„Karen verður opnari fyrir breytingum“

Nanna Kristín Magnúsdóttir er hér í hlutverki Karenar í Pabbahelgum …
Nanna Kristín Magnúsdóttir er hér í hlutverki Karenar í Pabbahelgum sem sýndar voru á RÚV í haust. Með henni á myndinni er leikkonan Sólveig Guðmundsdóttir.

Í viðtali á vef Variety kemur fram að Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstjóri útilokar ekki framhald af sjónvarpsþáttunum Pabbahelgum sem sýndir voru á RÚV við frábærar undirtökur í fyrra. 

Spurð um málið segir Nanna Kristín að ekkert sé staðfest varðandi framhald á sjónvarpsþáttunum, en þeir hafi verið skrifaðir með það í huga að gera í það minnsta þrjár seríur ef sjónvarpsáhorfendum líkaði efnið. 

Spurð um mögulegt ástarlíf Karenar og þá hvort áhorfendur megi gera ráð fyrir prestinum góða sem elskhuga segir hún að hann eigi eins og margir aðrir, góðan séns í stefnumót við Karen.

„Karen verður opnari fyrir breytingum en hún var í fyrstu seríu þáttarins. Við skildum við hana þar sem hún opnaði Tinder og var hún greinilega forvitin um hvað var þar að finna. Hvort það sé jákvætt er svo matsatriði. En eins og þeir sem fylgdust með þáttunum vita tekur Karen ekki alltaf bestu eða skynsamlegustu ákvarðanirnar.“

Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstjóri og handritshöfundur.
Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstjóri og handritshöfundur.
Það var létt yfir Karen í Pabbahelgum eftir að hún …
Það var létt yfir Karen í Pabbahelgum eftir að hún opnaði reikning á Tinder. mbl.is/CUBS Productions
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál