Varð heilluð af aðferðafræði markþjálfunar

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar, veit fátt skemmtilegra en að sækja námskeið.

„Ég hef stundum sótt námskeið í mínu fagi sem stjórnandi og stundum eitthvað alveg út fyrir kassann.

Þrátt fyrir að hafa sótt mörg námskeið á lífsleiðinni er mjög auðvelt að svara hvaða námskeið breytti lífi mínu. En það var námskeið um markþjálfun. Ég varð svo heilluð af hugmyndafræðinni að ég sótti mér gráðu í faginu og þótt ég starfi ekki sem markþjálfi í dag þá nota ég aðferðafræðina í starfi og í samskiptum við fólk.

Markþjálfun er svo stórkostleg aðferðafræði því hún gengur út á að aðstoða fólk með leiðir að settu marki. Það er oft ekki nóg að eiga sér drauma og markmið, okkur vantar oft leiðir til að komast þangað og hvert og eitt okkar þarf að finna sína leið, sinn farveg. Aðferðafræði markþjálfunar gengur að stórum hluta út á virka hlustun og að spyrja réttu spurninganna og fá manneskjuna sjálfa til að marka leiðirnar að því að ná því sem hún ætlar sér. Markþjálfun er klárlega eitt af þeim bestu tólum í verkfærakassann minn sem stjórnandi en einnig leið til góðra samskipta og að draga það besta fram í fólki,“ segir Hrafnhildur. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »