Lykillinn að farsæld Gisele Bündchen

Gisele Bündchen gaf út bók í fyrra sem sýnir persónuna …
Gisele Bündchen gaf út bók í fyrra sem sýnir persónuna á bak við fyrirsætuna.

Ofurfyrirsætunni Gisele Bündchen er margt til lista lagt. Flestir þekkja hana frá því á sýningarpöllunum, sú kona er hins vegar ekki raunverulega sú sem hún er. Þetta kemur fram í bók hennar - Lessons: My Path to a Meaningful Life. 

Bündchen segir mikilvægt að aðgreina fagið sem maður starfar í frá persónunni sem maður er. Hún hefur lengi verið á andlegu nótunum og hugleiðir sem dæmi daglega. Í viðtali í hljóðvarpi hjá Jay Shatty sagði hún að agi væri án efa sá hæfileiki sem hún hefði fæðst með. Hún er stoltust af móðurhlutverkinu og reynir á hverjum degi að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín. 

„Ég kem úr stórum systrahópi, þar sem ég er einhvers staðar í miðjunni. Við höfðum allar systurnar okkar hlutverk á heimilinu. Okkur var kennt að vinna og að taka ábyrgð á hluta af heimilisstörfunum. Ég veit ekki hvort ég sé einvörðungu fædd með þennan hæfileika eða hvort fjölskylda mín hafi aðstoðað mig við að þróa hann enn þá frekar. En ég trúi á að setja í forgrunn ákveðna hluti á hverjum degi - sama hvað gengur á í lífinu. Ég reyni að kenna börnunum mínum þetta áfram. Verkefni lífsins verða auðveldari þegar maður sinnir sjálfum sér og öðrum vel.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál