Hætti í skóla og stofnaði brúnkukremsfyrirtæki

Chloe Jade Weinthal stofnaði sitt eigið fyrirtæki 17 ára gömul.
Chloe Jade Weinthal stofnaði sitt eigið fyrirtæki 17 ára gömul. Skjáskot/Instagram

Hin 20 ára gamla Chloe Jade Weinthal hætti í framhaldsskóla þegar hún var 16 ára og ákvað að stofna fyrirtæki sem framleiðir og selur brúnkukrem. Á innan við þremur árum hefur fyrirtækið vaxað og dafnað og veltir yfir 12 þúsund bandaríkjadölum á mánuði. 

„Ég lenti í nokkrum áföllum tengdum fjölskyldunni og missti einn fjölskyldumeðlim. Þá uppgötvaði ég að það er mikilvægt að elta drauma sína. Ég fór að hugsa um hvernig lífi mig langaði til að lifa,“ sagði Weinthal í viðtali við Daily Mail

Weinthal hafði ekki neinn bakgrunn í viðskiptum en það tók hana um 12 mánuði að koma fyrirtækinu Sahara Soul á laggirnar. Hún er með tvær vörur á markaði; brúnkufroðu og andlitsbrúnkusprey.

Salan fór hægt af stað á markaði sem var þá þegar mettaður en hlutirnir fóru að gerast eftir um 12 mánuði. Vörurnar hennar eru nú til sölu í nokkrum verslunum í heimabæ hennar, Perth í Ástralíu, en salan fer þó að mestu leyti fram í vefversluninni. 

Weinthal elskar að geta stjórnað tíma sínum sjálf og vinnur þegar henni hentar. Þá getur hún skroppið í frí reglulega en suma daga vinnur hún til miðnættis og fer á fætur klukkan fimm á morgnana.

Weinthal finnst gott að geta stjórnað vinnutímanum sínum.
Weinthal finnst gott að geta stjórnað vinnutímanum sínum. Skjáskot/Instagram
mbl.is