Nú getur þú svarað í símann með úrinu

Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova.

Tækniáhugafólk hefur beðið þess nokkuð lengi að eSIM-nettengd Apple-úr kæmu á markað hér á landi. Nova opnar innan skamms þjónustu fyrir nettengd Apple-snjallúr fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. Þjónustan er í boði í gegnum fjarskiptakerfi Nova en stendur öllum eigendum eSIM-nettengdra Apple-úra til boða, óháð því hvaðan þau eru keypt.

Með því að fá sér nettengingu fyrir snjallúr sem Nova kallar „Úrlausn“ er hægt að skilja símann eftir heima en hringja með úrinu og streyma tónlist án stuðnings frá snjallsíma. Nova hyggst bjóða öllum sem sækja um eSIM-kort hjá fyrirtækinu ókeypis fjögurra mánaða áskrift að Úrlausn Nova.

Jess Bailey/Unsplash

„Það er virkilega gaman að vera fyrst á Íslandi til að bjóða eSIM-nettengingu í snjallúr eða Úrlausn eins og við kjósum að kalla það. Það er í takt við okkar stefnu að einfalda fólki lífið í leik og starfi. Við höfum lagt áherslu á að snjallvæða tilveruna og gera hana örlítið skemmtilegri í leiðinni. Apple Watch-úrið í sjöttu útgáfu (Series 6) er ein mest spennandi tækninýjungin í dag, sérstaklega á sviði fyrirbyggjandi heilsuúrræða fyrir almenning,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

Sjötta útfærsla Apple Watch-snjallúrsins var kynnt 15. september síðastliðinn og er með byltingarkenndum blóðsúrefnisskynjara og sérstökum handþvottaskynjara til að styðja við varnir gegn kórónuveirunni. Nettengt snjallúr mun breyta notkun snjalltækja ekki ósvipað því hvernig Apple Pay breytti hegðun okkar með greiðslukort

„Við höfum verið að vinna að þessu gríðarlega stóra verkefni með Apple í meira en ár og erum virkilega spennt að koma þessu ekki bara í hendur heldur á hendur notenda í bókstaflegri merkingu. Apple er stærsti framleiðandi úra í heiminum og er enn á ný að umbylta iðnaði og venjum markaðarins. Að vera með nettengt snjallúr mun breyta notkun okkar á snjalltækjum ekki ósvipað því hvernig tilkoma Apple Pay breytti hegðun okkar með greiðslukort. Þessi vara stækkar okkar notendahóp þar sem tengdum tækjum er að fjölga verulega. Fjölgun nettengdra tækja er framtíðin í sífellt snjallari veröld,“ segir Magnús Árnason, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá Nova.

Úrlausnar-þjónustan verður í boði innan skamms en hægt er að skrá sig á lista hjá Nova á nova.is og fá tilkynningu um leið og Apple opnar fyrir þjónustuna. Samtímis hefst sala á eSIM-nettengdum Apple-úrum í fyrsta skipti hér á landi.

mbl.is