„Hef í hyggju að láta drauma mína rætast"

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi hjá Aton.
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir ráðgjafi hjá Aton.

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir er ráðgjafi hjá Aton. Hún er dugleg að setja sér markmið enda vill hún nýta lífið eins vel og hún getur. Láta þannig drauma sína rætast. Í það minnsta láta reyna á það. 

Hvað gerirðu til að dekra við þig?

„Svona hversdags þá fer ég í ullarsokka, náttbuxur, hlýja peysu, kveiki á kertum og leggst upp í sófa undir sæng með góða bók eða hljóðbók í eyrunum.

Einu sinni las ég ógrynni af ævisögum en nú heillar mig mest að lesa um eitthvað fræðilegt eða uppbyggilegt. Með þessar bækur get ég hangið endalaust í baði, sem er pínu vandræðalegt, en vinir mínir þekkja það að hringja í mig og ég svara í baði. Baðbombur, baðsölt og allt baðtengt er því í miklu uppáhaldi hjá mér.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Gríska snyrtivörumerkið Korres sem erfitt er að finna en þegar ég finn það kaupi ég eins og enginn sé morgundagurinn. Það ilmar bara svo vel. Síðan er ég hrifin af Filippa K í fötum.“

Hvaða hönnuð heldurðu mest upp á?

„Alexander McQueen var alltaf í miklu eftirlæti hjá mér.“

Hvað þýðir tíska fyrir þig?

„Tískustraumar eru held ég ekki lengur til eins og við þekktum það áður þegar allir voru klæddir eins á ákveðnum tímabilum. Besta tískan er að klæða sig eftir eigin höfði og líðan, tjáning hvers og eins á hverri stundu.“

Hver er uppáhaldsíþróttafatnaðurinn þinn?

„Buxur, bolur, skór og alls ekki gleyma sokkunum.“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Kaffibollarnir mínir. Ég kaupi alltaf bolla fyrir hvern stað sem ég sæki eða hluti sem minna mig á tíma sem skiptir mig máli, þá get ég rifjað upp góðar minningar. Svo er skemmtilegt að velja kaffibolla fyrir fólk sem kemur í heimsókn. Þá er í boði: Páfabolli, Gilmore Girls-bolli, Bernie Sanders-bolli, Parísarbolli eða Harvardbolli. Svo er kaffi alveg ómissandi líka ef út í það er farið.“

Hver er mest notaða snyrtivaran í snyrtitöskunni?

„Maskarinn.“

Áttu þér uppáhaldsflík?

„Ég get ekki lifað án ullasokka, en tek svo ástfóstri við hlýjar peysur, eina og eina í senn. Þegar ég var unglingur átti mamma það til að láta svona peysur hverfa þegar þær voru orðnar mjög götóttar. Fólk á víst ekki að ganga í götóttu.“

Uppáhaldsmorgunmaturinn?

„Morgunmaturinn sem kærastinn minn gerir fyrir mig á sparidögum. Egg, beikon og pönnukökur. Slær alltaf í gegn.“

Hvað er á óskalistanum?

„Fyrir utan meiri tíma með mínu fólki, frið á jörð, heilbrigði og gleði fyrir alla – og auðvitað nýjan forseta í Bandaríkjunum – þá er ég með rosalega langan óskalista, nema nú kalla ég þetta „To do“-listann. Ég hef nefnilega í hyggju að láta drauma mína rætast, í það minnsta láta á það reyna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál