Virkja sköpunarkraft kvenna í nýjum hraðli

Markmið hraðalsins er að efla konur í að þróa áfram …
Markmið hraðalsins er að efla konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar í gegnum fræðslu og stuðning og efla tengslanet þeirra. Ljósmynd/Unsplash/Adam Winger

Háskóli Íslands stendur í vetur fyrir nýsköpunarhraðli fyrir konur undir merkjum Academy for Woman Entrepreneurs (AWE) í samvinnu við bandaríska sendiráðið á Íslandi.

Markmið hraðalsins er að efla konur í að þróa áfram viðskiptahugmyndir sínar í gegnum fræðslu og stuðning og efla tengslanet þeirra.

Verkefnið er á vegum bandarískra stjórnvalda og er í boði víða um heim. Það samanstendur af netnámskeiðinu Dreambuilder á vegum Thunderbird School of Managament við Ríkisháskólann í Arizona og vinnulotum sem Háskóli Íslands heldur utan um. 

Dreambuilder-netnámskeiðið samanstendur af þrettán fyrirlestrum sem hægt er að horfa á hvar og hvenær sem er. Vinnuloturnar á vegum Háskólans verða enn fremur sérsniðnar að íslenskum aðstæðum og m.a. farið yfir markaðsmál, stofnun fyrirtækja á Íslandi, tengslanet, öflun styrkja, hugverkamál, samfélagsmiðla og annað sem gott er að þekkja við stofnun og þróun fyrirtækis. 

Meðal þeirra sem miðla af reynslu sinni í gegnum námskeiðið sem mentorar eru Fida Abu Libdeh, forstjóri og annar stofnenda GeoSilica, og Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, vöru- og markaðsstjóri Florealis, sem báðar státa af mikilli reynslu innan nýsköpunargeirans og þróun fyrirtækja. 

Konur á öllum aldri geta sótt um að taka þátt í hraðlinum og verða 20-25 umsækjendur valdir til þátttöku.

Stafrænn kynningarfundur á hraðlinum verður haldinn 12. nóvember kl. 12 og hægt að skrá sig á kynningarfundinn á vefsíðu verkefnisins.

Opið verður fyrir umsóknir til og með 29. nóvember og hæg er að senda inn umsókn á vef AWE.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál