Hið óvænta og óttinn í brengluðu ástarsambandi

Sara Oddsdóttir ráðgjafi og markþjálfi rekur vefinn saraodds.is.
Sara Oddsdóttir ráðgjafi og markþjálfi rekur vefinn saraodds.is. mbl.is/Árni Sæberg

„Árið 2020 hefur ítrekað minnt okkur á að eitt er öruggt í lífsins ævintýri. Ferðalagið er hverfult og breytingar óhjákvæmilega hluti af því. Breytingar geta verið jákvæðar eða neikvæðar, auðveldar eða erfiðar en mestu máli skiptir hvernig við mætum þeim,“ segir Sara Oddsdóttir í nýjum pislti á vefsíðu sinni: 

Okkur finnst óþægilegt ef við eigum ekki frumkvæði að breytingum. Það er til dæmis auðveldara að segja upp vinnu en að vera sagt upp, eins fer með ástarsambönd. Betra er að eiga frumkvæði að skilnaði en að vera skilinn eftir, þó auðvitað spila margar flóknar tilfinningar þarna inn. Eitt er öruggt í þessu lífi, en það er að breytingar eru órjúfanlegur þáttur í lífsins ferðalagi.

Sem dæmi, þá skipta flest okkar nokkrum sinnum um heimili á ævinni, stundum með trega, stundum með eftirvæntingu. Við störfum líka á ólíkum vettvangi í gegnum ævina, sumir missa vinnuna en öðrum finnst starfið sitt ekki gefandi og leita því á önnur mið. Við eigum líka í fleirum en einu ástarsambandi á ævinni, með tilheyrandi þeysireið og glimmeri. Og á einhverjum tímapunkti sjáum við flest á eftir ástvini eða öðru samferðafólki. Allt þetta felur í sér alla liti regnbogans.

Við höfum ekki alltaf val um hvaða breytingar mæta á svæðið. Og þeim er sko alls ekki alltaf boðið. Stundum eru þær hreinlega boðflennur í okkar huga, eins og drottningin í Mjallhvít. En hvort sem breytingar eru jákvæðar eða neikvæðar, mæti að okkar frumkvæði eða ekki, þá kalla þær fram tilfinningar og einhver viðbrögð. Við höfum hins vegar val um hvernig við mætum breytingum, val um viðbragð.

Í raun snýst okkar eina val um að taka ákvörðun um hvernig við mætum þessum breytingum. Í þeirri stöðu þurfum við taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við tökum á móti þessum nýja gesti. Hvort sem honum var boðið í þetta partý eða ekki. Því hann er ekki að fara neitt. Áin streymir bara í eina átt. Og eina sem þú hefur stjórn á er hvernig þú kemur til dyra.

Og besti vinur breytinga er draumur. En draumar eru ekki bara til að leika við í svefni. Heldur eru draumar til að vinna að vakandi og í fullri vitund. Draumar sem við ákveðum að innleiða inn í veruleika okkar leiða almennt til einhvers óvænts. Því draumi fylgir ófyrirsjáanleiki. Og þá mætir óttinn á svæðið, sem telur bæði drauminum og okkur trú um að þetta verði örugglega erfitt. Muni líklega aldrei ganga upp. Því óttinn þolir ekki hið óvænta. En er erfitt og óvænt svo rosalega slæmt? Hið óvænta fylgir alltaf, sjálfkrafa, því að fara nýja ótroðna slóð.

Og sjáðu til, draumar felast sjaldnast í leiðinni sem við höfum gengið áður. Þetta þýðir ekki að þú sért ekki að upplifa marga af þínum draumum í dag. Heldur spurning um hvort þú sért að halda aftur af draumum þínum að einhverju leiti? Og af hverju þú finnur ekki hugrekkið til að fylgja þeim eftir? Þetta getur bæði átt við erfiða eða auðvelda ákvörðum sem þú þarft að taka. Og mundu, í öllum 365 dögum þessa nýja árs felst val um að taka ákvörðun um að breyta eða breyta ekki. Auk þess að velja hvernig þú mætir þessum breytingum. Nema auðvitað að þú sért að upplifa alla þína drauma og eigir bara enga eftir.

Þetta verður alveg erfitt, allar líkur á því, en er það svo slæmt? Hverju viltu fórna fyrir auðvelt? Sannur draumur er að fylgja hjarta sínu og láta það stýra vegferð sinni. Og þó svo þú lifir þinn draum í dag þá er ég sannfærð um að þú eigir fleiri til á lager.
Hið óvænta og óttinn eru í brengluðu ástarsambandi. Ömurlegu sambandi og ættu að vera löngu búin að skilja. Samband þeirra er ofbeldissamband þar sem óttinn ræður ríkjum. Þar stjórnar óttinn hinu óvænta og telur því trú um að ef það fer úr þessu sambandi þá gerist eitthvað hræðilegt. Og hið óvænta þráir ekkert heitara en að losna úr þessu ömurlega sambandi og fara á vit ævintýra sinna. Því hið óvænta elskar ævintýri. Og það liggur í hlutarans eðli að ævintýri koma á óvart. Annars væri það ekki ævintýri.

Og hin sanna ást og draumaprins hins óvænta er draumur. Draumurinn er eins og Mjallhvít, sem bíður eftir að draumaprinsinn komi og gefi sér koss sem vekur hana upp af værum blundi. Því Mjallhvít getur ekki verið drottning í ríki sínu sofandi út í skógi í einhverri glerkistu. Og þú ert draumaprinsinn í ævintýri þínu. Og líka Mjallhvít. Ætlar þú að láta Mjallhvít sofa í hundrað ár eða sirka mannsævi þína úti í skógi? Skilja hana þar eftir dreymandi um einhvern draumaprins sem þorði ekki að kyssa hana. Í óttablendnu ofbeldisfullu ástarsambandi við einhverja drottningu? Er það fallegt?

Og ég skil og veit vel að ótti þinn segi þér að hafa þig hæga. Vera ekki með neitt vesen og halda þér innan slóðans sem þú þekkir svo vel. Og stundum tökum við ákvörðun um að breyta einhverju alveg sjálf og sjáum eftir því. Það getur líka gerst. En stundum er falinn demantur í breyttum aðstæðum sem okkur örlaði ekki fyrir og sáum bara alls ekki koma. Alveg eins og þegar vonda drottningin mætti í höllina í Mjallhvít.

Því demanturinn er falinn í dökkum skuggum væntinga okkar um annað en það sem er. Og nákvæmlega þannig göngum við oft fram hjá mörgum skínandi eðalsteinum. Við sjáum þá ekki því við erum of hrædd við að hægja á okkur og sjá allan fjarsjóðinn beint fyrir framan okkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál