Konurnar sem Meghan valdi

Meghan var gestaritstjóri breska Vogue í september.
Meghan var gestaritstjóri breska Vogue í september. AFP

Meghan hertogaynja af Sussex er sú fyrsta í 103 ára sögu tímaritsins til að gestaritstýra septemberhefti breska Vogue.
Forsíðuna prýða 15 konur sem allar hafa beitt sér fyrir breytingum í heiminum. Meghan hefur verið sökuð um að stela hugmyndinni að forsíðunni, sem er vissulega tilkomumikil.
Það fyrsta sem hún sagði við ritstjórann Edward Enningful var að hún vildi sjá freknur á forsíðunni. Í blaðinu má einnig finna viðtöl við Jane Goodall mannfræðing og Michelle Obama fyrrverandi forsetafrú.

En hverjar eru konurnar á forsíðunni ?

 1. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands
 2. Sinead Burke, baráttukona og fyrirlesari
 3. Greta Thunberg baráttukona
 4. Jane Fonda, leikkona og baráttukona
 5. Laverne Cox, LGBTQIA+ talskona, leikkona og framleiðandi
 6. Adwoa Aboah, baráttukona og fyrirsæta
 7. Adut Akeck, fyrrverandi flóttakona og fyrirsæta
 8. Ramala Ali, fyrrverandi flóttakona og boxari
 9. Gemma Chan, baráttukona og leikkona
 10. Salma Hayek Pinault, baráttukona, leikkona og framleiðandi
 11. Francesca Hayward, ballerína og leikkona
 12. Jameela Jamil, baráttukona og leikkona
 13. Chimamanda Ngozo Adichie rithöfundur
 14. Yara Shahidi, ung baráttukona og leikkona
 15. Christy Turlington Burns, baráttukona og fyrirsæta
Forsíðan.
Forsíðan. AFP
mbl.is