5 hlutir sem konur á uppleið gera ekki

Konur á uppleið láta aldurinn ekki stoppa sig.
Konur á uppleið láta aldurinn ekki stoppa sig. Ljósmynd/Colourbox

Konur á uppleið eru konur sem elska lífið. Þær sjá tækifæri í öllum aðstæðum og eru til staðar fyrir þá sem þeim líkar. Þær eru sjálfsöruggar, vita hvers virði þær eru og fara á eftir því sem þær vilja í lífinu. Þær ástunda ákveðna hegðun sem samræmist því sem þær segja og hægt er að stóla á þær í lífi og starfi. 

Hér eru fimm atriði sem þessar konur gera ekki:

Þær hafna ekki fólki eða loka á það

Konur á uppleið kunna að setja fólki mörk. Þær hafa sterkt innsæi og gera sér grein fyrir því að fólk er allskonar. Þær kunna að haga sér á almannafæri. Þær eru ekki með óraunhæfar væntingar til annarra. Vegna þessa þá þurfa þær ekki að hafna fólki eða loka á það þó það henti ekki fyrir þær að umgangast viðkomandi oft. 

Þær reyna að skilja hvaðan fólk er að koma og forðast það að reyna að lesa hugsanir annarra. 

Þegar kemur að ástarlífinu þá hika þær ekki við að setja öðru fólki heilbrigð mörk. Þær gefa sér tíma í að kynnast maka sínum vel og átta sig á því að það er ekki í þeirra hlutverki að breyta öðru fólki. Þær ásaka ekki og fordæma. Enda vilja þær ekki setja sig undir eða yfir annað fólk í samskiptum. 

Þær setja ekki þarfir annarra fram yfir sínar eigin

Konur á uppleið þær taka ábyrgð á sjálfum sér. Þær eru ekki að taka ábyrgð á öðru fólki eða að ætlast til að annað fólk taki ábyrgð á þeim. Þær bíða ekki eftir að annað fólk sinni þeim. Heldur taka ábyrgð á öllum atriðum í lífinu sem skiptir þær máli. 

Konur á uppleið sem eiga börn ala börnin sín upp við skilyrðislausa ást, en skýr mörk. Ef börnin þeirra gera mistök þá taka þær ekki frá þeim ástina. Heldur ræða um hegðunina og sýna með eigin hegðun hvernig best er að gera hlutina. Þær eru með einfaldar reglur fyrir sig og börnin sín. Þær eiga skilið að eiga börnin sín og sinna því hlutverki vel. 

Þær efast ekki um eigið ágæti

Konur á uppleið vita að það er í þeirra höndum að vita eigið ágæti. Þær bíða þess vegna ekki eftir samþykki eða hrósi frá öðrum. Þær gangast við því að vera mennskar og forðast það að vera fullkomnar. 

Konur á uppleið þær herma ekki eftir öðru fólki. Þær forðast að vera í samanburði og reyna að þroska persónuleg einkenni sín.

Þegar þær lenda í ágreiningi í lífi eða starfi, þá eru þær tilbúnar að tala við og hlusta á annað fólk. Læra eitthvað af reynslunni og halda síðan áfram. 

Þær ætlast ekki til að annað fólk taki ábyrgð á þeim

Konur á uppleið vita hvers virði þær eru. Eins vita þær að hamingja þeirra og tækifæri er undir þeim komin. Þær ætlast ekki til þess að maki þeirra elski þær stöðugt. Þær sætta sig við að það er í þeirra höndum að elska sjálfar sig án skilyrða. 

Þær gefast ekki upp þó á móti blási og forðast að fara inn í meðvirk samskipti. Þær kunna að segja nei og að taka staðhæfingunni frá öðrum. Þær eru sínir eiginn skemmtanastjórar og leyfa sér að berskjalda sig þó þeim gæti verið hafnað. 

Þær leita þó ekki síendurtekið í sambönd þar sem þeim er hafnað. 

Þær láta ekki aldurinn hafa áhrif á sig

Konur á uppleið eru á öllum aldri. Þær líta á aldur sinn sem dýrmæta staðreynd og fara ekki undan í flæmingi þó þær séu spurðar um aldur. Ef fólk hefur skoðun á því hvað þær eru gamlar, þá hlusta þær af athygli en taka því ekki persónulega til sín. 

Konur á uppleið eru í öllum hornum samfélagsins. Þetta eru konur sem velja sér allskonar störf. Sumar eru í samböndum, en sumar ekki. Sumar eiga börn og sumar ekki. Stundum eru þessar konur mæður okkar, systur, vinkonur og jafnvel dætur.

Þetta eru konurnar sem samgleðjast með okkur og minna okkur á að við skulum alltaf halda áfram að reyna. 

mbl.is