5 bækur sem færa þig úr stað

Það er gaman að bæta við sig þekkingu og læra nýja hluti. Hins vegar getur lærdómurinn oft verið snúinn því holdið og heilann getur verið erfitt að temja. Hér er listi yfir fimm bækur sem gagnast geta þeim sem vilja auka þroskann og færa sig úr stað á nýju ári. 

Peak - How all of us can achieve extraordinary things

Eftir Anders Ericsson og Robert Pool

Þessi bók fjallar um það að allir geta lært, þó að sumir þurfi að leggja meira á sig en aðrir. Höfundar bókarinnar benda á að oft eru það ekki einstakir meðfæddir hæfileikar sem verða til þess að einstaklingar skara fram úr á sínu sviði heldur þrotlausar og markvissar æfingar. Í bókinni er meðal annars útskýrt hvernig ástundun ein og sér viðheldur ákveðinni kunnáttu, en markvissar æfingar, þar sem stigið er út fyrir þægindaramma, er það sem framkallar framfarir.

How We Learn - Throw out the rule book and unlock your brain's potential.

Eftir Benedict Carey

Það liggja margar rannsóknir á bak við það hvernig heilinn starfar. Þegar við ætlum að læra eitthvað nýtt getur verið gott að vita hvaða aðferðir eru líklegar til árangurs. Í bókinni er fjallað um rannsókarniðurstöður og hvernig þær eru oft í mótsögn við það sem oft hefur verið talið góð leið til að læra.

Fluent Forever - How to learn Any Language Fast and Never Forget It.

Eftir Gabriel Wyner

Höfundur kynnir til sögunnar aðra nálgun á tungumál en flestir málaskólar leggja áherslu á. Hann færir rök fyrir því af hverju sú nálgun er betri og er með nokkuð ítarlega útlistun á sínum aðferðum. Hann leggur áherslu á að læra framburðinn fyrst og svo algengustu orðin í tungumálinu og vera þannig með grunn til að byggja áfram á.

Miracle Morning - The 6 Habits That Will Transform Your - Life Before 8AM

Eftir Hal Elrod

Þessi bók fjallar um það hvernig hægt er að fá meira út úr deginum. Höfundur útlistar hvaða áhrif það getur haft að vakna fyrr og taka daginn snemma. Hann hefur sett saman sex atriði í litla athöfn sem hann byrjar daginn á, og færir rök fyrir því af hverju það er gott að vakna snemma og af hverju við þurfum kannski ekki jafn mikinn svefn og við höldum.

Speed Reading with the Right Brain: Learn to Read Ideas Instead of Just Words

Eftir David Buttler

Hér er kynnt ný nálgun á hraðlestur, sem byggir ekki á fingrabendingu eða hröðum augnahreyfingum heldur á sjónmyndun. Árangurinn er þá ekki aðeins aukinn lestrarhraði heldur einnig aukinn skilningur á lesefninu. Lestur er verkefni sem vinstra heilahvelið sér að mestu um en með að nýta hægra heilahvelið í sjónmyndun sýnir höfundur fram á að hægt að er að ná miklum framförum í lestri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál