5 spurningar fyrir þá sem eru óvissir

Að finna áhugavert starf að sinna er forsenda þess að …
Að finna áhugavert starf að sinna er forsenda þess að lifa góðu og skemmtilegu lífi að mati margra. mbl.is/Thinkstockphotos

Á vefsvæði Well and Good má finna áhugaverða grein sem fjallar um góðar spurningar að svara fyrir þá sem eru óvissir um framtíðina sína. 

Fjölmargir eru á þeim stað í lífinu að vera óvissir um tilgang sinn eða hvað þeir ættu að vera að gera í lífinu. 

Spurningarnar eru eftirfarandi:

1. Hvað geri ég þegar ég er að slappa af í vinnunni?

Hvað finnst þér gaman að rannsaka? Að hverju leitarðu á netinu? Hverjum fylgir þú á Instagram? Þetta eru allt atriði sem geta aðstoðað þig við að sjá hvar áhugasvið þitt liggur.

Þessi æfing er ágæt til viðmiðunar en er ekki stóri sannleikurinn um þig. 

2. Hvaða blogg eða bækur finnst mér gaman að lesa?

„Það sem þú gerir þegar þú ert að slaka á getur gefið innsýn inn í áhugasvið þitt, en það efni sem þú étur í þig eða lest af mikilli ástríðu getur sagt til um ástríðu þína í lífinu. 

Ef áhugasviðið liggur langt frá daglegri atvinnu er hægt að prófa sig áfram með það í frítíma.

3. Ef ég gæti verið hver sem er í viku - hver væri það?

Þeir sem við lítum upp til og vonumst til að verða í framtíðinni getur gefið okkur vísbendingu um hvað við viljum gera. Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Þetta er áhugaverð spurning sem gefur einnig vísbendingu um gildin okkar.

4. Hvað leitar fólk til mín með?

Hér er gott að leyfa sér að skoða hvað hefur gengið vel í fortíðinni, hvenær fólk hefur komið til okkar að fá hjálp. Ef þú ert sem dæmi oft að aðstoða með barnaafmæli vina þinna og vinnan þín vekur lukku sem dæmi á samfélagsmiðlum, má áætla að það gæti verið gott að skoða feril á þessu sviði. Hvort heldur sem er með tímanum, eða með því að fjárfesta í námskeiði á þessu sviði og þar fram eftir götunum.

Hér er gott að hafa í huga hvort verkefnin séu ánægjuleg eða streituvaldandi. 

5. Hvað finnst mér skemmtilegt að gera?

Það sem þér finnst skemmtilegt að gera getur verið eitthvað sem þú gerir aukalega án þess að þú þurfir að hætta í dagvinnunni. Fjárhagslegt öryggi getur verið nauðsynlegt og þá væri það sem er gaman að gera eitthvað sem í upphafi er gert að auki. Eitthvað sem aðrir eru tilbúnir að greiða fyrir. Með tímanum getur þessi aukagrein orðið þín aðalgrein. 

Það er ekki nauðsynlegt að setjast niður og finna út úr þessu á einum degi. Dagurinn í dag er án efa eins og hann á að vera. Fyrsta skrefið er alltaf að vita hvenær maður þarf á breytingum að halda. 

mbl.is