Hvað á að lesa í sumar?

Það er gaman að lesa.
Það er gaman að lesa. Pexels

Nú þegar liðið er á sumarið og margir hverjir komnir í sumarfrí er notalegt að koma sér vel fyrir uppi í bústað eða í fellihýsinu með góða bók og lesa. Það getur bjargað ferðalaginu að vera með góða bók með sér til að glugga í. Sumar af þessum bókum eru reyndar svo spennandi að það er óvíst hvort þú náir að leggja þær frá þér.

Litlir eldar alls staðar - Celeste Ng

Forlagið

Litlir eldar alls staðar eftir Celeste Ng var valin besta skáldsagan í lesendavali Goodreads og Amazon árið 2017. Í Shaker-hæðum er allt ítarlega planað og enginn er meiri holdgervingur þess anda en Elena Richardson. Þar til Mia, leyndardómsfull listakona, flytur í þessa fullkomnu kúlu með unglingsdóttur sinni Pearl og leigir hús af Richardson-fjölskyldunni. En Mia á sér dularfulla fortíð og virðingarleysi hennar fyrir reglum ógnar þessu vandlega skipulagða samfélagi.

Engin málamiðlun - Lee Child

Forlagið

Engin málamiðlun eftir Lee Child er 20. bókin í hinum geysivinsæla bókaflokki um Jack Reacher. Bókin hefur átt fast sæti á metsölulistum síðan hún kom út enda spennutryllir eins og þeir gerast bestir.

Mrs. Everything - Jennifer Weiner

Goodreads

Mrs. Everything eftir Jennifer Weiner er fjölskyldusaga sem gerist á sjötta áratug síðustu aldar. Systurnar Jo og Bethie Kaufman reyna að feta sig í hinum síbreytandi heimi og er raunveruleikinn ekki eins og þær bjuggust við þegar þær voru litlar stelpur í Detroit.

1793 - Niklas Natt och Dag

Forlagið


 
1793 eftir Niklas Natt och Dag er sænskur sagnfræðikrimmi af bestu sort og er bókin búin að fá virkilega góðar viðtökur hjá gagnrýnendum og lesendum hérlendis. Bókin hlaut verðlaun Sænsku glæpasagnasamtakanna sem besta frumraunin 2017 og hefur útgáfuréttur að bókinni verið seldur til yfir þrjátíu landa.

Ordinary People - Diana Evans

Goodreads

Ordinary People eftir Diana Evans er áhugaverð saga um foreldrahlutverkið og sjálfið, kynlíf, eftirsjá og vináttu. Hún gerist í London og fjallar um tvö pör sem standa á tímamótum.

Olga - Bernhard Schlink

Forlagið

Olga eftir eftir Bernhard Schlink er heillandi ástarsaga sem er samtvinnuð sögu Þýskalands fram eftir 20. öldinni. Bernhard Schlink er einn þekktasti núlifandi rithöfundur Þýskalands en hann sló í gegn með skáldsögunni Lesarinn sem fór sigurför um heiminn en Olga gefur fyrri verkum Schlink ekkert eftir og hefur fengið góðar viðtökur hér og víðs vegar um heim.

mbl.is