17.6. Aron Einar Gunnarsson landsliðsmaður og Kristbjörg Jónasdóttir mættu í stíl í brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu Ívarsdóttur. Meira »

Erna Hrönn og Jörundur loksins hjón

17.6. Erna Hrönn útvarpsstjarna á K100 giftist unnusta sínum, Jörundi Kristinssyni, sem starfar hjá Origo. Brúðkaupið var ekki bara ástarhátíð heldur tónlistarveisla. Meira »

Viltu vera umvafin silki?

17.6. Absolute Silk Micro Mousse-meðferð frá Sensai er það nýjasta í þessari japönsku snyrtivörufjölskyldu. Um er að ræða einstaka efnasamsetningu sem skartar efnum sem eru unnin úr Koishimaru Silk Ryoal. Meira »

Langar þig í hádegisverð með Clooney?

17.6. Nú er uppboð á netinu þar sem þú getur unnið hádegisverð með Amal og George Clooney í villu þeirra hjóna við Como-vatnið á Ítalíu. Meira »

Kynntust á trúnó og ætla sér stóra hluti

17.6. Agnes Kristjónsdóttir og Rebekka Austmann hafa sameinað krafta sína á ævintýralegan hátt en leiðir þeirra lágu saman á athyglisverðan hátt. Meira »

Þjálfari Kim K um hnébeygjur

17.6. Einkaþjálfarinn hennar Kim Kardashian veit hvað hún syngur þegar kemur að hnébeygju með lyftingastöng. Hún tekur saman sjö atriði sem hafa ber í huga. Meira »