Svona ól hún upp milljarðamæringa

Yolanda Hadid starfar ennþá sem fyrirsæta sjálf.
Yolanda Hadid starfar ennþá sem fyrirsæta sjálf. mbl.is/skjáskot Instagram

Fyrirsætan Yolanda Hadid móðir systranna Gigi og Bella Hadid er umdeildur persónuleiki sem fólk vísar annaðhvort í sem snilling sem kann að búa til milljarðamæringa úr börnum sínum eða stjórnsama móður sem ýtir að börnum sínum megrunarkúrum og lýtaaðgerðum. 

Saga Hadid er áhugaverð. Hún er fædd árið 1964 í Hollandi. Faðir hennar lést í bílslysi þegar hún var einungis sjö ára að aldri sem varð skyndilega ein með tvö börn og lifði við fátæktarmörk æskuár þeirra. 

Yolanda Hadid var einungis sautján ára að aldri þegar hún flutti til New York að freista gæfunnar sem fyrirsæta. Móðir hennar gaf henni fimmtíu dollara til að taka með sér út´i lífið. Restina varð hún að finna út hjá sjálfri sér.

Hún bjó í pínulítilli íbúð í fyrstu í stórborginni en giftist seinna fasteignamógúlnum Mohamed Hadid og eignaðist með honum þrjú börn. 

View this post on Instagram

❤️My greatest accomplishment in life.... #Motherhood

A post shared by YOLANDA (@yolanda.hadid) on Jul 12, 2020 at 9:42am PDT

Hún hefur lagt einstaklega mikla áherslu á fjárhagslegt sjálfstæði barna sinna frá upphafi og hefur viljað að börnin sín taki sér tíma eftir tvítugt að vinna fyrir sér og safna sér fyrir meðal annars íbúð. 

Í þáttunum The Real Housewives of Bevely Hills frá árinu 2012 til ársins 2016 kemur fram hvernig allt uppeldi barna hennar mótast af þessu áfalli sem Yolanda Hadid varð fyrir sem barn. Hún vann fyrir sér með útlitinu sínu og peningar skipta hana máli. 

Systrunum Bella Hadid og Gigi Hadid hefur gengið vel í lífinu. Bella Hadid er metin á 25 milljónir bandaríkjadala og Gigi Hadid er metin á 29 milljónir bandaríkjadala. 

Báðar hafa þær ratað á lista Forbes sem hæst launuðustu fyrirsætur veraldar. 

Eflaust er þrýstingur í átt að vissu útliti ekki til fyrirmyndar þegar kemur að uppeldi, en eitt er víst að uppeldi Yolanda Hadid hefur gefið dætrum hennar sjálfsvirðinguna í að verða milljarðamæringar. 

mbl.is