Voru „heimsk og heimskari“ í hrekkjavökuþættinum

Sunneva Einars og Birta Líf í hrekkjavökubúningum sínum.
Sunneva Einars og Birta Líf í hrekkjavökubúningum sínum. Skjáskot/Youtube

Hlaðvarpsdrottningarnar Sunneva Eir Einarsdóttir og Birta Líf Ólafsdóttir klæddu sig í búninga fyrir sérstakan hrekkjavökuþátt af hlaðvarpsþáttum sínum, Teboðinu. Þær sóttu innblástur í athugasemd í athugasemdakerfi þar sem þær voru kallaðar „alvöru feminískt dumb and dumber þættir“. 

Þær ákváðu því að klæðast búningum sem þeir Jim Carrey og Jeff Daniels klæddust í kvikmyndinni Dumb and Dumber eða Heimskur og heimskari eins og það útleggst á íslensku. 

Í þættinum segja þær svo nokkrar svona „dumb and dumber“-sögur af sjálfum sér, ræða um hrekkjavökuna og allt sem henni tengist. 

Þáttinn er hægt að hlusta á hér fyrir neðan og á hlaðvarpsvef mbl.is.

Jim Carrey og Jeff Daniels í búningum sínum.
Jim Carrey og Jeff Daniels í búningum sínum. Ljósmynd/IMDb
mbl.is