38 lífslexíur sem gera allt vitlaust

Declan Cashin hefur dregið 38 lífslexíur af sínum 38 árum …
Declan Cashin hefur dregið 38 lífslexíur af sínum 38 árum á jörðinni. skjáskot/Instagram

Hinn 38 ára gamli Declan Cashin deildi 38 lífslexíum sem hann hefur lært í gegnum þau 38 ár sem hann hefur verið á jörðinni. Lexíurnar hafa vakið nokkra athygli og yfir 17 þúsund manns hafa líkað við þær á Twitter. Lexíurnar eru af ýmsum toga, allt frá ráðum um andlega heilsu yfir í praktísk atriði í hinu daglega lífi, eins og að taka af sér bakpokann í stútfullri lest. 

Fyrsta lexían snýr að áfengi, en Cashin ákvað að minnka áfengisneyslu sína. Hann hætti ekki alveg að drekka, en drekkur mun minna og sjaldnar en hann gerði áður fyrr. Hann mælir með því. 

Önnur lexían snýr að andlegri heilsu og ráðleggur hann sjálfum sér og öðrum að fara til þerapista ef þeir geta.

Í áttundu lexíunni minnir hann okkur á að það er ekkert sem heitir lífstíðarstarf eða lífstíðarframi. 

Í fjórtándu lexíunni segir hann að það að bera sig saman við aðra sé ávísun á stórslys. Hann gerir það stundum en er að reyna að hætta því.

Cashin opnar sig einnig um persónuleg málefni í lexíunni og segist vera búinn að sætta sig við að hann muni aldrei geta keypt sitt eigið húsnæði. Hann segir líka frá því að það er ömurlegt að vera í vanskilum og segist hafa verið að glíma við skuldir á fertugsaldrinum. Hann segir líka frá því að hann hafi aldrei verið í sambandi lengur en þrjá mánuði. 

Restina af lexíum má lesa hér fyrir neðan.



Í áttundu lexíunni minnir hann okkur á að það er …
Í áttundu lexíunni minnir hann okkur á að það er ekkert sem heitir lífstíðarstarf eða lífstíðarframi. Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál