6 lífsráð Dakota Fanning

Dakota Fanning fer í bað á hverju kvöldi.
Dakota Fanning fer í bað á hverju kvöldi. AFP

Leikkonan Dakota Fanning er aðeins 25 ára en hún hefur verið í sviðljósinu í 20 ár. Hún hefur þurft að takast á við mikið álag, enda getur það verið erfitt að vera í sviðljósinu. 

Fanning kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins 5 ára gömul í kvikmyndinni I Am Sam og var yngsta manneskja í heimi til að hreppa Screen Actors Guild-verðlaunin. Hún hefur leikið í yfir 40 kvikmyndum síðan þá og mun koma fram í kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood ásamt Leonardo DiCaprio, Brad Pitt og Margot Robbie. 

Hún er mjög afslöppuð en það eru nokkur atriði sem verða að vera á hreinu í hennar lífi.

Hlustaði á líkamann 

„Það er svo mikilvægt að svitna vel. Ég hreinsa hugann með því og það er gott fyrir húðina mína og mér líður almennt betur af því,“ segir Fanning í viðtali við Shape. Hún reynir að æfa sex sinnum í viku og fer oft í úthalds-ballett tíma. Hún segist vera búin að læra hlusta á líkamann sinn og hvílir þegar hún þarf þess. 

Borðaðu ís

Fanning segist vera farin að borða mun hollara en hún gerði. „Ég er klárlega ekki manneskjan sem borðar ekki sykur eða kolvetni. Eða drekkur ekki koffín eða vín. Það mun ekki gerast. Ég er algjör sælkeri,“ segir Fanning. Hún segir að þegar hún heimsækir foreldra sína í Los Angeles þá fái þær mæðgur sér oft ís í eftirrétt. Hún segir að fyrir henni snúist mataræðið allt um að borða í hófi. „Ef ég fer á pastastað sem er frægur fyrir pastað sitt, þá fæ ég mér pasta. Ég set mér ekki hömlur. Það er ekki raunhæft til lengri tíma. Maður verður að njóta. Matur á að vera skemmtilegur,“

Sýndu sjálfri þér alltaf ást

„Ég fer í bað á hverju einasta kvöldi. Ég set hlaðvarp af stað, fer í baðkarið og loka augunum. Þessi rútína er fasti í lífi mínu og ég get ekki lifað án hennar. Ef ég fer á hótel og það er ekkert baðkar verð ég að láta færa mig.“

Skilgreindu hvað árangur er fyrir þér

„Eins mikið og ég nota markmið, þá veit ég að maður fer ekki alltaf leiðina sem maður ætlaði í upphafi til að ná þeim. Ég segi aldrei við sjálfa mig að ég verð glöð þegar þetta og þetta gerist eða Þessi hlutur mun láta mér líða vel, því að mér finnst það ekki raunhæft. Það er mikilvægt að hafa markmið, sýn og drifkraft, en maður verður að skilja að maður nær ekki markmiðunum á þann hátt sem maður bjóst við,“ segir Fanning.

Finndu einhvern sem styður við bakið á þér

Elle Fanning systir Dakot Fanning er besta vinkona hennar. „Við erum mjög nánar og höfum alltaf verið það. Við erum mjög ólíkar en við erum mjög nánar. Við tölum ekki saman alla daga, enda þurfum við þess ekki. Við eigum bara þessa sérstöku tengingu,“ segir Fanning.

Gerðu eitthvað sem skiptir máli 

Fanning er sendiherra hjá Save The Children og hefur tekið þátt í skólaverkefnum á vegum þeirra síðustu ár. „Að gefa til baka skiptir mig miklu máli. Sjálfboðaliðastarf hefur alltaf verið hluti af lífi mínu og ég hef lært það að hjálpa öðrum hjálpar manni sjálfum líka,“ segir Fanning.

Dakota Fanning fer með hlutverk í Once Upon a Time …
Dakota Fanning fer með hlutverk í Once Upon a Time in Hollywood. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál