„Þá fyrst fara peningarnir að frussast á mig!“

Ljósmynd/Cat Gundry-Beck

Liðsheild og kraftur einkenndi stefnumótundarfund Félags kvenna í atvinnulífinu á dögunum en fundurinn var haldinn í Íslandsbanka. Ragnheiður Aradóttir, varaformaður FKA, eigandi PROcoaching og PROtraining hélt erindi og Bergur Ebbi Benediktsson var með erindi um gildismat framtíðarinnar og Edda Hermannsdóttir fór yfir listina að koma fram. 

Um 100 félagskonur komu saman á fundinum og lögðu grunninn að starfinu og stemningin var góð. „Það lentu allar á besta borðinu,“ segir Andrea Róbertsdóttir nýr framkvæmdastjóri FKA. 

„Við erum hreyfiafl í samfélaginu, stuðlum að tengslamyndun, sýnileika félagskvenna og fjölmargar áhugaverðar hugmyndir komu fram á fundinum um hvernig skapa má viðskiptavettvang kvenna og auka samvinnu og samstöðu í atvinnulífinu. Það verður spennandi að vinna með allar þessar hugmyndir í framhaldinu með félagskonum,“ segir Andrea og segist vera mjög þakklát fyrir að vinna með og fyrir FKA-konur. 

„Á stefnumótunardeginum gafst mér tækifæri til að kynnast enn fleiri konum sem ég hlakka til að þjónusta eins vel og ég get. Það eru hæfileikar hvert sem litið er og ég fagna hve ólíkar við erum því þessir ólíku styrkleikar eru fjársjóður. Gera okkur sterkari. Saman erum við sterkari. Ólíkar en jafn góðar,“ segir hún og er alsæl með fundinn. 

„Það eru yfir ellefuhundruð athafnakonur úr öllum greinum atvinnulífsins sem mynda þétt og öflugt tengslanet FKA og á stefnumótunardeginum gafst öllum félagskonum tækifæri til að hafa áhrif á stefnu og framtíð FKA. Ég hvet konur til að taka þátt og gera sig gildandi,“ segir Andrea glöð í bragði og bætir við að það hafi verið algjörlega magnað andrúmsloft og yndisleg orka sem einkenndi fundinn í alla staði. „Ég sagði eftir fundinn að ef ég gæti tappað orkunni úr salnum á flösku þá myndi ég gera það – og flytja hana út. Og kaupa Turninn í Kópavogi,“ segir Andrea og hlær. „Já, þá fyrst myndu peningarnir frussast á mig. Þetta var algjörlega geggjað hjá þessum flottu kláru konum sem mynda þennan hóp ólíkra kvenna sem er tilbúinn að stíga fram á öllum sviðum. Áfram alls konar! Áfram við! Förum að vinna!“ segir Andrea glöð í bragði.

Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
Ljósmynd/Cat Gundry-Beck
mbl.is