Brynja lætur krabbameinið ekki stoppa sig

Brynja Guðmundsdóttir hefur nýverið stofnað fyrirtækið Máttur kjarnans sem hvetur …
Brynja Guðmundsdóttir hefur nýverið stofnað fyrirtækið Máttur kjarnans sem hvetur fólk til þess að einbeita sér að kjarnanum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynja Guðmundsdóttir hefur nýverið stofnað fyrirtækið Máttur kjarnans sem hvetur fólk til þess að einbeita sér að kjarnanum sínum. Hugmyndin að baki fyrirtækinu er að fá fólk til að gera það sem það geri best, en að útvista hinu. Brynja býður upp á stjórnendaþjálfun auk reikiheilunar. Hún greindist sjálf með krabbamein seint á síðasta ári, en hefur ákveðið að láta engan bilbug á sér finna og ætlar að halda áfram að aðstoða aðra í lífsins ólgusjó. 

Brynja er viðskiptafræðingur af endurskoðunarsviði frá Háskóla Íslands. Hún hefur langan feril að baki sem stjórnandi. Hún stofnaði hugbúnaðar- og ráðgjafafyrirtækið Gagnavarslan sem fékk síðar nafnið AZAZO.

„Árið 2019 var frábært ár á svo margan hátt. Ég var heppin að fá fjölbreytt verkefni í hendurnar. Að einfalda og rafvæða verkferla hjá fyrirtækjum, bæta starfsanda á vinnustað, halda fyrirlestra sem efla fólk og starfsemi fyrirtækja, opnaði stofu til að taka á móti viðskiptavinum í lífsráðgjöf, markþjálfun og stjórnendaþjálfun auk nuddstofu fyrir heilun-reiki. Ég var svo heppin að fá fósturdóttur til mín í vor þannig að börnunum fjölgaði úr fjórum í fimm. Svo fékk ég í hendurnar mjög krefjandi verkefni þegar ég greindist með krabbamein í október. Ég hef valið að fara í gegnum þau veikindi með jákvæðu hugarfari og held áfram að vinna í mínum verkefnum því það gefur mér orku og gleði að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að vaxa. Svo var gaman að taka þátt í ýmsum fasteignaverkefnum með syni mínum og fleirum. Að vinna með yngra fólki er svo ótrúlega gefandi.“

Tapaði fyrir öðrum fjárfestum

Brynja rak fyrirtæki í tíu ár áður en hún tapaði því fyrir öðrum fjárfestum eins og hún segir sjálf frá. 

„Þeir tóku yfir fyrirtækið og fóru því miður með fyrirtækið í þrot nokkrum mánuðum síðar. Fyrir það var ég meðal annars financial controller hjá Alfesca (gamla SÍF), framkvæmdastjóri fjármálasviðs og innri upplýsingakerfa hjá Skýrr (Advania í tæp 6 ár), forstöðumaður hagdeildar hjá Símanum í um 4 ár, aðalbókari Íslenska útvarpsfélagsins (Stöð2) og var skrifstofustjóri og aðalbókari KH og SAH í nokkur ár.

Að undanförnu hef ég verið að aðstoða frumkvöðla og tek enn að mér verkefni í einföldun/rafvæðingu ferla. Auk ýmissa annarra ráðgjafaverkefna. Þá á ég hlut í nokkrum fasteignafélögum með syni mínum og öðrum og vinn ýmis verkefni með þeim. Svo hef ég verið að halda ýmiss konar viðburði með vinkonu minni til að auka gleði fólks og fá það aðeins út úr daglegu lífi og gera eitthvað öðru vísi. Það eru mjög spennandi viðburðir á döfinni.“

Brynja segir lífið breytingum háð og hún taki þátt í því með reglubundnum hætti.

„Ég hef reynt að breyta til á 10 ára fresti. Árið 2007 stofnaði ég fyrirtækið mitt Gagnavörsluna/AZAZO og 2017 ákvað ég að fara í allt annað. Í 30 ár hafði ég unnið við að bæta rekstur fyrirtækja, s.s. með að einfalda ferla og rafvæða þar sem það á við. Ég komst að því að rafvæðing og einföldun ferla ein og sér dugar ekki. Því stundum er stærsta hagræðingin að fara í aðgerðir til að fólki líði vel og það er ekki nóg að það sé bara í vinnunni. Ánægðari starfsmenn eru skilvirkari og þar verður til meiri hagnaður. Því miður fór ég sjálf í „burnout“ og prófaði það á eigin skinni. Það er ekkert grín þótt mörgum finnist það væl þar til þeir prófa það sjálfir. Ég vil aðstoða fólk áður en það lendir á vegg. Það er alls ekki það einfalt að atvinnurekandi beri alltaf ábyrgð, þetta er miklu flóknara en það. En ávinningur fyrirtækis að starfsmenn nái tökum á lífi sínu er ótvíræður og til mikils að vinna. Einnig vildi ég vera enn meira til staðar fyrir börnin mín og barnabörn og gera hluti sem nýtast þeim sem best.“

Árið á margan hátt frábært þrátt fyrir krefjandi verkefni

Þegar Brynja lítur til baka er hún æðrulaus þegar kemur að síðasta ári. 

„Árið 2019 var frábært ár á svo margan hátt. Ég var heppin að fá fjölbreytt verkefni í hendurnar. Að einfalda og rafvæða verkferla hjá fyrirtækjum, bæta starfsanda á vinnustað, halda fyrirlestra sem efla fólk og starfsemi fyrirtækja, opnaði stofu til að taka á móti viðskiptavinum í lífsráðgjöf, markþjálfun og stjórnendaþjálfun auk nuddstofu fyrir heilun-reiki. Ég var svo heppin að fá fósturdóttur til mín í vor þannig að börnunum fjölgaði úr fjórum í fimm. Svo fékk ég í hendurnar mjög krefjandi verkefni þegar ég greindist með krabbamein í október. Ég hef valið að fara í gegnum þau veikindi með jákvæðu hugarfari og held áfram að vinna í mínum verkefnum því það gefur mér orku og gleði að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki við að vaxa. Svo var gaman að taka þátt í ýmsum fasteignaverkefnum með syni mínum og fleirum. Að vinna með yngra fólki er svo ótrúlega gefandi.“

Brynja segir að veikindin og verkefni lífsins hafi kennt henni að lifa betur í núinu en trúir að áföll og kulnun geti leitt til þess að ónæmiskerfið geti veikst og þannig krabbameinsfrumur vaxið.

„Ég er búin að heyra svo marga með krabbamein og sömu sögu um kulnun (e. burnout) eins og ég. Í dag passa ég að hafa gleðina alltaf inni í dagskránni. Að vera þakklát fyrir allt það sem ég hef og ég minni mig á það daglega. Ég hef því verið að mennta mig í því sem eykur lífsgæði mín og möguleika mina á því að aðstoða aðra við að ná því sama. Því miður eru allt of margir að gera allt of mikið og ætla að njóta seinna. Við vitum bara ekki hvað framtíðin ber í skauti sér og því mikilvægt að njóta meðan maður getur.“ 

Brynja segir að veikindin og verkefni lífsins hafi kennt henni …
Brynja segir að veikindin og verkefni lífsins hafi kennt henni að lifa betur í núinu en trúir að áföll og kulnun geti leitt til þess að ónæmiskerfið geti veikst og krabbameinsfrumur vaxið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Brynja er dugleg að viða að sér þekkingu og sótti námskeið nýverið í djúpvöðvanuddi. 

„Það var magnað námskeið. Ég er í framhaldsnámi í markþjálfun og í nuddnámi. Er svo að klára leiðaranám í qigong sem er ótrúlega öflug hreyfing, eflir lífsorkuna. Svo var ég að byrja í námskeiði í myndlist.“

Var hótað að hún fengi aldrei aftur tækifæri á íslenskum markaði

Brynja er viss um að tilgangur lífsins sé að þjóna öðrum. 

„Ég vil að jörðin verði betri staður við það að ég er hér!“

Þegar kemur að bestu ráðum sem hún hefur fengið segir hún þau vera þau að hún beri ábyrgð á eigin lífi. 

„Það felur í sér völd að bera ábyrgð á eigin lífi og maður stýrir ekki öllu í lífinu en ég get alltaf valið mér viðhorf. Ég vel að vera með jákvætt viðhorf þótt verkefnin séu krefjandi.“

Hún segir hins vegar verstu ráðin vera þau sem hún fékk frá fyrrverandi stjórnarmanni fyrirtækisins síns og lýsir reynsla hennar upplifun hennar á hörðu samkeppnisumhverfi þar sem peningar og völd eru sett ofar mannlegum gildum. 

„Hann boðaði mig á fund, tók af mér símann og hótaði mér að ef ég myndi ekki gefa eftir leiðréttingu á launum mínum myndu þau reka mig og sjá til þess að ég myndi aldrei fá aftur vinnu á Íslandi né fá fjárfesta ef ég myndi stofna annað fyrirtæki.“  

Brynja segir lífsstarfið hennar vera nákvæmlega það sem hana dreymir um að gera. 

„Ef ég ætti alla þá fjármuni sem ég þarf út lífið, væri ég að gera það sama og ég er að gera í dag. Að aðstoða einstaklinga og fyrirtæki að vaxa. Ég myndi þó vera virk í fjárfestingum í nýsköpunarfyrirtækjum þar sem markmið mitt væri að vera stuðningur við frumkvöðulinn þar sem hann þarf stuðning og gefur honum svigrúm til að fljúga því þannig er yfirleitt hægt að ná mestum árangri. Að geta stutt með þeim hætti að hann þurfi ekki of mikinn fjölda af fjárfestum. Ég fór á nokkra fundi í Silicon Valley og hitti þar á meðal aðila frá Google og það var gaman að heyra hvernig frumkvöðlar eru studdir þar. Svo væri ég virk í ýmsum öðrum fjárfestingum því rekstur fyrirtækja er með því skemmtilegra sem ég geri.“

Stefnir að því að ná heilsunni aftur

Draumadagar að mati Brynju eru vanalega í faðmi góðra vina og í faðmi fjölskyldunnar. Nudd, heitir pottar og alls konar dekur er einnig ofarlega á lista hennar. 

„Að passa barnabörnin sem er það skemmtilegasta sem ég geri. Að fara þakklát að sofa eru forréttindi, sem og að eiga allt góða fólkið í kringum mig.“

Þar sem Brynja hefur víðtæka reynslu á sviði tækni og nýsköpunar segir hún að hún voni svo innilega að konur muni verða meira áberandi í forritun.

„Þær hafa svo sannarlega getuna til þess. Það var samt mjög erfitt að ráða konur í forritun.  Þær voru svo fáar sem voru á kafi í forritun - þar sem forritun var áhugamálið þeirra einnig. Konur hafa oft leitað meira í stjórnun í upplýsingatækni heldur en beina forritun. Auðvitað eru margar konur öflugar í forritun en það var sjaldnar sem þær voru á nördast í þessu á kvöldin - með nýjustu tæknina á hreinu líkt og strákarnir. Ég tel best að hafa vinnustaði sem mest blandaða á öllum sviðum, ekki bara þegar kemur að kyni, heldur einnig að aldri og þekkingu. Svo þarf fólk að þora að taka umræðuna, oft var tekist á og fólk að berjast fyrir sínum hugmyndum og við það fundum við enn betri lausn.“ 

Brynja horfir björtum augum á framtíðina og stefnir að því að ná fullum bata í framtíðinni. 

„Ég hef aldrei verið eins hamingjusöm og ég er í dag. Ég stefni að því í framtíðinni að ná heilsu aftur og að geta sinnt öllum áhugamálum mínum sem eru ófá á sviði hreyfingar. Mig langar að halda áfram að gera skemmtilega hluti. Að vera í kringum skemmtilegt fólk, börn mín og barnabörn sem ég vona að verði fleiri. Ég trúi að viðskiptasiðferði verði enn meira til framtíðar og samkennd muni aukast aftur.“

Brynja vil vekja athygli á ferlinu sem fylgir því að …
Brynja vil vekja athygli á ferlinu sem fylgir því að fara í gegnum krabbamein. Hún gengur stundum með hárkollu, en er frjáls fyrir því að koma fram án hennar líka. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is