Hvernig verslar ofurmamman í matinn?

Anna Rakel er ofurmamman sem massar matarinnkaupin í hverri viku.
Anna Rakel er ofurmamman sem massar matarinnkaupin í hverri viku.

Manstu eftir Umu Thurman í myndinni Kill Bill þar sem hún gjörsigrar alla í kringum sig? Nú hefur Anna Rakel fyrirsæta, plötusnúður og dagskrárgerðarmaður sett sig í stellingar Thurman í fyrrnefndri mynd. Hún leikur „mömmuna“ sem er grjótharður töffari sem massar matarinnkaupin í hverri viku. Í fyrri auglýsingum náðu Nettdór og Lilja að heilla landsmenn upp úr skónum en nú er það ofurmamman sem tekur völdin. 

„Nettó hefur vakið athygli fyrir einstaklega líflegar auglýsingar sem byggja á Nettó-fjölskyldunni, sem er sannarlega nútímafjölskylda í sinni tærustu mynd. Samsett og pínu flókin en allir gera það sem þeir geta til að hlutirnir gangi upp. Nettó- fjölskyldan leit dagsins ljós haustið 2017 og hafa alls sex auglýsingar birst á öldum ljósvakans síðan. Hún endurspeglar gildi Nettó vel, fjölskylduvæn, óvænt, skemmtileg, hagkvæm- og alls konar fyrir alla – enda leiðandi á sviði lágvöruverðsverslana þegar kemur að fjölbreyttri þjónustu við viðskiptavini sbr. netverslun og rýmri opnunartímar en allajafna þekkist hér á landi í þessum flokki,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir markaðsstjóri Nettó. 

„Við höfum sumsé farið um víðan völl, allt frá að sjá Nettdór syngja „Sent eða sækt” til að vekja athygli á netverslun Nettó yfir í Skúla pabba að fela páskaeggin með heldur drungalegum hætti og nú er sú nýjasta helguð mömmunni, aðal töffaranum í fjölskyldunni undir yfirskriftinni Svarta beltið í sparnaði,“ segir hún. 

Auglýsingastofan H:N Markaðssamskipti sá um handritsgerð og má hæglega segja að innblásturinn sé kominn frá Kill Bill, enda fjöldi tilvísana í auglýsingunni þegar vel er að gáð. Mamman er, eins og mömmur geta verið, grjótharður töffari sem hefur ekki tíma til að flækja hlutina um of. Hún veit nákvæmlega hvar hún fær bestu kjörin hverju sinni og þekkir gangana eins og lófann á sér. Hún massar þessi helgartilboð viku eftir viku – og er snögg að því. Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan sá um framleiðslu og Arnar Helgi Hlynsson leikstýrði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál