„Eins og að vera lent á Mars“

Jennifer Aniston er á því að góðar vinkonur séu gulls …
Jennifer Aniston er á því að góðar vinkonur séu gulls ígildi. mbl.is/AFP

Jennifer Aniston segir í nýlegu viðtali við Söndru Bullock að fyrst þegar hún kom til Los Angeles frá New York, tvítug að aldri, hafi sér liðið eins og hún væri lent á Mars. 

Hún var vön hörkunni í New York en ekki því að tala í lengri tíma við vinkonur sínar sem sögðu henni allt, grétu og stóðu saman í vinnu og lífinu almennt. 

„Seinna meir hef ég áttað mig á því að þetta bjargaði mér, því kvikmyndaheimurinn er harður heimur og samkeppnin mikil.“

Aniston hefur alltaf verið opin með verkefni sín í lífinu. Að tala um tilfinningar er greinilega vinsælt í Los Angeles ef marka má Aniston. 

E! Online

mbl.is