Stjörnur með háskólagráður sem koma á óvart

Stjörnurnar úti í heimi er með fjölbreytt safn af háskólagráðum.
Stjörnurnar úti í heimi er með fjölbreytt safn af háskólagráðum. Samsett mynd

Margar heimsfrægar stjörnur hafa útskrifast úr einhverju allt öðru en þær eru frægar fyrir. Sumar stjörnur fóru í háskóla áður en frægðin kallaði en aðrar fóru í háskóla eftir að hafa öðlast frægð og frama. Er háskólamenntun þá bara tilgangslaus? Líklega ekki en fólk nýtir augljóslega menntun sína á ólíkan hátt. 

Dwayne „The Rock“ Johnson

Dwayne Johnson eða The Rock eins og hann er kallaður er launahæsti leikarinn í Hollywood en áður en hann sló í gegn nældi hann sér í háskólagráðu í afbrotafræði og lífeðlisfræði. 

Dwayne Johnson.
Dwayne Johnson. mbl.is/AFP

Brooke Shields

Leikkonan og fyrirsætan útskrifaðist með gráðu í frönskum bókmenntun frá Princeton. 

Brooke Shields.
Brooke Shields. mbl.is/AFP

Brian May

Gítarleikari hljómsveitarinnar Queen var byrjaður í doktorsnámi þegar hljómsveitin sló í gegn. Hann skráði sig aftur í nám árið 2006 og útskrifaðist frá Imperial College London árið 2008 með doktorsgráðu í stjarneðlisfræði. 

Brian May.
Brian May. mbl.is/AFP

Natalie Portman

Leikkonan hefur starfað sem leikkona frá barnæsku. Þrátt fyrir leiklistarferilinn útskrifaðist hún úr sálfræði frá Harvard árið 2003 en meðan á náminu stóð lék hún í Star Wars. 

Leikkonan Natalie Portman.
Leikkonan Natalie Portman. mbl.is/AFP

Aziz Ansari

Grínistinn útskrifaðist með gráðu í markaðsfræði frá New York University áður en hann sló í gegn. 

Aziz Ansari
Aziz Ansari skjáskot/Instagram

Chris Martin

Coldplay-söngvarinn útskrifaðist með gráðu í grísku og latínu frá University College London. Martin hitti reyndar hljómsveitarfélaga sína í háskólanum. 

Chris Martin.
Chris Martin. mbl.is/AFP

Will Ferrell

Grínleikarinn er með háskólagráðu í fagi sem kalla má íþróttaupplýsingamiðlum frá University of Southern California en ætlaði að verða íþróttafréttamaður. 

Will Ferrell.
Will Ferrell. mbl.is/AFP

John Legend

Tónlistarmaðurinn er með gráðu frá University of Pennsylvania í ensku með sérstaka áherslu á bókmenntir svartra í Bandaríkjunum. 

John Legend.
John Legend. mbl.is/AFP

Lisa Kudrow

Friends-stjarnan útskrifaðist með gráðu í líffræði frá Vassar Collage. 

Lisa Kudrow.
Lisa Kudrow. mbl.is/AFP

Rowan Atkinson

Mr. Bean-leikarinn útskrifaðist með meistaragráðu úr rafmagnsverkfræði árið 1978.

Rowan Atkinson.
Rowan Atkinson. mbl.is/REX

Arnold Schwarzenegger

Vöðvatröllið nældi sér í gráðu í viðskiptum frá University of Wisconsin–Superior árið 1979. 

Arnold Schwarzenegger.
Arnold Schwarzenegger. mbl.is/AFP

Ricky Gervais

Grínistinn útskrifaðist frá University College London með gráðu í heimspeki. 

Ricky Gervais.
Ricky Gervais. mbl.is/AFP

Rooney Mara

Leikkonan útskrifaðist frá New York University með gráðu í sálfræði árið 2010 en á háskólaárunum var hún að reyna fyrir sér í leiklistinni. 

Rooney Mara.
Rooney Mara. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál