Tilkynnt með SMS-i að hann færi ekki á EM

Rúrik Gíslason.
Rúrik Gíslason. Ljósmynd/Aðsend

Rúrik Gíslason segir í viðtali við Sölva Tryggvason að það hafi verið vægast sagt súrt að vera skilinn eftir á fyrsta stórmóti sem Ísland komst á, eftir að hafa verið í hverjum einasta landsliðshóp fyrir mótið. Rúrik er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölva, þar sem hann talar um hvernig var staðið að tilkynningunni fyrir EM:

„Ég lá úti á svölum í 30 stiga hita, sennilega búinn að bera a mig einhverja „goodshit“ sólarolíu, þá fæ ég sms: Þú ert ekki í hópnum að þessu sinni,“ segir Rúrik, sem hafði verið fastamaður í landsliðinu í mörg ár þar á undan.

„Í ljósi þess að ég var búinn að vera í öllum hópunum í undankeppninni, spila mikið og ég upplifði sjálfan mig ekki sem þennan „give me five“ varamann sem ég er kannski búinn að vera upp á síðkastið.“

Í viðtalinu við Sölva ræðir Rúrik meðal annars um móðurmissinn, tímabilið sem nú fer í hönd, álit annarra og margt fleira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál