Beyoncé viðurkennir galla sína

Beyoncé.
Beyoncé. AFP

Tónlistarkonan Beyoncé virðist oft og tíðum ansi fullkomin. Hún hefur þó sína galla eins og flestir aðrir en söngkonan var spurð hvort það væri eitthvað sem hún gæti ekki gert í viðtali við Breska Vogue

„Ég er alltaf að týna símanum mínum í húsinu mínu eða á skrifstofunni og ég veit aldrei hvar lyklarnir eru. Ég er alltaf að rugla saman dögum og dagsetningum en ég get fullvissað þig um að ég man eftir öllum smáatriðum í þessu samtali, í hverju þú ert eða hárgreiðslunni þinni. Það er alveg fáránlegt,“ sagði Beyoncé, sem virðist jafnvel vera með athyglisbrest, í besta falli nokkuð utan við sig.

Beyoncé prýðir þrjár mismunandi forsíður desemberútgáfu blaðsins. Hún segir tísku spila stórt hlutverk í sínu lífi. Í útgöngubanni notaði hún tísku til þess að flýja raunveruleikann. Hún bjó til tískuföstudaga með börnunum sínum. Klæddi sig upp með börnunum, bjó til föt og tók myndir. „Þetta varð að hefð og tækifæri til þess að takast á við þetta klikkaða ár,“ sagði Beyoncé. 

View this post on Instagram

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Oct 30, 2020 at 10:17am PDT

View this post on Instagram

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Oct 30, 2020 at 10:14am PDT

View this post on Instagram

British Vogue December 2020

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on Oct 30, 2020 at 9:59am PDTmbl.is